Opnunartímar

Íþróttahúsið á Skagaströnd verður opið sem hér segir í sumar: Kl 17:00 - 20:00 alla virka daga. Sundlaugin er opin virka daga 09:00 - 12:00 og 13:00 - 22:00 um helgar 13:00 - 17:00. Þó er lokað mánudaga og fimmtudaga kl. 11:00 - 12:00 vegna sundæfinga UMF Fram

Arnar HU 1 í höfn

Togarinn Arnar kom til heimahafnar á Skagaströnd sunnudaginn 29. júní sl. Afli skipsins var er átætlaður 557 tonn sem er rúmlega 1000 tonn úr sjó. Aflinn er að mestu úthafskarfi en einnig er grálúða lítill hluti aflans. Skipið var um 24 daga að veiðum og meðalafli á dag var því tæp 42 tonn. Aflaverðmæti er áætlað um 70 milljónir.

Leikskólinn Barnaból – Opið hús

Þann 24. maí síðastliðinn var Opið hús með vorsýningu á leikskólanum Barnabóli. Um eitt hundrað manns komu í heimsókn á leikskólann þennan dag og skoðuðu listaverk barnanna frá því í vetur. Ljósmyndir af börnunum við leik og störf, rúlluðu yfir tölvuskem og sumir foreldranna rifjuðu upp löngu gleymda hæfileika með pensilinn að vopni. Veðurguðirnir léku við okkur og því var upplagt að færa trönurnar út á leikskólalóðina til að fá sem bestan innblástur úr umhverfinu við myndsköpunina. Foreldrafélag leikskólans seldi gestunum kaffi og kökur.

Frá Leikskólanum Barnabóli

Við Leikskólann Barnaból er starfandi kröftugt foreldrafélag en þegar börn byrja á leikskólanum verða foreldrar þeirra sjákrafa meðlimir félagsins. Þessi frábæru foreldrarnir hafa verið duglegir við að styðja við bakið á leikskólastarfseminni og má þar nefna vinnuframlag þeirra þegar allt starfsfólkið sótti námskeið, við að keyra okkur út og suður, taka þátt í íþróttadegi og sveitaferð svo eitthvað sé nefnt. Snemma í vor gaf foreldrafélagið leikskólanum þrjú þríhjól, eitt stórt með palli og tvö sparkhjól. Einnig splæsti félagið í stafræna myndavél handa leikskólanum. Bæði börn og starfsfólk leikskólans eru að vonum harla ánægð með þessar fínu gjafir og senda foreldrunum sínar bestu þakkir.

Sjómannadagur á Skagaströnd

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Skagaströnd, sunnudaginn 1. júni sl. Hátíðardagskrá var með hefðbundnum hætti. Dagurinn hófst með skrúðgöngu frá höfn að kirkju þar sem haldin var sjómannamessa. Að messu lokinni var lagður blómsveigur á minnimerki týndra sjómanna. Eftir hádegi var boðið upp á skemmtisiglingu en síðan hófst dagskrá með kappróðri. Eftir það voru hefbundin atriði á Hafnarhúsplani þar sem m.a. Hallgrímur Jónsson var heiðraður fyrir störf við sjómennsku. Eftir dagskrá við höfnina lauk var kaffisala í skólanum. Þar var einnig opin málverkasýning Jóns Ó Ívarssonar og einnig sýning á verkum nemenda grunnskólans. Í Fellsborg var sýnd fjölskyldumyndin Skógarlíf II. Hátíðarhöldum lauk síðan með dansleik í Fellsborg þar sem hljómsveit Geirmundar Valtýssonar lék fyrir dansi. Það er Björgunarsveitin Strönd sem hefur veg og vanda af dagskrá sjómannadagsins.

Fermingar á Skagaströnd

Laugardaginn 31. maí 2003 fermdi sr. Magnús Magnússon fjögur börn í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Þau eru: Almar Freyr Fannarsson Arnrún Bára Finnsdóttir Ásþór Óðinn Egilsson Guðmundur Ingi Ólafsson