Ágætu Skagstrendingar

Við höfum stofnað hóp á facebook sem heitir Fegrum bæinn okkar. Markmið hópsins er að huga að gróðri og umhverfi á fyrirfram ákveðnum svæðum í bænum. Þeir sem hafa áhuga á að leggja hönd á plóg endilega gangið til liðs við hópinn. Þeir sem ekki eru á facebook en vilja taka þátt er velkomið að setja sig í samband við einhverja okkar. Vinnum saman að því að gera Skagaströnd með snyrtilegri stöðum á landinu og breytum um leið hugarfari allra til umhverfisins. Kveðja, Birna gsm: 896-6105 Björk gsm: 862-6997 Dísa gsm: 895-5472

Framboð Ð-listans til sveitarstjórnar.

Í síðustu kosningum til sveitarstjórnar kom fram nýtt framboð sem hafði einkunnarorðin og heitið, Við öll. Markmið þess framboðs voru að ná algeru gagnsæi í stjórnsýslunni, efla siðferðið og auka þátttöku íbúa í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Þau markmið eru enn markmið framboðsins enda eiga þau aldrei að detta úr tísku og er enn mikilvægara í dag að þau náist en nokkru sinni áður. Við öll erum ábyrg fyrir samfélaginu okkar og framtíð þess. Framboðslisti Ð-listans er skipaður eftirtöldum einstaklingum: 1. Guðmundur Egill Erlendsson, lögfræðingur. 2. Kristín Björk Leifsdóttir, viðskiptafræðingur. 3. Inga Rós Sævarsdóttir, fulltrúi. 4. Þorgerður Þóra Hlynsdóttir, tómstunda og félagsmálafræðingur 5. Guðlaug Grétarsdóttir, leikskólakennari. 6. Þröstur Líndal, bóndi. 7. Kristín Birna Guðmundsdóttir, fulltrúi. 8. Eygló Gunnarsdóttir, fulltrúi. 9. Súsanna Þórhallsdóttir, húsmóðir. 10. Hallbjörn Björnsson, rafvirkjameistari.

Mynd vikunnar

Orkudagar 2000 Orkudagar voru haldnir í Fellsborg haustið 2000. Þar voru kynntar ýmsar vörur og lausnir í sambandi við orku og orkunotkun. Eitt af fyrirtækjunum sem sýndi vörur sínar á orkudögum var vefnaðarfyrirtækið Árblik á Skagaströnd, sem var rekið í gamla frystihúsi Hólaness við Einbúastíg frá 1999 - 2007. Þeir sýndu meðal annars værðarvoðir sínar og þar var þessi vísa. Ekki er vitað hver er höfundurinn en gaman væri ef hann gæfi sig fram við Ljósmyndasafnið. Senda upplýsingar um myndina

Lausar kennarastöður fyrir næsta skólaár

Við Höfðaskóla eru lausar kennarastöður fyrir næsta skólaár. Um getur verið að ræða almenna kennslu sem og kennslu verk-og listgreina. Nánari upplýsingar um störfin veitir skólastjóri, Vera Ósk Valgarðsdóttir, í síma 452 2800 , hofdaskoli@hofdaskoli.is Skólastjóri

Lífið er núna! ATH Breyting á sýningartíma

  Leiklistardeild Höfðaskóla kynnir gamaleikritið   Lífið er núna!    Sýningar í Fellsborg miðvikudaginn 9. maí kl. 20:00     og föstudaginn 11. maí kl. 20:00