18.05.2012
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir sumarstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun. Störfin eru við ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins m.a. við skógrækt, umhverfismál og umsjón með golfvelli.
Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur vegna sumarstarfa námsmanna er til föstudagsins 1. júní 2012.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.
Sveitarstjóri
07.05.2012
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
fimmtudaginn 10. maí 2012 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Fjármál:
a. Endurskoðunarbréf
b. Ársreikningur sveitarsjóðs og stofnana 2011 (önnur umræða)
2. Framkvæmdir 2012
3. Umhverfismál
4. Hitaveitumál
5. Bréf sveitarstjórnar til Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 2. maí 2012
6. Fundargerðir:
a. Hafnarnefndar, 30.04.2012
b. Stjórnar Byggðasamlags um menningu og atvinnumál í A-Hún 17.04.2012
c. Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 24.04.2012
d. Aðalfundar Ferðamálafélags A-Hún, 23.04.2012
e. Stjórnar SSNV, 24.04.2012
f. Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga. 27.04.2012
g. Stjórnar Hafnasambands Íslands. 23.04.2012
7. Önnur mál
Sveitarstjóri
07.05.2012
SKAGASTRANDARHÖFN
AUGLÝSIR STARF HAFNARVARÐAR LAUST TIL UMSÓKNAR
Starfssvið:
Vigtun og skráning í aflaskráningarkerfi Fiskistofu, gerð reikninga fyrir höfnina, almenn hafnarvarsla, viðhaldsvinna, og tilfallandi störf.
Hæfniskröfur:
Almenn tölvukunnátta, skipstjórnarréttindi æskileg, löggilding sem vigtunarmaður er kostur.
Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar og hægt að sækja þau á vef sveitarfélagsins www.skagastrond.is
Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2012.
Nánari upplýsingar veitir:
Magnús B. Jónsson
Sími: 455 2700.
Netfang: magnus@skagastrond.is
07.05.2012
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir flokksstjórum til starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og reynsla af sambærilegum störfum kostur.
Jafnframt eru auglýst laus til umsókna sumarstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun. Störfin eru við ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins m.a. við skógrækt, umhverfismál og umsjón með golfvelli.
Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur um flokkstjórastörf er til 4. maí n.k. en umsóknarfrestur vegna sumarstarfa námsmanna verður auglýstur síðar.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.
Sveitarstjóri
30.04.2012
Kennarar grunnskóla Húnavatnssýslna læra að nota lesskimunarprófið GRP14h
GRP14h er skimunarpróf sem lagt er fyrir nemendur unglingastigs grunnskólanna til að finna þá nemendur sem eru með dyslexíu/lesblindu/leshömlun.
Tilgangur prófsins er fjölþættur en þó fyrst og fremst að veita kennurum upplýsingar um stöðu nemenda svo þeir geti gripið til réttra ráðstafana og fundið úrræði og verkefni við hæfi.
Nemendur sem greinast í áhættuhópi á prófinu fara með þær upplýsingar í framhaldsskóla sem getur þegar í stað brugðist við og veitt þjónustu við hæfi.
Nánskeiðið var á vegum Fræðsluskrifstofu A-Hún.
Mynd:
„Námskeiðarar“ og fyrirlesari
25.04.2012
Breyttur tími fyrir lyfjaendurnýjanir.
Frá og með 1. maí 2012 verður einungis hægt að endurnýja lyfseðla í síma 455-4110 alla virka daga milli kl 13:00 – 14:00. Lyfseðlarnir verða svo tilbúnir til afgreiðslu næsta virka dag.
Eftir sem áður er hægt að endurnýja lyfseðla rafrænt í gegnum heimasíðu HSB.
16.04.2012
Melody Woodnutt. Mynd: neslist.is
Nýr framkvæmdastjóri er tekin til starfa hjá Nes Listamiðstöð og kallast hún Melody Woodnutt og kemur frá Ástralíu. Melody hefur tvisvar dvalið við listamiðstöðina og er því svæðinu og starfseminni vel kunnug.
Á heimsíðu Nes listamiðstöðvar, Neslist.is, birtir Melody opið bréf þar sem hún segist hún hlakka til að takast á við komandi verkefni og að vinna að því að gera Neslist að menningar- og listamiðstöð sem endurspeglar hið mikla listalandslag sem þrífst hér á Íslandi.
Þegar Melody dvaldi hér áður heillaðist hún af landi og þjóð, eins og hún lýsir í bréfinu, og segist hafa snúið hingað aftur vegna hrifningu hennar af „Skagaströnd, Íslandi, landslaginu, og vegna þeirri glóandi og síbreytilegu birtu sem hér ríkir. Og af sjálfsögðu vegna fólksins sem hér býr, og ég ber mikla virðingu fyrir,“ segir hún.
Melody er sjálf listamaður og hefur notast við fjölmarga þætti við innsetningar sínar, t.d. hljóð, myrkur, ljós, margmiðlun, skúlptúra og sviðsframkomur, með áherslu á upplifun skynfæranna. Með því skapar hún umhverfi þar sem hægt er að koma og vera í – fá sér sæti, upplifa og skynja.
Á sama hátt vill hún nálgast hið nýja hlutverk hennar sem framkvæmdastjóri Neslistar. Að skapa umhverfi þar sem listamenn geta komið og prófað sig áfram í listinni. Kannað sjálfa sig og þar með draga fram eitthvað nýtt og óvænt. Umhverfi þar sem listamenn geta upplifað tilfinningar sínar og umhverfi og brugðist við þeim.
Hér má lesa bréf Melody í heild sinni.
11.04.2012
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur söngdagskrá með lögum og/eða ljóðum húnvetnskra og skagfirskra listamanna.
Í Hólaneskirkju á Skagaströnd fimmtudaginn 12. apríl kl. 20.30
Stjórnandi kórsins er Sveinn Árnason. Undirleik annast Elvar Ingi Jóhannesson ásamt hljómsveit Skarphéðins H Einarssonar.
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur starfað í tæp 90 ár og með kórnum hafa í gegnum tíðina starfað mikilvirkir laga og ljóðasmiðir. Meðal þeirra má nefna Jónas Tryggvason frá Finnstungu ( bjó í Ártúnum ásamt Jóni bróður sínum, söngstjóra kórsins) , en heiti verkefnisins “ Ég skal vaka í nótt” er nefnt eftir þekktasta lagi Jónasar sem fyrir löngu er orðið einkennislag Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps. Á seinni árum hafa oftast verið á söngskrá kórsins lög eftir heimamenn. Má þar nefna Svein Árnason, stjórnanda kórsins frá árinu 1994, Skarphéðinn H. Einarsson, Hallbjörn Hjartarson og Geirmund Valtýsson, hagorðir kórfélagar hafa síðan oft samið ljóð við lög sem kórinn flytur.
Í júní nk. mun Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps taka þátt í norrænu karlakóramóti Í Hönefoss í Noregi og kemur þar fram sem fulltrúi Sveitarfélagsins Skagastrandar. Því er vel við hæfi að lokatónleikar kórsins fyrir utanlandsferð verði á Skagaströnd.
Miðaverð er 2.500 kr. posi á staðnum.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.
Kórfélagar.
10.04.2012
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir flokksstjórum til starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og reynsla af sambærilegum störfum kostur.
Jafnframt eru auglýst laus til umsókna sumarstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun. Störfin eru við ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins m.a. við skógrækt, umhverfismál og umsjón með golfvelli.
Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur um flokkstjórastörf er til 4. maí n.k. en umsóknarfrestur vegna sumarstarfa námsmanna verður auglýstur síðar.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.
Sveitarstjóri
04.04.2012
Fyrirtækjakeppni í Kántrýbæ
í kvöld, miðvikudaginn 4. apríl, kl. 21.30
Þrír í liði – 30 spurningar
Trostan Agnarsson og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir
eru spyrlar og dómarar.
Góð verðlaun.
Kántrýbær