Mynd vikunnar

Heimilisfólk að Höfðahólum. Fólkið á myndinni var heimilisfólk að Höfðahólum á Skagaströnd. Mynd af bænum er fyrir miðju en hann stóð þar sem í dag er tjaldsvæðið á Skagaströnd. Guðríður Rafnsdóttir og Ásgeir Klemensson voru hjónin á bænum en Sigríður, Ólafur og Axel voru þeirra börn. Árni Sigurðsson var sonur Guðríðar, hálfbróðir systkininna og elstur þeirra. Myndin er í eigu Muna- og Minjasafns Skagastrandar.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi auglýsir

Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi miðvikudaginn 15. mars næstkomandi. Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.