Breyting á sorphirðu og opnunartímum gámastæðis

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur gert samning við Sorphreinsun VH um breytingu á tíðni sorphirðudaga og opnunartíma endurvinnslustöðvar. Frá 1. nóvember 2015 verða sorphirðudagar á þriggja vikna fresti samkvæmt neðanrituðu sorphirðudagatali og nýju dagatali sem verður gefið út í desember fyrir 2016. Jafnframt breytist tíðni losunar endurvinnslutunnu og verður sömu daga og almenna sorphirðan. Opnunartími gámastöðvar breytist þannig að eftir 1. nóv. verður gámastöðin opin á þriðjudögum kl 14-17 og á laugardögum kl 13-16. Opnunartími á fimmtudögum fellur niður. Sveitarstjóri OKTÓBER Sun Mán Þri Mið Fim Fös Lau 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 NÓVEMBER Sun Mán Þri Mið Fim Fös Lau 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 DESEMBER Sun Mán Þri Mið Fim Fös Lau 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

Mynd vikunnar

Skátar - ávallt reiðubúinn . Öflugt skátastarf var á Skagaströnd á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda. Meirihluti unglinga á Skagaströnd, á þessum árum, tók þátt í skátastarfinu sér til uppbyggingar og ánægju. Þessi mynd var tekinn af hópi skáta úr Sigurfara, sem var nafn skátafélagsins á Skagaströnd, að leggja af stað í gönguferð á Spákonufellsborg í vetrarfærð. Frá vinstri: Kristín Lúðvíksdóttir Steinholti, Birgir Júlíusson Höfðabergi, Kristinn Lúðvíksson Steinholti, Þórunn Bernódusdóttir Stórholti, Pálfríður Benjamínsdóttir Skálholti, Jóhann Björn Þórarinsson Höfðaborg, Hrafnhildur Jóhannsdóttir Blálandi og Hallbjörn Björnsson Jaðri. Í baksýn er hluti af útbænum með mörgum húsum sem eru horfin í dag. Myndina, sem sennilega var tekin einhverntíma á árunum 1965 - 1970, tók Þórður Jónsson sem lengi var félagsforingi Sigurfara.

Zumba námskeið

Zumba námskeið fyrir káta krakka hefst þriðjudaginn 20.október í Félagsmiðstöðinni Undirheimum á Skagaströnd

Aðalfundur foreldrafélags Höfðaskóla

Aðalfundur Aðalfundur foreldrafélags Höfðaskóla verður haldinn þriðjudaginn 20. október 2015 kl. 17:00 í íþróttahúsi. Dagskrá fundarins: * Skýrsla formanns * Reikningar lagðir fram * Kosning nýrrar stjórnar * Bekkjarfulltrúar * Bréf frá Skólafélaginu Rán * Önnur mál Stjórnin

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 14. október 2015 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins. Dagskrá: Fjáhagsáætlun 2016 Forsendur fjárhagsáætlunar Ákvörðun um álagningarreglur Starfsmat Viðaukar við samninga um sorphirðu og endurvinnslustöð Svar til EFS Fundur með þingmönnum Norðvesturkjördæmis Fundur með fjárlaganefnd Ársfundur SSNV, 16. október 2015 Kosning fulltrúa í Tómstunda- og menningarmálanefnd Bréf: Ámundakinnar, dags. 18. september 2015 Eignarhaldsfélag BÍ, dags. 6. október 2015 Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytis, dags. 2. september 2015 Sveitarstjóra til Atvinnuv. og nýsk. ráðun. dags. 18. september 2015 Fiskistofu, dags. 8. október 2015 Fundargerðir: Tómstunda- og menningarmálanefndar, 13.10.2015 Stjórnar Róta bs., 8.09.2015 Stjórnar Róta bs., 17.09.2015 Stjórnar Róta bs., 23.09.2015 Stjórnar Róta bs., 6.10.2015 Stjórnar SSNV, 8.09.2015 Stjórnar SSNV, 15.09.2015 Stjórnar SSNV, 30.09.2015 Stjórnar Hafnarsambands Íslands, 21.09.2015 Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 21.09.2015 Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 11.09.2015 Önnur mál Sveitarstjóri

Styrkir Norðurslóðaáætlunar

NPA: Umsóknarfrestur til 30. nóvember 2015 Norðurslóðaáætlunin (NPA) styrkir samstarfsverkefni a.m.k. þriggja aðildarlanda, löndin innan NPA eru Ísland, Grænland, Færeyjar, Noregur Svíþjóð, Finnland, Írland, Norður-Írland og Skotland. NPA óskar núna aðeins eftir styrkumsóknum sem falla undir áherslur 3 og 4: 3. Verkefni sem hlúa að og efla orkuöryggi samfélaga á norðurslóðum, hvetja til orkusparnaðar eða notkun endurnýjanlegra orkugjafa. 4. Verkefni sem vernda, þróa og koma á framfæri menningarlegri og náttúrlegri arfleið. Nánari upplýsingar um áherslur á þriðja umsóknarfresti er að finna hér http://www.interreg-npa.eu/fileadmin/Calls/Third_Call/Third_Call_Announcement.pdf Hámarksstærð verkefna er 2 milljónir evra og er styrkur háður a.m.k. 40% mótframlagi umsóknaraðila en styrkur til fyrirtækis er háður a.m.k. 50% mótframlagi. Mikilvægt er að verkefnin skili af sér afurð, vöru og/eða þjónustu sem eflir atvinnulíf, búsetu og/eða eykur öryggi íbúa á norðurslóðum. Á heimasíðu NPA www.interreg-npa.eu er að finna umsóknargögn og leiðbeiningar undir valtakanum ,,For Applicants“ ,, Third Calls“ Senda á umsóknina rafrænt eigi síðar en á miðnætti 30. nóvember n.k. á Kaupmannahafnartíma. A How to Apply Seminar verður haldið í Kaupmannahöfn 20. október n.k. Nánari upplýsingar og ráðgjöf má fá hjá tengiliði NPA á Íslandi sem er Sigríður Elín Þórðardóttir, Byggðastofnun sími 455 5400 og netfang sigridur@byggdastofnun.is Sigríður Elín Þórðardóttir Icelandic Regional Development Institute Ártorg 1, 550 Sauðárkrókur. Tel +3544555400, Fax +3544555499 E-mail: sigridur@byggdastofnun.is www.byggdastofnun.is

Mynd vikunnar

Við Blöndu. Veiðimenn við Blöndu áður en hún var virkjuð. Algengt var að menn keyptu sér saman eina stöng því áin þótti erfið. Hún var alltaf kolmórauð eins og kakósúpa og mest var veitt á spún af stærstu gerð þannig að oftar en ekki var laxinn húkkaður tilviljanakennt. Menn skiptust því á um að veiða en settust bara og fylgdust með félaganum meðan þeir voru ekki sjálfir að kasta fyrir laxinn og voru tilbúnir að stökkva af stað til að aðstoða við löndunina. Þá var líka algengt að áhugasamir gestir kæmu í heimsókn til að fylgjast með hvernig veiðin gengi. Á þessari mynd frá 1982 eru frá vinstri: Jóhann Björn (Baddi) Þórarinsson, Bernódus Ólafsson (d. 18.9.1996), Jósef Stefánsson (d. 9.12.2001) allir frá Skagaströnd og Lárus Jónsson Blönduósi (frá Bakka í Vatnsdal).

Laust starf á Skagaströnd

Starfsmann vantar við ræstingar á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd. Starfshlutflall er 12,5%, vinnutími getur verið samkomulag. Nánari upplýsingar gefur Ásdís Arinbjarnardóttir yfirhjúkrunarfræðingur í síma 4554100.

Vefmyndavélar á höfn eru óvirkar

Vefmyndavélar á höfn eru óvirkar um stund vegna endurnýjunnar.