Jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún. 2015

Hinir árlegu jólatónleikar skólans verða sem hér segir: Á Skagaströnd í Hólaneskirkju þriðjudaginn 15.des. kl. 17 Á Húnavöllum miðvikudaginn 16.des. kl. 1530 Á Blönduósi í Blönduósskirkju fimmtudaginn 17.des. kl . 17 Allir velkomnir. Kennsla hefst á nýju ári þriðjudaginn 5.jan. samkvæmt stundaskrá. Skólastjóri

Mynd vikunnar

Göngum við í kringum.... Litlu jól í skólanum eru alltaf tilhlökkunarefni nemenda og starfsfólks. Þann dag mæta nemendur og kennarar í betri fötunum í skólann og eiga saman skemmtilega og notalega stund fyrir jólafríið. Þessi mynd var tekin á litlu jólunum í Höfðaskóla 1983. Íþróttahúsið var ekki komið svo þá var gengið syngjandi kringum jólatré á sal í þá nýrri viðbyggingu við skólann. Frá hægri: Elísabet Hallbjörnsdóttir, Jóney Gylfadóttir, óþekkt, Guðmundur Haukur Sigurðsson kennari, óþekktur, Guðmundur Oddsson, Jóhann Ásgeirsson, Jón Indriðason, óþekktur, Magnús B. Jónsson kennari, Ingvi Sveinn Eðvarðsson, Kristjana Jónsdóttir, óþekkt, Sigríður Ásgeirsdóttir, Guðmunda Ólafsdóttir, óþekktar stúlkur en lengst til vinstri er Þorbjörg Eðvarðsdóttir.

Hreinsun frá sorpílátum

Sorphirða DESEMBER Sun Mán Þri Mið Fim Fös Lau 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 Næsti sorphirðudagur er fimmtudaginn 10. desember og eru íbúar beðnir að huga að aðgengi að sorpílátum við hús sín og hreinsa frá þeim þar sem þarf. Sorptunnur verða ekki losaðar ef þær eru á kafi í snjó eða þannig settar að sorphirðufólk eigi ekki greiðan aðgang að þeim. Sveitarstjóri

Íþróttahús lokar kl.17:00 í dag

Íþróttahúsið lokar kl. 17:00 í dag 07.12.2015 þar sem veðurspá er mjög slæm.

Bókasafn Skagastrandar

Bókasafn Skagastrandar verður lokað í dag, 07.12.2015, þar sem veðurspá er mjög slæm. Bókavörður

Viðvörun frá Almannavörnum

Veðurstofan hefur sent frá sér meðfylgjandi viðvörun. Fundur var haldinn á Veðurstofunni í dag kl. 12:00. Í stuttu máli sagt mun þetta veður hafa áhrif um allt land með miklum truflunum á samgöngum, innanlandsflug mun stöðvast á meðan veður gengur yfir, millilandaflug seinni partinn á morgun og annað kvöld mun raskast eða stöðvast og vegasamgöngur á stórum hluta landsins mun stöðvast. Ferill komandi lægðar og fallandi þrýstingur sem henni fylgir gæti aukið líkur á sjávarflóðum, þetta fer eftir því hvernig hún mun hitta á landið. Spáð er ofsaviðri eða fárviðri víðast hvar á landinu með tilheyrandi hættu. Ofsaviðri eða fárviðir getur valdið tjóni á mannvirkjum. (Ofsaviðri = meðalvindhraði meiri en 28 m/sek, Fárviðri = meðalvindhraði meiri en 32 m/sek) Miklar líkur eru á að óveðrið muni valda truflunum á rafmagnsdreyfingu. Fundað verður aftur með Veðurstofunni kl. 14:00 í dag og kl. 20:00 í kvöld. Á fundinum í kvöld verða m.a. fulltrúar frá Vegagerðinni, ISAVIA, Landhelgisgæslunni og Landsneti. Við munum halda ykkur upplýstum eins og hægt er og senda ykkur frekari upplýsingar eftir fundina eins og þurfa þykir. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mun upplýsa fjölmiðla og aðra aðila eftir hefðbundnum leiðum. Lögreglustjórar eru hvattir til að upplýsa samstarfsaðila í sínum umdæmum sem fyrst og huga að tímanlegri virkjun aðgerðarstjórna sinna. Samhæfingarstöðin verður virkjuð á morgun en nánari tímasetning er ekki enn ákveðin. Einnig er í skoðun að lýsa yfir hættustigi rauður fyrir allt landið vegna veðursins.

Ljósin á jólatrénu og afmæli saumastofu

Breytingar vegna veðurútlits. Veðurhorfur á mánudag 7. desember eru nú allt aðrar og verri en leit út fyrir í síðustu viku. Af þessum sökum færast viðburðir til og tvennt sem vera átti á mánudag er frestað fram á miðvikudaginn 9. desember: Ljósin á jólatrénu verða kveikt miðvikudaginn 9. desember kl 16.30 Saumastofan Íris býður í kaffi miðvikudaginn 9. desember kl 15.00 – 17.30

Snjómokstur um helgina

 Þar sem reiknað er með að óveður gangi yfir Norðurland í kvöld og á morgun skal bent á að ekki er gert ráð fyrir snjómokstri fyrr en veður er gengið niður. Þó verður athugað með mokstur kl 9.00 á laugardagsmorgni samkvæmt áætlun Vegagerðar um Fellsbraut, Oddagötur og Strandgötu ef veður hamlar ekki. Sveitarstjóri

Viðvörun frá Almannavörnum

Svohljóðandi tilkynning hefur borist frá Almannavörnum: Bakvakt almannavarnadeildar vill vekja athygli ykkar á slæmri veðurspá í kvöld og á morgun, sjá meðfylgjandi viðvörun Veðurstofunnar. Búast má við að færð spillist og að snjóflóðahætta aukist, þá sérstaklega á Norðurlandi á morgun. „Annars staðar á landinu bætir einnig í vind síðdegis og undir kvöld verður víða orðið norðaustan hvassviðri eða stormur (15-23 m/s) með skafrenningi og síðar snjókomu þegar úrkomubakkinn færir sig norður yfir landið. Suðvesturland (þ.m.t. höfuðborgarsvæðið) sleppur best við veðrið, en þar verður samt orðið allhvasst undir kvöld með skafrenningi og dálítilli ofankomu um tíma. Nú er nýsnævi víða um land og getur snjósöfnun í skafrenningi verið mjög hröð í gil og fjallsbrúnir sem snúa undan vindi. Við þessar aðstæður getur snjóflóðahætta skapast á skömmum tíma. Athygli er einnig vakin á því að á morgun, laugardag, er útlit fyrir norðan storm með stórhríð á norðanverðu landinu, en sunnanlands verða stöku él og skafrenningur. Í nótt og á morgun má búast við að snjóflóðahætta aukist á Vestfjörðum og Norðurlandi. Að lokum er útlit fyrir að lægi mikið á sunnudag og létti til, fyrst um landið vestanvert. Þá má búast við talsverðu frosti.“ Með kveðju / Best regards Eggert Magnússon Lögreglufulltrúi – Verkefnastjóri Detective Chief Inspector - Project Manager Ríkislögreglustjórinn The National Commissioner Of The Icelandic Police Almannavarnadeild Department of Civil Protection and Emergency Management Phone: (+354) 444 2500 Mobile: (+354) 861 7683 Fax: (+354) 562 2665 Heimasíða www.almannavarnir.is Facebook.com/Almannavarnir

Ljósin á jólatrénu

Nú lítur út fyrir að veður verði orðið sæmilegt mánudaginn 7. desember og þá munum við kveikja ljós á jólatrénu okkar á Hnappstaðatúni kl. 17.00 Heyrst hefur að einhverjir jólasveinar séu sloppnir til byggða og muni líta við. Sveitarstjóri Frestað vegna veðurs