15.08.2018
Innritun er hafin fyrir næsta skólaár Tónlistarskóla A-Hún. Umsóknum skal skila rafrænt á síðu tónlistarskólans http://www.tonhun.is undir flipanum umsóknir. Opið er fyrir umsóknir til 26. ágúst. Þeir sem gengu frá umsókn í vor þurfa ekki að sækja aftur um.
Nánari upplýsingar í síma 868-4925. Skólastjóri.
14.08.2018
Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að gerður hefur verið samningur við BioPol á Skagaströnd um vöktun í samræmi við samning um verndun hafrýmis Norður Atlantshafi. Þar segir:
Í sumar bættist ný strönd við kerfisbundna vöktun stranda á Íslandi samkvæmt aðferðafræði og leiðbeiningum frá OSPAR (samningur um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins). Starfsfólk Biopol hefur tekið að sér OSPAR vöktun á ströndinni Víkur á Skagaströnd fyrir Umhverfisstofnun og fór starfsmaður Umhverfisstofnunar, þann 12. júlí sl. og aðstoðaði þau við fyrstu vöktunina. Á ströndinni var mikið rusl sem kemur frá sjávarútvegi, eins og t.d. netakúlur, olíubrúsar og fiskikassar. Einnig fannst mikið af plastbrotum í ýmsum stærðum (sjá mynd). Ströndin verður vöktuð þrisvar sinnum á ári og verða niðurstöðurnar skráðar inn í gagnagrunn hjá OSPAR.
Víkur verður sjötta ströndin sem er vöktuð á Íslandi samkvæmt aðferðafræði OSPAR, en hinar eru: Surtsey, Bakkavík á Seltjarnanesi, Búðavík á Snæfellsnesi, Rauðisandur og Rekavík bak Höfn á Hornströndum (Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar: https://ust.is/atvinnulif/haf-og-vatn/voktun-stranda/).
10.08.2018
Skólasetning Höfðaskóla verður í Hólaneskirkju mánudaginn 27. ágúst n.k. og hefst kl. 10. Eftir formlega skólasetningu fara nemendur með umsjónarkennurum í sínar stofur. Kennsla hefst skv. stundaskrá (sund) þriðjudaginn 28. ágúst. Nánari upplýsingar á skólasetningu.
Skólastjóri.
.
26.07.2018
Opið Hús @ Nes Listamiðstöð
View this email in your browser
OPIÐ HÚS // LAU 28 júlí // 16.30 - 18.30
Call in and see what our artists from around the globe have been creating this month!
Copyright © 2018 Nes Listamiðstöð Ehf. All rights reserved.
You are receiving this email because you have subscribed to our newsletter or given us your email so we can keep in touch :) How nice!
Our mailing address is:
Nes Artist Residency
Fjörubraut 8
545 Skagaströnd
http:\\neslist.is
We hope you don’t want to leave us but if by some remote chance you do, then please click the unsubscribe link below.
unsubscribe from this list
05.07.2018
Sveitarstjórn Skagastrandar hefur auglýst starf sveitarstjóra laust til umsóknar og var umsóknarfrestur til 2. júlí sl. Eftirtaldir sóttu um stöðuna:
Gunnólfur Lárusson
Hjörleifur H. Herbertsson
Ingimar Oddsson
Kristín Á. Blöndal
Linda B. Hávarðardóttir
Ragnar Jónsson
Sigurbrandur Jakobsson
Þorbjörg Gísladóttir
04.07.2018
Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa dagana 9. – 20. júlí 2018.
Skrifstofan opnar aftur eftir sumarleyfi 23. júlí.
Sveitarstjóri
02.07.2018
Á réttri leið
Konur á Skagaströnd voru duglegar að taka þátt í átakinu
"Á réttri leið - bætt heilsa, betri líðan" sem hófst þegar þessi
mynd var tekin 16. febrúar 2011. Átakið hófst með að allar konurnar
mættu á hafnarvigtina þar sem hópurinn var vigtaður sem heild.
Niðurstaðan var að konurnar á myndinni voru fimm tonn og 360 kíló við
upphaf átaksins, sem fól í sér ýmis konar líkamsrækt en jafnframt andlega
uppbyggingu.
Ekki liggur fyrir hve mörg kíló hurfu við átakið en þau skiptu hundruðum.
Senda upplýsingar um myndina
25.06.2018
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 27. júní 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 17.30.
Dagskrá:
Kosning í nefndir sveitarfélagsins
Kjörstjórn
Fræðslunefnd
Skoðunarmenn
Refa og minkaeyðing
Reglur um refa og minkaveiði
Samningur við veiðitaka
Persónuverndarstefna sveitarfélagsins
Endurskoðun
Aðalskipulag sveitarfélagsins
Bréf
Tónlistarskólans á Akureyri
Jóns H. Daníelssonar, dags.
Fundargerðir
Stjórnar Hafnarsamands Íslands. 28.05.2018
Önnur mál
Sveitarstjóri