Sýningin Kona á skjön

Þann 3. júní kl. 14 verður sýningin Kona á skjön opnuð á Sauðárkróki. Sýningin fjallar um ævi og störf Guðrúnar Árnadóttur frá Lundi en rithöfundaferill hennar er sannkallað ævintýri í íslenskri bókmenntasögu. Óþekkt kona norðan úr Skagafirði verður metsöluhöfundur nánast á einni nóttu og bækurnar tróna á toppi vinsældarlista í rúma tvo áratugi. Hún er orðin 59 ára þegar fyrsta skáldsagan kemur út, eftir það skrifar hún 27 bækur í 11 skáldverkum. Þetta gerðist í heimi fjölda hindrana fyrir alþýðukonu sem þráði að skrifa skáldsögur. Bústörf og barnauppeldi stóðu í veginum og ritvöllurinn var að mestu karlanna. Hún var dáð af stórum hluta þjóðarinnar en raddsterkir áhrifamenn flokkuðu verk hennar með erlendum afþreyingarbókmenntum og reyfararusli. Sýningarhöfundar eru Kristín Sigurrós Einarsdóttir leiðsögumaður og kennari og Marín Guðrún Hrafnsdóttir bókmenntafræðingur og langömmubarn Guðrúnar frá Lundi. Sýningin verður að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki og mun standa út júlímánuð. Opið verður alla daga frá kl. 13-17, aðgangur er ókeypis og heitt á könnunni. Þann 3 júní n.k. eru 130 ár frá því að Guðrún fæddist. Með von um að fjölmiðill þinn þiggi boð á opnun eða sjái sér fært að fjalla um hana veitum við fúslega nánari upplýsingar. Marín Guðrún Hrafnsdóttir (7764599) og Kristín Sigurrós Einarsdóttir (8673164). Tilvitnanir úr verkum Guðrúnar: „Fékkstu þér virkilega ekki bragð þá einu sinni þú reiðst í kaupstaðinn? Skárri er það sparsemin – mér liggur við að segja vesalmennskan.“ (Tengdadóttirin) „Hann var gagnfræðingur, laglegur tilhaldspiltur og lét talsvert mikið á því bera að hann væri yfir aðra hafinn. Hafði gaman af að láta útlend orð fjúka yfir þetta óupplýsta útkjálkafólk“ (Utan frá sjó) Eftirtaldir styrktu sýninguna: Samfélagssjóður Landsbankans, Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra, Samfélagssjóður Landsvirkjunar, Menningarsjóður KS, Fisk Seafood, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Nýja kaffibrennslan, Landsbankinn, Lyfja, Marska hf., Sauðárkróksbakarí, Sjúkraþjálfun Sigurveigar, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sviðsljós og Þekkingarsetrið á Blönduósi.

Götusópun

Götusópun hófst í morgun á Skagaströnd, bifreiðaeigendum er því vinsamlega bent á að færa bíla sína ef þarf, þannig að sem allra bestur árangur verði.

Tónlistarskóli A-Hún. skólaslit í dag.

Skólaslit og afhending prófskírteina verður mánudaginn 29.maí kl. 17 í Blönduósskirkju. Allir velkomnir. Skólastjóri

Vinnuskóli Skagastrandar 2017

  Vinnuskólinn. Vinnuskóli Skagastrandar er fyrir nemendur, búsetta á Skagaströnd, sem hafa nýlokið 8., 9. og 10. bekk Höfðaskóla. Markmið vinnuskóla er að gefa unglingum kost á samspili vinnu, þjálfunar og fræðslu í sumarleyfi sínu. Vinnuskóli Skagastrandar er starfræktur í 10 vikur:     Hann hefst þriðjudaginn 6. júní og lýkur föstudaginn 4. ágúst.               Skráning í vinnuskólann er á skrifstofu sveitarfélagsins Vinnutími Daglegur vinnutími  10. bekkjar er frá 09:00-12 og 13-16 mánudaga til fimmtudaga en á föstudögum til 12:00. Daglegur vinnutími  8. og 9.bekkja er frá 09-12 og 13-16 mánudaga til fimmtudaga ekki er unnið á föstudögum. Laun Laun eru greidd út hálfsmánaðarlega. Nemendur 10. bekkjar þurfa að skila skattkorti og greiða félagsgjöld og lífeyrissjóð. Iðgjöld reiknast frá næstu mánaðarmótum eftir 16 ára afmælisdag. ·         Nemendur 10. bekkjar             732 kr./klst. ·         Nemendur 9. bekkjar               581 kr./klst. ·         Nemendur 8. bekkjar               488 kr./klst. Laun eru lögð inn á bankareikning sem verður að vera á nafni og kennitölu viðkomandi unglings. Nemendur vinnuskóla eru tryggðir launþegatryggingu sem tryggir þá í vinnu og á beinni leið til og frá vinnu. Starfsreglur Reglur Vinnuskólans eru einfaldar og skýrar. ·         Mæta skal á réttum tíma á réttum stað. ·         Sýna skal flokkstjórum kurteisi sem og öllum öðrum. ·         Einelti er ekki liðið. ·         Reykingar eru stranglega bannaðar. ·         Símar eru ekki bannaðir en ætlast er til að notkun sé í hófi. Fatnaður Nemendur Vinnuskóla skulu leggja sér til allan vinnufatnað en Vinnuskólinn leggur til Öryggisvesti á ALLA og aðrar persónuhlífar þar sem við á. Öllum er ráðlagt að merkja fatnað,skó og stígvél. Engin ábyrgð er tekin á fötum eða öðrum hlutum sem nemendur taka með sér á vinnustað. Brot á starfsreglum Vinnuskólans getur þýtt brottvísun að undangenginni áminningu. Símar Vinnuskólans Áhaldahús: 4522607                                   Árni Geir: 8614267 Netfang Vinnuskólans er ahaldahus@skagastrond.is   

Mynd vikunnar

Jeppaferð. Á sumardaginn fyrsta - í apríl - 1995 var veður einstaklega gott og fallegt. Þá fór nokkur hópur fólks á fjórhjóladrifnum bílum í hópferð um Skagaheiðina. Farið var upp frá Steinnýjarstöðum og ekið norður að Aravatni en síðan, sem leið liggur, suður alla heiðina á hjarni og komið niður í Norðurárdal hjá bænum Þverá. Stoppað var nokkrum ínnum á leiðinni til að njóta veðurblíðunnar og að renna fyrir silung gegnum ís. Á þessari mynd eru þeir Baldvin Hjaltason til vinstri og Hafsteinn Pálsson til hægri að gera færin sín klár til að renna í Hraunvatni. Senda upplýsingar um myndina

Ársreikningur sveitarsjóðs og stofnana 2016

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar 22. maí 2017 var ársreikningur sveitarfélagsins tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.  Í ársreikningi kemur fram að rekstrartekjur samstæðunnar voru 559,0 m.kr. en voru 576,6 m.kr. árið 2015 og hafa lækkað um 3,1% milli ára. Rekstrarniðurstaða var jákvæð á árinu um 22,7 m.kr. í samanburði við 33,5 m.kr. jákvæða afkomu árið 2015. Rekstrargjöld samstæðu námu 551,3 m.kr. en voru 561,1 m.kr. 2015. Tap var af rekstri A hluta fyrir afskriftir, fjármunatekjur og fjármagnsgjöld að fjárhæð 1,8 m.kr. en rekstrarniðurstaðan jákvæð um 6,5 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar reyndist 26,7 m.kr. betri en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir en rekstrarafkoma ársins var jákvæð um 22,7 m.kr. Heildareign sveitarfélagsins námu í árslok  kr. 1.706 og eigið fé var um 1.247 m.kr. Langtímaskuldir sveitarfélagsins námu 259,2 m.kr. og tilheyra þær eingöngu félagslegum íbúðum. Veltufjárhlutfall samstæðunnar nam 14,59 en var 13,06 í árslok 2015. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi var veltufé frá rekstri samstæðunnar 81,7 m.kr. og handbært fé frá rekstri nam 80,5 m.kr. Engin ný lán voru tekin á árinu. Handbært fé samstæðunnar nam 539,9 m.kr. í árslok auk 124,5 m.kr. skammtímaverðbréfaeignar en handbært fé var 490,7 m. kr. í árslok 2015 og þá nam skammtímaverðbréfaeign 142,4 m.kr. Ársreikninginn í heild má sjá á heimasíðunni undir http://www.skagastrond.is/arsreikningar.asp

Þrifahönd á Skagaströnd

  Ágætu Skagstrendingar! Nú vorar sem óðast og senn líður að sumri. Það er því kominn tími til að taka til hendinni og þrífa eftir veturinn.   Laugardaginn 27. maí er skorað á íbúa að taka sig til og hreinsa bæði hjá sér og í sínu nánasta umhverfi.   Endurvinnslustöðin verður opin kl 13.00 -17.00 og ekkert gjald tekið fyrir þann úrgang sem berst þennan dag.   Sveitarstjóri

Ályktun um sjúkraflutninga í A-Hún

  Á fundi sveitarstjórnar 22. maí sl. var tekin til umfjöllunar sú staða sem komin er upp í sjúkraflutningum á svæðinu.  Svohljóðandi ályktun var samþykkt samhljóða: Sveitarstjórn Skagastrandar lýsir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í sjúkraflutningsmálum í héraðinu og skorar á Velferðarraðuneytið og Fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamning við hlutastarfandi sjúkraflutningamenn í samræmi við þá skuldbindingu og ábyrgð sem í starfinu felst.

Sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Skagaströnd

 Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir starfsmanni til sumarafleysinga fyrir verkstjóra áhaldahúss en einnig eftir flokksstjórum til starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og reynsla af sambærilegum störfum kostur.   Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins.   Skráning í vinnuskóla fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að vinnuskólinn hefji störf í byrjun júní.   Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.   Sveitarstjóri

Lausar kennarastöður við Höfðaskóla

Við Höfðaskóla eru lausar kennarastöður fyrir næsta skólaár. Um getur verið að ræða almenna kennslu sem og kennslu verk-og listgreina. Nánari upplýsingar um störfin veitir skólastjóri, Vera Ósk Valgarðsdóttir, í síma 452 2800. Skólastjóri