Skagastrandarhöfn - Endurbygging Ásgarðs

Við Ásgarðsbryggju hafa legið bátar af mismunandi stærðum í gegnum árin en ástand Ásgarðs í dag er ekki eins og best verður á kosið. Nauðsynlegt er að ráðast í endurbætur á hafnarmannvirkinu til þess að það geti áfram þjónað sínum tilgangi til framtíðar.

Dagrún HU 121 - Drottningin er 50 ára

Dagrún HU 121 rann úr slippi í gær en það var árið 1971 sem Dagrún var sjósett úr Bátasmiðju Guðmundar Lárussonar hérna á Skagaströnd og er því 50 ára um þessar mundir. Fyrstu fjögur árin hét báturinn Guðmundur Þór og var gerður út frá Skagaströnd.

ALÞINGISKOSNINGAR 25. SEPTEMBER 2021

AUGLÝSING UM KJÖRFUND

Skoðanakönnun um mögulegar sameiningarviðræður

Sveitarstjórnir Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandra hafa ákveðið að kanna hug íbúa til þess hvort hefja skuli sameiningarviðræður.

Mynd vikunnar

Áhöfn Arnars HU 1

Atvinna - Starfsmaður á rannsóknastofu BioPol

BioPol ehf. - Sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd óskar eftir að ráða starfsmann á rannsóknastofu félagsins. Umsækjanda er ætlað að sinna fjölbreyttum verkefnum á rannsóknastofu og í Vörusmiðju BioPol ásamt því að hafa umsjón með birgðahaldi, sjá um þrif á glervöru, fatnaði og húsnæði. Starfsstöð umsækjanda verður á Skagaströnd.

Framkvæmdir hefjast vegna skógræktarverkefnis Skógræktarinnar og One Tree Planted í hlíðum Spákonufells

Í samræmi við það sem tilkynnt var þann 17. maí sl. hefur Skógræktin undirritað samning við One Tree Planted um gróðursetningu 180.000 trjáplantna í hlíðum Spákonufells ofan þéttbýlisins á Skagaströnd. Verkefninu lýkur haustið 2024 og í kjölfarið vex upp skógur sem meðal annars nýtist íbúum Skagastrandar, nágrönnum þeirra og gestum til útivistar.