Kæru Skagstrendingar

Ég mun láta af störfum fyrir Sveitarfélagið Skagaströnd um næstu mánaðarmót, ég þakka fyrir góð viðkynni og gott samstarf á síðustu þremur árum og óska ykkur velfarnaðar í framtíðinni. Ingvar Gýgjar Sigurðarson

ZUMBA - ZUMBA

6 vikna ZUMBA námskeið að hefjast á Skagaströnd 8. september í félagsheimilinu Fellsborg ef næg þátttaka næst Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl:19:00-20:00 Verð fyrir námskeiðið er 15.000 kr Kennari: Linda Björk Ævarsdóttir alþjóðlegur Zumba kennari. KOMDU MEÐ OKKUR ! DANSAÐU ÞIG Í FORM Zumba er sérlega skemmtileg hreyfing sem hentar öllum aldri en þar er blandað saman dansi og fitness við sjóðheita suður-ameríska tónlist. Kenndir eru dansar eins og salsa, merengue, reggateon, cumbia og bollywood ,bhangra og fleira . Hver tími er sannkallað partý sem bætir bæði andlega og líkamlega líðan. ZUMBA er það vinsælasta í dag - Hörkubrennsla Dansaðu þig í form með einföldum sporum, skemmtilegri tónlist og góðum félagsskap. Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna og að sjálfsögðu bæði kynin. Greiðsla námskeiðsgjalda skal lokið fyrir 5.sept 2014 Skráning á lindabj@simnet.is eða í síma: 4522945 fyrir 2.sept 2014 Dönsum af gleði og krafti á nýju ZUMBAHAUSTI !

Gangnaseðill í Spákonufellsborg

Fyrri haustgöngur fara fram föstudaginn 5. september 2014. Seinni haustgöngur fara fram föstudaginn 12.september 2014. Eftirleitir verða 19.september 2014. Gangnaforingi er Jón Heiðar Jónsson Réttarstjóri í fjárrétt Hrönn Árnadóttir Réttarstjóri í hrossarétt er Rúnar Jósepsson Farið fram Hrafndal og fram í Ármót, vestur Brandaskarð með hreppagirðingu að norðan. Spákonufellsborg að sunnanverðu að Hrafná að Fellsrétt. Undanskilin er skógræktargirðing. Í borgina leggi eftirtaldir til menn: Fyrri göngur Seinni göngur Jón Heiðar Jónsson 1 1 Hallgrímur Hjaltason 3 2 Magnús Guðmannsson 1 1 Guðjón Ingimarsson 1 Jóhann Ásgeirsson 1 1 Vignir Sveinsson 1 1 Rúnar og Hrönn 2 1 Árni Halldór 1 1 Í eftirleit fara fjórir menn. Þær annast Jón Heiðar Jónsson. Með vísan til 20. greinar fjallskilareglugerðar „Hafi búfjáreigandi engan hæfan mann til fjallskila og getur eigi útvegað hann, skal hann tilkynna hreppsnefnd eða fjallskilastjóra það skriflega fjórum dögum áður en fjallskilin eiga að vinnast, en þessir aðilar útvega mann eða annað sem vantar, svo sem hesta eða fæði, og borgar þá búfjáreigandi allan kostnað, sem af fjallskilum leiðir, án tillits til mats á þeim“ Að öðru leyti en hér greinir fer um skyldur og réttindi manna eftir fjallskilasamþykkt fyrir Austur-Húnavatnssýslu. Fjallskilanefnd Skagabyggðar, Skagabúð 21.ágúst 2014

Ráðstefna um listir og auðlindir strandmenningar

Ráðstefna um auðlindir standmenningar verður í Fellsborg Skagaströnd laugardaginn 16. ágúst 2014 kl 9.00 – 16.00. Dagskrá ráðstefnunnar sem nefnist Rusl - RASK er: 09:15 Opnun ráðstefnunnar Adolf H. Berndsen, oddviti Skagastrandar 09:30 “Fram með ruslið,” RASK verkefnið kynnt Heidi Rognskog and Mona Eckhoff, listamenn og verkefnisstjórar 09:15 Menningarverkefni í litlu samfélagi Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri Skagaströnd 09:45 Nes listamiðstöð Hrafnhildur Sigurðardóttir, listamaður og stjórnarmaður í Nes listamiðstöð 0:15 Sjálfbærni í vanþakklátum heimi Mark Swilling, prófessor við Stellenbosch háskóla 11:00 Kaffihlé 11:15 Staðblær í samfélögum og sjálfboðastarf Laila Skaret, menningarfulltrúi í sveitarfélaginu Smøla 11:35 Innri og ytri landakort Hilde Rognskog, listamaður 12:00 Hádegisverður 12: 45 “Stórar frásagnir vaxa upp á litlum stöðum” Olav Juul fyrrv. bæjarstjóri í sveitarfélaginu Læsø 13:15 Draumalandið Andi Snær Magnason, rithöfundur og aðgerðarsinni 14:30 Upplifun af samfélögum – ímynd og áhrif Selma Dôgg Sigurjónsdóttir – Nýsköpunarmiðstöð Íslands 15:15 Samantekt og lok ráðstefnu Ráðstefnan er öllum opin og þeir sem hafa áhuga á nýjum hugmyndum, skapandi hugsun og listrænni nálgun ættu ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara.

Sýningar / Exhibitions - Skagaströnd

Verkefninu "Fram með ruslið" sem unnið er á Skagaströnd, lýkur með sýningu í Sundlaug Skagastrandar sem opnar kl 17.00 föstudaginn 15. ágúst og ráðstefnu um listir og hið ónýtta efni sem verður haldin í félagsheimilinu Fellsborg 16. ágúst kl 9.00 – 16.00. Minnt er á að ráðstefnan er öllum opin og fólk hvatt til að fylgjast með umræðum og kynningum sem þar verða. Vegna þeirrar grósku sem er í listum og listsýningum núna í ágústmánuði hefur verið gerð sýningarskrá yfir það sem hægt er að sjá og upplifa í þeim efnum á Skagaströnd: Sundlaug Skagastrandar / Swimming Pool Fram með ruslið / Bring Out the Thrash Listamenn frá Íslandi, Danmörku og Noregi Artists from Iceland, Denmark and Norway Hólanessvæði / Hólanes Area Goð og gróður / Gods and Flora Myndverk úr járni eftir Erlend Finnboga Magnússon Sculptures by Erlendur Finnbogi Magnússon Hafnarhúsið / Harbour area Samruni / Fusion Ljósmyndasýning Vigdísar H. Viggósdóttur Photos by Vigdís H. Viggósdóttir Café Bjarmanes Icelandic Wilderness / Náttúra Íslands Ljósmyndasýning James Kennedy Photos by James Kennedy Café Bjarmanes & Árnes A Place within a Space / Staður og stund Innsetning: Andreas Jari Juhani Toriseva Installation by Andreas Jari Juhani Toriseva Hólanessvæði / Hólanes Area Skagaströnd í nýju ljósi / Skagaströnd 2010 Myndir frá ljósmyndasamkeppni árið 2010 Photos from Skagaströnd 2010 SamkaupÚrval / Grocery Store Síldin kom og síldin fór / The Herring Era Ljósmyndir Guðmundar Guðnasonar af síldarvinnslu á Skagaströnd um 1960 Photos by Guðmundur Guðnason from 1960 Hafnarsvæði / Harbour Area Sjómenn / Fishermen Tvær veggmyndir Guido Van Helten Two Murals by Guido Van Helten Hólanessvæði / Hólanes Area Laupur / Raven‘s Nest Skúlptúr eftir Erlend Finnboga Magnússon Sculpture by Erlendur Finnbogi Magnússon Nes listamiðstöð / Nes Artist Residency Opið hús / Open House Opið hús föstudaginn 15. ágúst, kl. 15:30-17:00 og laugardaginn 16. ágúst, kl. 16 (japönsk teathöfn) Open House, Friday, 15:30-17:00, and Saturday,

Tónlistarhátíðin Gæran

verður haldin fimmta árið í röð í húsakynnum Loðskinns á Sauðárkróki, dagana 14. - 16. ágúst 2014. Eftir skort á rafmagni í morgun og frameftir degi er nú brostið á mikið stuð á Sauðárkróki. Rafmagnsguðirnir brostuð við okkur og við erum þess vegna hætt við að hætta við sólóistakvöldið. Tónlistarhátíðin Gæran 2014 hefst því með miklum látum á slaginu 21:00 í kvöld á skemmtistaðnum Mælifelli. Húsið opnar kl. 20:00 og það kostar 1.000kr inn. Kynnir kvöldsins verður sjónvarpskonan Hilda Jana Gísladóttir. Það eru rúmlega 100 hæfileikaríkir tónlistarmenn sem skipa þau 24 tónlistaratriði sem koma fram á hátíðinni. Þar á meðal eru heitustu nöfn dagsins í dag ásamt stærstu nöfnum morgundagsins. Sauðárkrókur iðar af lífi þegar Tónlistarhátíðin Gæran stendur yfir og er þetta upplifun sem engin má missa af! Dagskrá hátíðarinnar: Fimmtudagur: Fúsi Ben & Vordísin Val-kirja Joe Dubius Bergmál Hlynur Ben Föstudagur: 20:00 Una Stef 20:30 Sjálfsprottin Spévísi 21:00 Klassart 21:30 Johnny and the rest 22:00 Boogie Trouble 22:30 The Bangoura Band 23:00 Myrká 23:30 Himbrim 24:00 Úlfur Úlfur Laugardagur: 20:00 Sunny Side Road 20:30 Kiriyama family 21:00 Skúli Mennski 21:30 Beebee and the bluebirds 22:00 Kvika 22:30 Rúnar Þóris 23:00 Nykur 23:30 Reykjavíkurdætur 00:00 Dimma 00:30 Mafama Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikarnir hefjast klukkustund síðar. Við minnum á að það er 18 ára aldurstakmark á hátíðina en yngri tónlistarunnendur eru velkomnir í fylgd með foreldri/forráðamanni, 12 ára og yngri fá frítt inn. Miðasala er hafin á midi.is og í Gestastofu Sútarans á Sauðárkróki og kostar einungis 6.500kr inn á hátíðina. Hægt er að kaupa sig inn á stakt kvöld (fös&lau) á staðnum á 4.000kr. Bestu kveðjur frá Sauðárkróki! Laufey Kristín s. 823 8087 Sigurlaug Vordís s. 618 7601

Ný heimasíða hjá Höfðaskóla !!

Þetta er linkurinn inn á nýju heimasíðuna og þar eru uppl. um skólasetningu og uppfærðir innkaupalistar. http://hofdaskoli.wix.com/hofdaskoli

Skólasetning Höfðaskóla

verður í kirkjunni 22.ágúst n.k. kl. 10.00. Nemendur fara svo með sínum umsjónakennara í heimastofu og fá þar stundaskrá o.fl. Skóli hefst skv. stundaskrá mánudaginn 25.ágúst og Frístund sömuleiðis. Innkaupalista getið þið nálgast á nýrri heimasíðu Höfðaskóla: http://hofdaskoli.wix.com/hofdaskoli Kveðja Skólastjóri

ATVINNA Í BOÐI!

Við Höfðaskóla er laus 50% staða við Frístund. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 12:00 – 16:00. Umsækjendur þurfa að hafa gaman af að vinna með börnum, vera þolinmóðir, ákveðnir og sjálfstæðir í starfi. Umsóknir berist á skrifstofu skólastjóra eða á netfangið hofdaskoli@skagastrond.is fyrir miðvikudaginn 20. ágúst 2014. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, í síma 452 2800 eða gsm 8624950. Skólastjóri

Opið bréf til nýju sveitarstjórnarinnar á Skagaströnd

Ágæta nýkjörna sveitarstjórn. Í upphafi kjörtímabils þykir mér rétt að skrifa ykkur opið bréf þar sem ég greini frá nokkrum þáttum sem ég tel að betur megi fara í samfélagi okkar þar sem ykkur hefur nú verið treyst til forystu næstu 4 árin. Í þessu bréfi mun ég eingöngu fjalla um málefni sem ég kalla umhverfismál en aðrir og þá afmarkaðri málaflokkar bíða næstu skrifa. Margt er hér gott í þessum málaflokki og á undanförnum árum hefur ýmislegt verið vel gert bæði af einstaklingum og sveitarstjórn og mörg svæði og götur tekið miklum stakkaskiftum og sumar þeirra eru til fyrirmyndar en þó leynast víða brotin og ómáluð tréverk umhverfis lóðir. Án efa nægði að benda fólki á að gera hér bragarbót og líklegt að flestir tækju því vel. Íbúar á Skagaströnd vilja án efa hafa snyrtilegt í kringum sig en stundum lokast augun fyrir því augljósa. Sveitarfélagið á einnig þakkir skyldar fyrir hversu vel er hugsað um slátt og tiltekt á opnum svæðum í kauptúninu sem eru mörg. Ef ég væri í ykkar sporum og nýkjörinn í sveitarstjórn myndi ég byrja á því að .... Fasteignir og umhverfi þeirra. Fara í bíltúr um þorpið og t.d. hefja ferðina á veginum upp á Höfðann bak við gamla frystihúsið og líta þar á útlit 2ja hæða fasteignar sem áður var notuð sem salthús og beitningaskúr. Þaðan myndi ég svo aka Bankastrætið og horfa þar á húsin númer 2 og 3 og 14 og spyrja mig hvort það sé ekki eitthvað að í stjórnsýslu sem ekki nær að hafa áhrif á að hér séu úrbætur gerðar, hvað þá þegar liðin eru 35 ár frá byggingu sumra fasteignanna án þess að frá þeim sé gengið eins og vera ber. Síðan liggur beint við að halda niður Skagaveginn og staldra augnablik við framan við Grafarholt og halda síðan áfram og gefa sérstaklega gaum að norðurenda braggans sem fyrst er komið að og bera saman við útlit Skátabraggans sem er til fyrirmyndar. Síðan væri upplagt að fara niður á Strandgötu og beygja til vinstri fram hjá fyrrum pakkhúsi Siggabúðar og líta á þakið á því húsi sem stingur mikið í stúf við annars þokkalega útlítandi fasteign. Svo myndi ég beygja inn á Mánabrautina og líta á umgengnina í kringum sum iðnaðarhúsin sem þar standa og spyrja sjálfan mig af hverju er t.d. ekki komið almennilegt port í kringum atvinnustarfsemi trésmíðaverkstæðisins. Þegar hér væri komið sögu væri upplagt að aka upp að hesthúsahverfinu. Um tvær leiðir virðist einkum vera að ræða, þ.e. að aka göngu- og reiðveginn hjá Snorrabergjunum og hundsa alveg umferðamerkin sem sýna að það er óheimilt að aka þarna vélknúnum ökutækjum. Sumum virðist nefnilega leyfast árum saman að aka hér hvenær sem þeim dettur í hug og ekkert hafið þið nýja fólkið í sveitarstjórninn gert í því að bæta hér úr þrátt fyrir að athygli ykkar hafi verið vakin á málinu. Þar sem við erum flest löghlýðið fólk sleppi ég þessari leið en fer þjóðveginn upp að hesthúsunum. Þar staldra ég við í smástund bara til að sjá hversu vel umhverfi og útlit hesthúss formanns hestamannafélagsins sker sig frá útliti og umhverfi annarra húsa í hverfinu sem seint verða talin til fyrirmyndar. Ég enda svo för mína að þessu sinni á Fjörubraut og Vallarbraut þar sem rétt væri að velta fyrir sér hvort ekki væri skynsamlegt að fá alla eigendur iðnaðarhúsanna á þessu svæði til skrafs og ráðgerða um það hvort þeir væru ekki til í sameiginlegt átak til að bæta útlit þessa hverfis og jafnvel bjóða þeim að gerð yrði tillaga og teikningar varðandi úrbætur t.d. skjólveggi eða annað þess háttar. Ég sleppi alveg að minnast á öll húsin sem sveitarfélagið á en þau eru í mjög misjöfnu ásigkomulagi. Mér virðist nefnilega að sveitarfélagið hafi á undanförnum árum verið að vinna markvisst og myndarlega í viðhaldi þeirra en íbúðirnar eru margar og því tekur þetta sinn tíma. En sem nýr sveitarstjórnarmaður myndi ég samt skoða útlit þeirra og athuga hvort það sé ekki örugglega á framkvæmdaáætlun að halda áfram viðhaldsframkvæmdum því sumar eignirnar kalla nokkuð stíft á aðgerðir. Ef þið í sveitarstjórninni færuð svo saman í skoðunarferð um þorpið með opin augu þá eru fleiri eignir og umhverfi þeirra sem þarfnast aðgerða og væri liður i því að gera byggðina meira aðlaðandi. Ég er bara að reyna að koma ykkur á stað með fyrrgreindum ábendingum. Til er reglugerð sveitarstjórnar frá 28. febrúar 2011 og einnig sérstök verklýsing á þvingunarúrræðum frá árinu 2012 gagnvart þeim fasteignaeigendum sem ekki hirða um að hafa hús sín og umhverfi í almennilegu standi og því skortir ekki verkfærin til aðgerða. Einhver bréf hafa líklega verið skrifuð en ef þeim er ekki fylgt eftir af sveitarstjórn þá er betra að láta slík skrif órituð. Bílflökin í þorpinu. Sama reglugerð, frá 28. febrúar 2011, tekur á aðgerðum vegna ónýtra bíla, bílflaka og á ýmiskonar drasli sem finna má sums staðar í þorpinu og liggur árum saman óhreyft. Ekki verður séð að mikill vilji hafi verið til að láta reglugerðina koma til framkvæmda því ella væru allir frestir eigenda löngu liðnir og búið að fjarlægja viðkomandi hluti á kostnað þeirra. Hér er samt ekki um mörg dæmi að ræða. Hvers vegna þarf þetta að vera svona? Af hverju er ekkert gert? Væri ekki rétt að skoða málið strax og kannski nægir bara að tala við suma þeirra sem hér eiga hlut að máli. Að lokum. Báðir listarnir sem buðu hér fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum lögðu áherslu á umhverfismál. Þess vegna ættu fulltrúar þeirra að sýna nú þegar hvað í þeim býr. Ég er að vona að strax verði tekið til höndum varðandi þau atriði sem ég geri að umtalsefni í þessu opna bréfi. Það á ekki að bíða næsta árs heldur hefjast handa strax og fylgja ákvörðunum eftir því annars tekur við nýtt ár án aðgerða og svo annað og svo eitt í viðbót eins og sumar umræddar ábendingar bera glöggt vitni um. Í fullri hreinskilni, ágæta sveitarstjórnarfólk, þá finnst mér líklegt að lítið verði aðhafst og áfram verði sami hægagangurinn á þessu sviði – en – aldrei þessu vant - vona ég innilega að ég hafi rangt fyrir mér. Góð kveðja og ósk um gæfurík störf í þágu Skagastrandar. Lárus Ægir.