Bókasafnið lokað 01.07.2015

Ágætu bókaunnendur, Bókasafn Skagastrandar verður lokað miðvikudaginn 01.07.2015 vegna tæknilegra örðugleika Sjáumst í næstu viku Bókavörður

35 ár frá því Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands

Þann 29. júní verða liðin 35 ár frá því Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna til að verða þjóðkjörin forseti, og 100 ár frá því konur hér á landi fengu kosningarétt. Skógræktarfélögin og sveitarfélög um land allt, með stuðningi Skógræktarfélag Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga, ásamt Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins, Yrkjusjóði og Landgræðslusjóði munu því standa saman að gróðursetningu laugardaginn 27. júní. Fyrirhugað er að gróðursetja þrjár trjáplöntur á hverjum stað og verður um að ræða stæðileg birki af yrkinu Embla, um 1,5-2,0 m á hæð. Á Skagaströnd fer gróðursetningin fram laugardaginn 27.júní kl. 11:00 sunnan við Spákonuhof.

Íbúafundur um atvinnumál í A-Hún

Opinn íbúafundur í Austur Húnavatnssýslu Haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi Boðað er til opins fundar fyrir íbúa í Austur-Húnavatnssýslu í Félagsheimilinu á Blönduósi til að ræða atvinnumál í sýslunni og kynna Greinargerð um atvinnuuppbyggingu í Austur - Húnavatnssýslu. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 29. júní kl. 17:30. Dagskrá: „Atvinnuuppbygging í Austur – Húnavatnssýslu.“ Greinargerð verkefnisstjórnar A –Hún. – Arnar Þór Sævarsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar Staða byggðaþróunar í Austur-Húnavatnssýslu – Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnunar Álver á Hafursstöðum – Ingvar Skúlason frá Klöppum Umræður og tillögur Skýrslan er aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna. (hér)

Þau giftu sig á Skagaströnd!

Elizabeth Layton og Sidney Blevins voru gefin saman af séra Bryndísi Valbjarnardóttur úti á Spákonufellshöfða hér á Skagaströnd föstudaginn 19. júní sl. Þau komu í nokkurra daga heimsókn frá Bandaríkjunum með 2ja ára soninn Strummer til að kynna honum land og þjóð og til að gifta sig. Liz og Sid eins og þau eru kölluð eru fyrrum Nes listamenn og voru bæði hér í febrúar 2012 en Liz kom síðan aftur í maí sama ár. Þeim er staðurinn hjartfólginn og segja að hann sé þeirra uppáhalds. Stundin var ljúf, veðurguðirnir sáttir og Höfðinn og Spákonufellið voru fallegur bakgrunnur athafnarinnar. Svo er spurning hvort það fari nokkuð að vaxa hrísgrjón á Höfðanum!”

Hreinni Skagaströnd - átak

Hreinni Skagaströnd Í samvinnu við Sveitarfélagið Skagaströnd mun Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra standa fyrir hreinsunarátaki í júlí, þar sem markmiðið verður að fjarlægja af lóðum járnarusl, bílhræ og annað drasl sem getur talist lýti á umhverfinu. Óskað er eftir að íbúar og fyrirtæki taki þátt í átakinu með því að hirða um það sem kann að vera nýtilegt og raði því snyrtilega upp, en komi öðru til förgunar. Hægt er að óska eftir aðstoð áhaldahúss við hreinsunarstarfið. Í byrjun júlí mun Heilbrigðiseftirlitið ef þurfa þykir, líma viðvörunarorð á þá lausamuni og númerslausu bifreiðar sem enn eru til lýta og þeir fjarlægðir í framhaldinu. Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar fimmtudaginn 25. júní 2015 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins. Dagskrá: Rekstur fyrstu 4 mánuði Jafnréttisáætlun Framkvæmdir 2015 Samningur um slátt á opnum svæðum Bréf: Tónlistarskólans á Akureyri, 11. júní 2015 Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, 9. júní 2015 Eignarhaldsfélags BÍ, 4. júní 2015 Varasjóðs húsnæðismála, 21. maí 2015 Sjónvarpsfélags Skagastrandar 15. júní 2015 Fundargerðir: Fræðslunefndar, 11.06.2015 Héraðsfundar, 3.06.2015 Skólanefndar FNV, 9.06.2015 Stjórnar Róta bs, 28.05.2015 Stjórnar Róta bs, 8.06.2015 Stjórnar Norðurár bs, 15.04.2015 Stjórnar Norðurár bs. 22.04.2015 Stjórnar Norðurár bs. 27.04.2015. Stjórnar Norðurár bs. 29.04.2015 Stjórnar Norðurár bs. 7.05.2015 Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 17.04.2015 Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 27.04.2015 Stjórnar SSNV, 13.05.2015 Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29.05.2015 Önnur mál Sveitarstjóri

Barokkhátíðin á Hólum að hefjast

Sjöunda Barokkhátíðin á Hólum að hefjast Halla Steinunn Stefánsdóttir barokkfiðluleikari leiðir Barokksveit Hólastiftis Á Barokkhátíðinni á Hólum dagana 25.-28. júní leiðir Halla Steinunn Stefánsdóttir barokk­fiðluleikari Barokksveit Hólastiftis. Jón Þorsteinsson kennir söng og Ingibjörg Björnsdóttir barokkdans. Fjallað verður um viola d‘Amore, tónskáldið Dieterich Buxtehude og lækningar á miðöldum, haldnir tvennir hádegistónleikar, kvartett ungra gítarleikara kemur fram og hápunkturinn er hátíðartónleikar Barokksveitar Hólastiftis í Hóladómkirkju kl. 14 á sunnu­dag. Aðgangur að öllum viðburðum hátíðarinnar er ókeypis en tekið er við frjálsum fram­lögum til stuðnings hátíðinni. Dans- og hljómsveitaræfingar hefjast eftir hádegi fimmtudaginn 25. júní ásamt söng­námskeiði en upphafsatriði Barokkhátíðarinnar á Hólum 2015 verður kl. 17 þegar hinn norsk-íslenski Björgvin gítarkvartett heldur tónleika í Hóladómkirkju. Kvartettinn skipa þeir Öystein Magnús Gjerde, Thomas Schoofs Melheim, Morten Andre Larsen og Dag Håheim. Þeir eru allir á þrítugsaldri og hafa stundað nám við Grieg-akademíuna í Ósló. Þeir leika einleiksverk og kvartetta eftir Telemann, Bach, Soler, Haussmann og Vivaldi. Klukkan átta um kvöldið flytja þeir Eyþór Ingi Jónsson og Pétur Halldórsson erindi um líf og verk dansk-þýska barokktónskáldsins Dieterichs Buxtehude í Auðunarstofu. Á eftir verður kvöld­ganga í Gvendarskál ef veður leyfir. Föstudaginn 26. júní kl. 12.15 leikur Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari ásamt Judy Þor­bergs­son Tobin orgelleikara á hádegistónleikum í Hóladómkirkju. Þær flytja barokkverk fyrir selló eftir Duport og Magito en einnig gullfallega óþekkt sellósónötu eftir Antonio Vivaldi. Klukkan sautján verður mjög forvitnilegur fyrirlestur í Auðunarstofu þar sem Þórarinn Arnar Ólafsson læknir fjallar um heilsufar og lækningar á miðöldum. Um kvöldið koma þátttakendur saman á veitingastaðnum Undir Byrðunni þar sem barinn verður opinn og tækifæri fyrir fólk að troða upp með tónlistaratriði eða aðra skemmtun. Hádegistónleikar laugardagsins hefjast einnig klukkan 12.15 og þar er á ferðinni Duo Borealis, skipað víóluleikurunum Önnu Hugadóttur og Annegret Mayer-Lindenberg. Þær flytja sjaldheyrða dúetta fyrir tvær víólur eftir Michel Corrette, Pietro Nardini og Jean-Marie LeClair. Annegret er jafnframt fiðlusmiður og klukkan sautján á laugardag fjallar hún um hið merka hljóðfæri viola d‘Amore sem er af fjölskyldu strengjahljóðfæra eins og fiðlan og víólan og var mikið notað á barokktímanum. Um kvöldið er hátíðarkvöldverður í sal Hólaskóla þar sem verður stiginn barokkdans , leikið á hljóðfæri og jafnvel sungið. Sunnudaginn 28. júní lýkur Barokkhátíðinni á Hólum með hátíðarmessu í Hóladómkirkju kl. 11 og hátíðartónleikum Barokksveitar Hólastiftis kl. 14. Sr. Solveig Lára Guðmunds­dóttir, vígslubiskup á Hólum, prédikar og Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup þjónar fyrir altari. Þátttakendur á Barokkhátíðinni á Hólum sjá um tónlistarflutning og organisti verður Eyþór Ingi Jónsson. Á hátíðartónleikunum leiðir Halla Steinunn Stefáns­dóttir hljómsveitina sem flytur vel valdar barokkperlur sem sveitin hefur æft meðan á hátíðinni stóð. Barokkhátíðin á Hólum er nú haldin í sjöunda sinn. Nánari upplýsingar veitir Pétur Halldórsson í síma 663-1842 eða á netfangið barokksmidjan@holar.is

Opna Fiskmarkaðsmótið 2015

Opna Fiskmarkaðsmótið í golfi, sem jafnframt er minningarmót um Karl Berndsen, var haldið á Háagerðisvelli á Skagaströnd, laugardaginn 20. júní sl. Mótið er einnig fyrsti hluti svokallaðar Norðvesturþrennu golfklúbbanna á Skagaströnd, Blönduósi og Sauðárkróki. Alls tóku 26 keppendur þátt í mótinu. Leiknar voru 18 holur. Úrslit urðu sem hér segir: Kvennaflokkur – höggleikur án forgjafar Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 90 högg Guðrún Ásgerður Jónsdóttir GÓS 94 högg Ragnheiður Matthíasdóttir GSS 95 högg Karlaflokkur – höggleikur án forgjafar Arnar Geir Hjartarson GSS 76 högg Elvar Ingi Hjartarson GSS 83 högg Halldór Halldórsson GSS 83 högg Blandaður flokkur - Punktakeppni með forgjöf Hafþór Smári Gylfason GSK 36 punktar Halldór Halldórsson GSS 33 punktar Arnar Geir Hjartarson GSS 33 punktar

Vatnslaust í Mýrinni og Hólanesi

Vegna bilunar í vatnsveitu verður lokað fyrir kalt vatn á svæðinu sunnan Fellsbrauta og þeim hluta af Hólanesi sem er sunnan Hólanesvegar. Bilun er í Túnbraut og verður gatan lokuð eða seinfarin á meðan á viðgerð stendur. Vonast er til að viðgerð verði lokið um hádegisbil. Sveitarstjóri

Atvinnuráðgjafi

Vinnumálastofnun Atvinnuráðgjafi á Norðurlandi vestra Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða atvinnuráðgjafa fyrir þjónustuskrifstofu sína á Norðurlandi vestra sem staðsett er á Skagaströnd Atvinnuráðgjafi veitir ráðgjöf, aðstoðar einstaklinga í atvinnuleit og atvinnurekendur í leit að starfsfólki. Atvinnuráðgjafi annast ýmis samskipti við hagsmunaaðila á svæðinu. Helsta markmið starfsins er að vinna gegn atvinnuleysi á Norðurlandi vestra Viðkomandi starfsmaður þarf að vera tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og búa yfir ríkri samskipta og skipulagshæfni. Honum ber að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar sem eru: Fyrirmyndarþjónusta;Virðing; Áreiðanleiki. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra. Helstu verkefni: • Vinnumiðlun og almenn ráðgjöf • Móttaka umsókna og gagna • Skráningar og upplýsingamiðlun • Kynningar, starfsleitarfundir og námskeið • Koma á og viðhalda tengslum við fyrirtæki • Koma á og viðhalda tengslum við ólíka samstarfs og hagsmunaaðila Menntunar- og hæfnikröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Reynsla af ráðgjöf og vinnumiðlun • Samskipta- og skipulagshæfni • Þekking af atvinnulífi svæðisins er æskileg Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2015. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Sækja skal um starfið á Starfatorgi: www.starfatorg.is/serfraedistorf/nr/19606. Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir: Jensína Lýðsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra í síma 515 4800 eða með fyrirspurn netfangið jensina.lydsdottir@vmst.is .