Séra Bryndís Valbjarnardóttir skipuð sóknarprestur á Skagaströnd

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Bryndísi Valbjarnardóttur í embætti sóknarprests í Skagastrandarprestakalli í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Bryndís hefur starfað sem afleysingaprestur á Skagaströnd frá því 1. september 2013. Hún tekur formlega við embætti 1. ágúst nk. Hún útskrifaðist úr guðfræðideild 2001 og vígðist til prest 2010. Í Skagastrandarprestakalli eru sex sóknir. Þær eru: Hofssókn, Höfðasókn, Höskuldsstaðasókn, Holtastaðasókn, Bólstaðarhliðarsókn og Bergsstaðasókn.

Sumaropnun Ljósmyndasafns Skagastrandar

Sumaropnun bókasafns Halldórs Bjarnasonar og ljósmyndasafns Skagastrandar. Í sumar verður bókasafni og ljósmyndasafnið opið alla virka morgna frá 8:00 – 12:00 á efstu hæðinni í gamla kaupfélagshúsinu. Allir velkomnir. Lokað verður frá 15. júlí til 1. september. Ólafur Bernódusson

Kosningaúrslit á Skagaströnd

Í sveitarstjórnarkosningum 31. maí sl. voru tvö framboð til sveitarstjórnar. Ð-listi, Við öll og H-listi, Skagastrandarlistinn. Kosningaúrslit á fóru þannig: Ð-listi fékk 110 atkvæði og tvo menn kjörna; Steindór R. Haraldsson og Ingu Rós Sævarsdóttur H-listi fékk 204 atkvæði og þrjá menn kjörna: Adolf H. Berndsen, Halldór G. Ólafsson og Róbert Kristjánsson Kjörsókn á Skagaströnd var 91,85%