Lokun vatnsveitu

  Vegna tenginga í vatnsveitu verður vatnslaust í útbæ vestan Lækjarbakka frá kl 14 í dag þriðjudag og fram eftir degi. Vatnsveiturstjóri

Elínborgardagurinn

menningar- og hátíðardagskrá í Fellsborg miðvikudaginn 9. nóvember 2016 kl. 18:00 Skv. hefð er Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Í Höfðaskóla er dagurinn einnig helgaður minningu Elínborgar Jónsdóttur fyrrverandi kennara við skólann. Af þessu tilefni mun Höfðaskóli standa fyrir menningar- og hátíðardagskrá í Fellsborg miðvikudaginn 9. nóvember n.k. Eins og undanfarin ár mun nemendafélagið Rán, með dyggri aðstoð foreldra, bjóða upp á kökuhlaðborð að lokinni dagskrá. Frítt er á dagskrána en aðgangur að kökuhlaðborði er:  1000 kr. fyrir eldri en grunnskólanemendur  500 kr. fyrir grunnskólanemendur  frítt fyrir þriðja barn frá heimili  frítt fyrir leikskólanemendur Vonumst til að sjá sem flesta í hátíðarskapi. Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla.

Mynd vikunnar

Hér bregða þeir á leik, vinirnir Sigurður Bjarnason og Lárus Ægir Guðmundsson. Báðir hafa þeir átt bú sitt og ból á Skagaströnd, eru miklir Skagstrendingar og félagar og verið samstíga um margt. Lárus Ægir fyllir sjötíu árin í dag, 4. nóvember og eru honum færðar innilegar afmæliskveðjur á þeim tímamótum. Þessa mynd af þeim félögum tók Þórður Jónsson 1963, fyrir utan gamla útibúið sem stóð nokkurn veginn þar sem gangbrautin er yfir Oddagötu milli skólalóðar og Olís skálans. Útibúið var vernslunarútibú Kaupfélags Skagstrendinga (KAST).

* Minningarhátíð - Tónleikar *

Fyrirhugaðir eru tónleikar í tilefni af að eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingu  Jónasar Tryggvasonar. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur lög eftir Jónas og frumflutt verða tvö ný lög við ljóð Jónasar. Þá mun  Ingi Heiðmar  Jónsson flytja minningabrot úr æfi Jónasar. Einnig mun Valgarður Hilmarsson fara yfir sögu Tónlistarskóla A-Hún og tónlistarfólk sem hóf nám við skólann og hafa helgað sig tónlist að meira eða minna leyti, svo og núverandi nemendur skólans flytja tónlist ásamt kennurum skólans. Hátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands- vestra. Tónleikarnir verða í Blönduóskirkju kl 15oo laugardaginn 12 nóv. næstkomandi að lokinni dagskrá þar verður boðið upp á kaffi og meiri  tónlist í boði Tónlistarskólans í Félagsheimilinu á Blönduósi.   Fyrir hönd Tónlistarskólans og undirbúningsnefndar.  Skarphéðinn H Einarsson.