Mynd vikunnar

Þessi mynd, þar sem allir eru í sparifötunum sínum, var tekin í 10 ára afmæli Fjólu Jónsdóttur í Asparlundi, 10. nóvember árið 1957. í Aftari röð eru frá vinstri: Pálfríður Benjamínsdóttir í Skálholti, Ingibjörg Kristinsdóttir úr Héðinshöfða og Helga Guðmundsdóttir Hólabraut 25. Í fremri röð eru frá vinstri: Magnús B. Jónsson úr Asparlundi, bróðir Fjólu, afmælisbarnið sjálft, Fjóla Jónsdóttir, sem situr með bróður þeirra, Gunnar Jónsson. Þá kemur Guðbjörg Þorbjörnsdóttir í Akurgerði og lengst til hægri er Sóley Benjamínsdóttir systir Pálfríðar í efri röðinni. Senda upplýsingar um myndina

Mynd vikunnar

Húni Hu 1 á síldveiðum Myndin var tekin um borð í Húna Hu 1 sumarið 1964 þegar hann var á síldveiðum. Á myndinni er verið að þurrka upp úr nótinni til að hægt sé að háfa síldina um borð. Karlarnir þurftu að draga netið/nótina inn á höndum til að mynda poka á móti korkateininum sem sést hanga strekktur í bómunni að framan. Síðan var háfnum sökkt í síldarkösina og hann hífður fullur um borð og þar hleypt úr honum. Karlarnir á myndinni eru óþekktir nema Gunnlaugur Árnason (d.14.9.2016)stýrimaður sem er fremstur og næstur honum er Herbert Ólafsson (d. 25.4.2007). Myndina tók Páll J. Pálsson frá Bakka en hann var háseti á Húna á þessum tíma. Senda upplýsingar um myndina