Hvítir kastalar

Þótt fremur snjólétt hafi verið að undanförnu hafa þó komið stöku skaflar og einnig hlaðist upp ruðningar með götum. Í einum slíkum skafli á horni Sólarvegar og Bogabrautar hefur hópur barna komið sér upp snjókastala. Bæði stór og smá leika þau sér saman og gefa sér vart tíma til að koma heim til að fá sér eitthvað í svanginn. Sum hafa reyndar dregið björg í bú og komið með drykki, kex, snakk og lummur svo eitthvað sé nefnt. Yndislegt líf í hvítum köstulum. Myndir: Signý Richter

Skemmtileg frétt

Filuren leikhúsið í Musikhuset í Aarhus hefur frumsýnt barnaleikritið Valhal 22 stuen t.v. Þar er í einu aðalhlutverkinu Skagstrendingurinn Laufey Sunna Guðlaugsdóttir. Leikritið er skemmtileg blanda af norrænu og grísku goðafræðinni auk nútímans með sitt einelti og kynþáttahatur. Þess má einnig geta að Laufey Sunna situr í borgastjórn Aarhusborgar fyrir hönd ungs fólks.

Auglýst eftir umsóknum í menningarstyrki

Menningarráð Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki á sviði menningarmála vegna ársins 2008 (fyrri úthlutun). Menningarráð Norðurlands vestra hefur ákveðið að hafa tvær úthlutanir á árinu 2008, með umsóknarfrestum til og með 15. mars og 15. september. Umsækjendum er bent á að kynna sér nánar úthlutunarreglur 2008, menningarsamninginn og stefnumótun í menningarmálum á www.ssnv.is undir liðnum Menningarráð. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Norðurlandi vestra. Skilyrði er að viðkomandi sýni fram á mótframlag. Menningarráð Norðurlands vestra hefur ákveðið að árið 2008 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: · Nýsköpun á sviði lista, menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu. · Efling atvinnustarfsemi, þekkingar og fræðslu á sviði menningar og lista. · Þátttaka eldri borgara í listsköpun og menningarviðburðum. · Skapandi starf fyrir börn og unglinga. · Aukin þátttaka ungra listamanna frá Norðurlandi vestra í menningarstarfi. · Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað. Umsóknir skulu vera á eyðublöðum Menningarráðs Norðurlands vestra sem hægt er að nálgast á heimasíðunni www.ssnv.is undir liðnum Menningarráð. Með umsókninni skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun) og upplýsingar um aðstandendur. Umsóknir skulu sendar Menningarfulltrúa Norðurlands vestra, Bjarmanesi, 545 Skagaströnd, eigi síðar en 15. mars 2008. Þær má senda rafrænt á netfangið menning@ssnv.is. Séu þær sendar í pósti skulu þær póststimplaðar eigi síðar en síðasta umsóknardag. Nánari upplýsingar veitir Ingibergur Guðmundsson menningarfulltrúi Norðurlands vestra, símar 452 2901 / 892 3080, netfang menning@ssnv.is. Menningarráð Norðurlands vestra.

Húnvetnskar konur fá styrki frá félagsmálaráðuneytinu

Spákonuhof á Skagaströnd fékk hæsta styrkinn Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur úthlutað styrkjum til atvinnumála kvenna að fjárhæð 15.790.000 krónur. Styrkjunum er ætlað að styðja við bakið á konum sem hafa áhuga á að hasla sér völl sem sjálfstæðir atvinnurekendur og eru með áhugaverða viðskiptahugmynd. Að þessu sinni var um að ræða aukaúthlutun styrkja til atvinnumála kvenna fyrir árið 2007 vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar og því mestu úthlutað til kvenna á landsbyggðinni. Alls bárust 115 umsóknir en 28 verkefnum er úthlutað styrk, allt frá 200.000 til 1.500.000 króna. Hæstu styrkina fá verkefnin Spákonuhof á Skagaströnd og búningaleiga á Akureyri. Athygli vekur að húnvetnskar konur eru afar áberandi í úthlutun og eru með sex styrki af 28 eða rúmlega fimmtung af öllum úthlutuðum styrkjum. Er það virkilegt gleðiefni og ber vott um áræðni, framsýni og kraft viðkomandi kvenna. Eftirfarandi húnvetnsk verkefni fengu úthlutun: Stofa Höllu og Eyvindar Viðskiptahugmynd Elínar Rósu Bjarnadóttur er að setja upp gestastofu Fjalla- Eyvindar og Höllu á Blönduósi. Í Eyvindarstofu sem verður í stíl Eyvindarhellis er fyrirhugað að segja sögu útilegumannsins og konu hans í þeim tilgangi að laða að ferðamenn og efla ferðaþjónustu á svæðinu. Hrafnaþing - sýning um íslenska hrafninn Viðskiptahugmynd Sigríðar Lárusdóttur sem rekur ferðaþjónustuna Gauksmýri ehf. er að koma upp sýningu um íslenska hrafninn fyrir ferðamenn. Tilgangurinn er að auka afþreyingu á staðnum og styrkja þann rekstur sem fyrir er. Úr hreiðri í sæng Viðskiptahugmynd Helgu Ingimarsdóttur á Höfnum á Skaga er að fullvinna dún í æðardúnsængur fyrir innlendan og erlendan markað. Rjúpnarækt ehf. Viðskiptahugmynd Regínu Ólínu Þórarinsdóttur gengur út á það að rækta rjúpur fyrir jólamarkaðinn. Verkefnið er á frumstigi og verður unnið að því í byrjun að rannsaka möguleika á rjúpnarækt. Vöruþróun og markaðssetning Saumastofu á Skagaströnd Hjá Saumastofunni Íris á Skagaströnd er fyrirhugað að auka starfsemi fyrirtækisins með því að endurhanna framleiðslulínu og fara í markaðsátak. Saumastofan hefur haft öruggan markað innan heilbrigðisgeirans og telur ónýtt tækifæri þar sem ætlunin er að sækja. Spákonuarfur Viðskiptahugmynd Dagnýjar Marínar Sigmarsdóttur og samstarfskvenna er að stofna Spákonuhof á Skagaströnd. Áætlað er að þar verði boðið upp á ýmis konar spádóma fyrir ferðamenn ásamt rannsóknum á spádómum og sýningu um landnámskonuna Þórdísi spákonu. Listinn til styrktar atvinnumálum kvenna má skoða hér: http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/acrobat-skjol/Styrkir_og_lysing.pdfHúnvetnskar konur fá styrki frá félagsmálaráðuneytinu Spákonuhof á Skagaströnd fékk hæsta styrkinn Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur úthlutað styrkjum til atvinnumála kvenna að fjárhæð 15.790.000 krónur. Styrkjunum er ætlað að styðja við bakið á konum sem hafa áhuga á að hasla sér völl sem sjálfstæðir atvinnurekendur og eru með áhugaverða viðskiptahugmynd. Að þessu sinni var um að ræða aukaúthlutun styrkja til atvinnumála kvenna fyrir árið 2007 vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar og því mestu úthlutað til kvenna á landsbyggðinni. Alls bárust 115 umsóknir en 28 verkefnum er úthlutað styrk, allt frá 200.000 til 1.500.000 króna. Hæstu styrkina fá verkefnin Spákonuhof á Skagaströnd og búningaleiga á Akureyri. Athygli vekur að húnvetnskar konur eru afar áberandi í úthlutun og eru með sex styrki af 28 eða rúmlega fimmtung af öllum úthlutuðum styrkjum. Er það virkilegt gleðiefni og ber vott um áræðni, framsýni og kraft viðkomandi kvenna. Eftirfarandi húnvetnsk verkefni fengu úthlutun: Stofa Höllu og Eyvindar Viðskiptahugmynd Elínar Rósu Bjarnadóttur er að setja upp gestastofu Fjalla- Eyvindar og Höllu á Blönduósi. Í Eyvindarstofu sem verður í stíl Eyvindarhellis er fyrirhugað að segja sögu útilegumannsins og konu hans í þeim tilgangi að laða að ferðamenn og efla ferðaþjónustu á svæðinu. Hrafnaþing - sýning um íslenska hrafninn Viðskiptahugmynd Sigríðar Lárusdóttur sem rekur ferðaþjónustuna Gauksmýri ehf. er að koma upp sýningu um íslenska hrafninn fyrir ferðamenn. Tilgangurinn er að auka afþreyingu á staðnum og styrkja þann rekstur sem fyrir er. Úr hreiðri í sæng Viðskiptahugmynd Helgu Ingimarsdóttur á Höfnum á Skaga er að fullvinna dún í æðardúnsængur fyrir innlendan og erlendan markað. Rjúpnarækt ehf. Viðskiptahugmynd Regínu Ólínu Þórarinsdóttur gengur út á það að rækta rjúpur fyrir jólamarkaðinn. Verkefnið er á frumstigi og verður unnið að því í byrjun að rannsaka möguleika á rjúpnarækt. Vöruþróun og markaðssetning Saumastofu á Skagaströnd Hjá Saumastofunni Íris á Skagaströnd er fyrirhugað að auka starfsemi fyrirtækisins með því að endurhanna framleiðslulínu og fara í markaðsátak. Saumastofan hefur haft öruggan markað innan heilbrigðisgeirans og telur ónýtt tækifæri þar sem ætlunin er að sækja. Spákonuarfur Viðskiptahugmynd Dagnýjar Marínar Sigmarsdóttur og samstarfskvenna er að stofna Spákonuhof á Skagaströnd. Áætlað er að þar verði boðið upp á ýmis konar spádóma fyrir ferðamenn ásamt rannsóknum á spádómum og sýningu um landnámskonuna Þórdísi spákonu. Listinn til styrktar atvinnumálum kvenna má skoða hér: http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/acrobat-skjol/Styrkir_og_lysing.pdf Heimild: www.huni.is

Næsti fundur hreppsnefndar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 13. febrúar 2008 á skrifstofu hreppsins kl 800. Dagskrá: Tillögur til NV-nefndar Bréf: a) SSNV, dags. 10. janúar 2008. b) Ritstjóra Feykis, dags. 25. janúar 2008. c) Framkvæmdastjóra SSNV, dags. 28. janúar 2008. d) Kjalar, stéttarfélags, dags. 14. janúar 2008. e) Ungmennafélags Íslands, dags. 15. janúar 2008. f) Menntamálaráðuneytis, dags. 23. janúar 2008. g) Norðurlandsskóga, dags. 23. janúar 2008. h) Smábátafélagsins Skalla, dags. 18. janúar 2008. i) Landsskrifstofu Staðardagskrár 21, dags. 18. janúar 2008. j) Óbyggðanefndar, dags. 2. janúar 2008. Fundargerðir a) Skipulags- og byggingarnefndar, 11.02.2008 b) Stjórnar Félagsþjónustu A-Hún, 20.12.2008. c) Menningarráðs Nl. vestra, 24.01.2008. d) Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 29.01.2008. e) Samráðshóps um verkefni héraðsnefndar, 29.10.2008. f) Samráðshóps um verkefni héraðsnefndar, 29.11.2008. g) Héraðsnefndar A-Hún, 3.10.2008. h) Héraðsnefndar A-Hún, 20.12.2008. i) Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 18.01.2008. j) Stjórnar SSNV, 8.01.2008. Önnur mál Sveitarstjóri

BioPol ehf. á Skagaströnd og Selasetur Íslands á Hvammstanga skrifa undir samstarfssamning

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Selaseturs Íslands og BioPol ehf Sjávarlíftækniseturs á Skagaströnd um rannsóknir á sviði sjávarlíffræði, og sjávarlíftækni með sérstakri áherslu m.t.t. líffræði og lifnaðarhátta sela. Selasetur Íslands og BioPol Sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd hafa ákveðið að leggja saman krafta sína hvað varðar rannsóknir er snúa að líffræði og lifnaðarháttum sela. Samstarfssamningur því til staðfestingar var undirritaður fimmtudaginn 7. febrúar. Meginmarkmið samningsins er að efla með rannsóknasamstarfi, þekkingu á sviði sjávarlíftækni og sjávarlíffræði með sérstakri áherslu á líffræði og lifnaðarhætti sela við strendur Íslands. Sérstaklega er í því ljósi horft til rannsókna á strandsvæðum við Húnaflóa. Að undanförnu hafa BioPol ehf og Selasetur á Hvammstanga unnið að því að kanna möguleika fyrirtækjanna til samstarfs á sviði rannsókna. Markmið fyrirtækjanna er að skilgreina og fjármagna sameiginlega ný rannsóknaverkefni er snúa að líffræði og lifnaðarháttum sela. Í þessu sambandi verður horft til rannsóknasjóða bæði innanlands og erlendis. BioPol ehf. var stofnað í júlí 2007 og er markmiðið að stunda rannsóknir á lífríki sjávar, m.a. í Húnaflóa, rannsóknum í líftækni, nýsköpun og markaðssetningu á afurðum líftækni úr sjávarlífverum og fræðsla á þessum sviðum. Selasetur Íslands var stofnað árið 2005 og hefur að markmiðið að draga saman og varðveita vitneskju um seli og önnur sjávarspendýr, veita fræðslu um seli og nánasta umhverfi hans og standa fyrir margvíslegum rannsóknum og fræðastarfi. Samstarfssamningurinn var undirritaður í Selasetrinu á Hvammstanga þann 7. febrúar síðastliðinn. Samninginn undirrituðu fyrir hönd Selaseturs, Pétur Jónsson framkvæmdastjóri, en fyrir BioPol ehf. Halldór G. Ólafsson framkvæmdastjóri. Frekari upplýsingar gefa: Halldór Ólafsson framkvæmdstjóri BioPol ehf S. 452-2977, 896-7977 Pétur Jónsson Framkvæmdastjóri Selaseturs S: 451-2345, 898-5233