Skagstrendingar kátir með Músíktilraunir

Hljómsveitin Bróðir Svartúlfs sigraði í Músíktilraunum í ár. Í hljómsveitinni er góð blanda af Skagfirðingum og Húnvetningum þar sem bassaleikarinn Jón Atli er frá Skagaströnd, trymbillinn Andri frá Blönduósi, hljómborðsleikarinn Helgi Sæmundur, gítarleikarinn Sigfús og síðast en ekki síst söngvarinn og textahöfundurinn Arnar Freyr eru frá Sauðárkróki. Segja má að Bróðri Svartúlfs hafi komið séð og sigrað í mörgum skilningi því Arnar Freyr var einnig útnefndur textahöfundur Músiktilrauna fyrir hnittna og vel samda íslenska texta og Jón Atli var valinn bassaleikari Músíktilrauna. Hlutdeild Skagastrandar var góð í úrslitum Músiktilrauna í ár því auk þessa var Almar Freyr Fannarsson valinn efnilegasti söngvarinn. Hljómsveit frá Norðurlandi hefur ekki unnið Músiktilraunir síðan hljómsveitin Jójó frá Skagaströnd náði þeim árangri 1988. Til gamans má geta þess að það var talsverð tenging við þá sem náðu árangri í ár því Viggó bassaleikari Jójó er bróðir Jóns Atla og Fannar sem lék á gítar í Jójó er faðir Almars Freys. Allir eru þeir afkomendur Viggós Brynjólfssonar sem m.a. hefur komið fram sem sérstakur harmonikkuleikari vinnuvélamanna við Kárahnjúkavirkjun ... Bræðurnir Jón Atli og Viggó Magnússynir hafa sem bassaleikarar báðir unnið Músíktilraunir, reyndar með 21 árs millibili en það er spurning hvort slíkt er ekki einsdæmi í sögu Músíktilrauna.

Miðar á tónleika Eivörar

Eivör Pálsdóttir syngur í Hólaneskirkju á Skagaströnd sunnudagskvöldið 5. apríl kl. 20:30. Enn er hægt að fá miða á tónleikana með því að hringja í síma 864 7444 og panta. Aðgangseyrir 1.000 kr. sem rennur óskiptur til kirkjunnar. Tónleikarnir eru í boði Minningarsjóðsins um hjónin frá Garði og Vindhæli

Metaðsókn í opið hús Nes listamðistöðvarinnar

Meira en 150 manns komu á listsýningar Nes listamiðstöðvar á Skagaströnd um síðustu helgi. Sjaldan áður hafa jafnmargir komið til að hitta listamennina og skoða verk þeirra. Það voru listamenn marsmánaðar sem opnuðu hús sín. Gestir komu víða að, fjölmargir frá Blönduósi og jafnvel Sauðárkróki. Meðfylgjandi myndir tók Signý Richter.

Auglýsing um störf

Störf flokksstjóra   Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir laus til umsóknar störf flokksstjóra í vinnuskóla sumarið 2009. Gert er ráð fyrir að flokksstjórar hefja störf í maí og vinni til seinni hluta ágústmánaðar. Við leitum að hressum, duglegum og samviskusömum einstaklingum sem hafa verkreynslu og áhuga á að starfa með unglingum í skemmtilegri útivinnu. Umsóknum skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en 17. apríl næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni og á www.skagastrond.is . Launakjör eru skv. kjarasamningi við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar.   Sveitarstjóri

Apríllistamenn Nes listamiðstsöðvar

Maður kemur í manns stað. Nú halda nokkrir listamenn Nes listamiðstöðvar á braut en aðrir bætast við. Edward F. Master frá Bandaríkjunum, edwardfmaster@gmail.com Nadege Druzkowski frá Frakklandi, nadege@ndart.fr Nicola Stead frá Bretlandi, nicolastead@cheerful.com Roshni Robert frá Bandaríkjunum, wovenfingers@gmail.com Kate Dambach frá Bandaríkjunum, kdambach@gmail.com Þórunn Sigr. Þorgrímsdóttir, visionis@internet.is Öll eru þau málarar nema Þórunn sem er rithöfundur. 

Afmælisganga Vinnumálastofnunar

Vinnumálastofnun Norðurlandi vestra fagnar því nú að 2 ár eru liðin frá því að Greiðslustofa tók til starfa á Skagaströnd. Í tilefni af afmælinu þann 1. apríl ætlum við starfsmenn Vinnumálastofnunar að skella okkur í hressandi göngutúr. Við ætlum að ganga frá Túnbrautinni klukkan 15:15, upp á Höfða og aftur til baka. Hressir bæjarbúar og gestir eru velkomnir í gönguna okkar, því fleiri því betra. Við leyfum okkur að vona að við getum boðið upp á þokkalegt gönguveður. Vinnumálastofnun Skagaströnd