Björgunarsveitin Strönd 80 ára

Í tilefni af 80 ára afmæli björgunarsveitarinnar Strandar þann 22. næstkomandi verður opið hús í Bjarnabúð sunnudaginn 24. nóvember á milli 14:00 og 17:00. Klukkan 15:00 mun Lárus Ægir Guðmundsson færa sveitinni að gjöf ágrip af sögu sveitarinnar í 80 ár. Allir velkomnir, kaffi og léttar veitingar í boði. Stjórn björgunarsveitarinnar Strandar https://www.facebook.com/bjorgunarsveitin.strond?fref=ts

Mynd vikunnar

Veturinn 1994 -1995 var sérlega snjóþungur og illviðrasamur. Einkum átti þetta við um tímann frá jólum og fram í maí. Snjóþyngslin voru svo mikil að erfitt var að moka göturnar og á sumum þeirra var snjórinn látinn eiga sig og hann troðinn með snjótroðara og síðan óku bílarnir á ca tveggja metra þykkum sköflum. Í einu norð-austan óveðrinu í febrúar hlóðst svo mikil ísing á báta í höfninni að menn urðu að standa vaktina og moka af þeim. Í tilviki Hafrúnar Hu 12 tókst ekki að moka og berja ísinguna af nógu hratt þannig að hún sökk í höfninni. Hafrún var í eigu bræðranna Sigurjóns og Árna Guðbjartssona en þeir brugðust fljótt við og fengu sérfræðinga til að aðstoða sig við að ná Hafrúnu úr kafi. Myndin var einmitt tekin þegar báturnn var að koma upp eftir að lofthylkjum hafð verið raðað á hann til að lyfta honum upp í yfirborðið. Þá var hafist handa við að dæla sjó úr bátnum þar til hann fór að fljóta sjálfur. Þeir bræður voru ekki á því að gefa Hafrúnina upp á bátinn heldur endurbyggðu þeir og breyttu henni með glæsibrag og skiptu um vél og annað sem þurfti. Nokkrum árum seinna seldu þeir bátinn í burtu en nokkrum árum þar á eftir keyptu þeir Hafrúnina aftur og er hún enn gerð út frá Skagaströnd af Sigurjóni Guðbjartssyni eftir því sem kvótinn leyfir

Mynd vikunnar

Bryggjusmiðir Mörgum finnst gott að eiga lítinn bát til að geta sótt sér fisk í soðið. Allmargar jullur og smærri trillur eru því til á Skagaströnd en slíkir bátar þarfnast aðstöðu við hæfi eins og aðrir stærri bátar. Vorið 1993 gerðu trillu- og jullukarlar samning við sveitarstjórn um að fá að smíða flotbryggju fyrir báta sína og jafnframt um staðsetningu hennar í höfninni. Samningurinn fól í sér að sveitarfélagið skaffaði efni í bryggjuna en bátakarlarnir skyldu smíða hana og hjálpa til við að koma henni fyrir. Voru báðir aðilar ánægðir með samninginn. Fljótlega tók hópurinn á myndinni sig til og smíðaði tvær flotbryggjulengjur sem tengdar voru saman í eina bryggju þannig að það myndaðist viðlegupláss fyrir allmargar jullur. Var bryggjunni komið fyrir ofan við (norðan við) og í skjóli við smágarð. Reynslan af þessari bryggju var svo góð að nokkrum árum síðar lét sveitarfélagið byggja aðra eins og koma fyrir á sömu slóðum. Á þessari mynd eru hressir bátakarlar við nýsmíðaða flotbryggju - lengju 1993. Frá vinstri: Jóhann Sigurjónsson, Guðmundur Björnsson, Baldvin Hjaltason, Vilhjálmur Skaftason, Skafti Fanndal Jónasson (d. 2.9.2006), Snorri Gíslason (d. 29.5.1994), Þorvaldur Skaftason, Stefán Jósefsson, Árni Björn Ingvarsson og Árni Geir Ingvarsson. Á myndina vantar Ragnar Smára Ingvarsson og Ólaf Bernódusson sem tók þessa mynd. Þess má geta að nú 20 árum eftir smíðina eru bryggjurnar enn í fullri notkun yfir sumarmánuðina.

Breyting Aðalskipulags

Breyting á Aðalskipulagi Skagastrandar 2010-2022 Lenging á sjóvörn við Bót Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti 16. október 2013 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Skagastrandar 2010-2022 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að sjóvörn við Bót verður 150 m lengri en fram kemur í gildandi aðalskipulagi. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 16. október 2013 í mkv. 1:10.000, sjá heimasíðuna www.skagastrond.is hér Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til sveitarstjóra Skagastrandar. Sveitarstjóri Skagastrandar

Pub Quiz - Pub Quiz í Bjarmanesi

Pub Quiz verður föstudaginn 15. nóvember Kl. 22:00. Spyrlar eru: Anna María Magnúsdóttir Jenný Lind Sigurjónsdóttir Eygló Amelía Valdimarsdóttir og Eva Dögg Bergþórsdottir Vonumst til að sjá sem flesta

Ísland – Króatía á breiðtjaldi í Bjarmanesi

Föstudaginn 15. Nóvember. Stefnum á að sýna landsleik í fótbolta Ísland – Króatía á breiðtjaldi Og hefst leikurinn kl. 18:20.

Jólahlaðborð - Jólahlaðborð

Ef næg þátttaka fæst ætlum við Sibbi að sameina krafta okkar og halda jólahlaðborð 23. nóvember nk í Kaffi Bjarmanesi. Verð er 7.500 krónur á mann. Borðapantanir í síma 867-6701 fyrir fimmtudaginn 14. Nóvember. Athugið að við tökum aðeins 30 manns í sæti. Áslaug og Sibbi

Umsókn um byggðakvóta

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2013/2014 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 665, 10. júlí 2013 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir: Grundarfjarðarbær (Grundarfjörður) Kaldrananeshreppur (Drangsnes) Akureyrarkaupstaður (Grímsey) Borgarfjarðarhreppur (Borgarfjörður eystri) Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 990/2013 í Stjórnartíðindum Snæfellsbær (Arnarstapi, Hellissandur, Rif og Ólafsvík) Húnaþing vestra (Hvammstangi) Sveitarfélagið Skagaströnd Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður) Grýtubakkahreppur (Grenivík) Langanesbyggð (Þórshöfn og Bakkafjörður) Breiðdalshreppur (Breiðdalsvík) Sveitarfélagið Hornafjörður Umsóknum skal skilað til Fiskistofu ásamt samningi við vinnsluaðila, á eyðublöðum sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (fiskistofa.is), og þar eru ofangreindar reglur einnig aðgengilegar. Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2013. Fiskistofa, 8. nóvember 2013.

Fatamarkaði frestað vegna veðurs

Fatamarkaðurinn sem átti að vera í Fellsborg í dag verður frestað vegna veðurs. Nánar auglýst síðar

Stórtónleikar Kristjáns Jóhannssonar

S T Ó R T E N Ó R I N N Kristján Jóhannsson ásamt Jónasi Þóri, píanóleikara og Matthíasi Stefánssyni, fiðluleikara Kristján Jóhannsson, óperusöngvari, heldur tónleika í Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn 9. nóvember 2013, kl. 20:30. Kristján mun flytja margar gullfallegar íslenskar og erlendar söngperlur. Söngskráin verður mjög fjölbreytt, léttir og leikandi tónleikar við allra hæfi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir Tónleikarnir eru í boði Minningarsjóðsins um hjónin frá Garði og Vindhæli Til baka