Afmæli saumastofunnar

Afmæli Saumastofan Íris er orðin 10 ára. Í tilefni af þeim tímamótum verðum við með opið hús í kjallara Gamla Kaupfélagsins mánudaginn 7. desember kl. 17- 19. Það verður heitt á könnunni og boðið upp á kakó og smákökur. Vonumst eftir að sjá sem flesta. Fjóla og Didda Frestað til miðvikudags vegna veðurs

Mynd vikunnar

Guðbjörg Gylfadóttir Íslandsmeistari. Guðbjörg Gylfadóttir fær hamingjuóskir frá Magnúsi B. Jónssyni sveitarstjóra á Skagaströnd eftir að hún hafði sett nýtt Íslandsmet í kúluvarpi kvenna. Íslandsmetið, sem var kast upp á 16.33 metra, setti hún 17. maí 1992. Metið stendur enn og er að verða eitt af elstu Íslandsmetunum. Myndin var tekin í júní 1992 á hótel Dagsbrún þar sem haldið var upp á afrek þessarar glæsilegu íþróttakonu með litlu kaffiboði. Í baksýn sér í Guðbjörgu Viggósdóttur en myndina tók Ólafur Bernódusson.

Jólabókakvöld í Bjarmanesi

Jólabókakvöld í Bjarmanesi miðvikudaginn 2. des., kl. 20 Heimamenn lesa úr eftirtöldum bókum: Dagný Rósa Úlfarsdóttir Hersetan á Norðurlandi vestra Sigríður Stefánsdóttir Hundadagar Valtýr Sigurðsson Syndarinn Lárus Ægir Guðmundsson Kvenfélagið Eining 1927-2013 Guðmundur Egill Erlendsson Útkall Hugrún Sif Hallgrímsdóttir Dimma Hjörtur Guðmundsson Utangarðs? Vera Ósk Valgarðsdóttir Hvítir veggir og Öskraðu gat á myrkrið Aðgangur ókeypis. Allir hjartanlega velkomnir. Bjarmanes verður með kakó, kaffi og smákökur til sölu.