Opnun ljósmyndasýningar í íþróttahúsi

Ljósmyndasýning Arnars Ólafs Viggóssonar og Jóns Hilmarssonar verður opnuð í íþróttahúsinu á Skagaströnd í dag föstudaginn 1. júní og verður einnig opin á morgun laugardaginn 2. júní. Sýningin er hluti af dagskrá hátíðar sjómannadagsins og er opin kl 13-18 báða dagana.

Sjómannadagur

Golfkennsla

Golfkennsla Blönduós og Skagaströnd. Árni Jónsson, golfkennari verður með golfkennslu dagana 7. – 11. júní nk. Boðið verður upp á barna- og unglingahópa, byrjendur og lengra komna. Kennslan þessa 5 daga kostar 3000 krónur fyrir börn og unglinga. Einnig verður fullorðinskennsla, byrjendur og lengra komnir. Golfklúbbarnir hafa ákveðið að bjóða fullorðnum nýliðum í tvær kennslustundir og hvetjum við alla sem hafa áhuga að nýta sér þetta tækifæri. Skráning á Blönduósi er hjá Jóhönnu á netfangið jgjon@mi.is og á Skagaströnd hjá Dagnýju dagny@marska.is eða Guðrúnu Pálsd.pannug@simnet.isí síðasta lagi þann 1. júní næstkomandi. Nánari tímasetningar verða sendar út þegar skráningu lýkur. Golfklúbburinn Ós og Golfklúbbur Skagastrandar