Sundlaugin lokuð fimmtudaginn 30.nóv.2017

Sundlaug Skagastrandar verður lokuð fimmtudaginn 30.nóvember 2017 vegna árshátíðar Höfðaskóla. Sundlaugarverðir.

Opið hús hjá Nes Listamiðstöð 25.nóv.2017

Mynd vikunnar

Jónas Skaftason Jónas Skaftason frá Dagsbrún á Skagaströnd lést 17. nóvember síðastliðinn, 76 ára að aldri. Jónas var einn af þeim sem trúðu á sjálfan sig í lífinu og gekk sína götu, sannfærður um að vera á réttri leið, hvað sem öðrum fannst. Oft var hann með storminn í fangið en hélt alltaf ótrauður áfram, teinréttur, þrátt fyrir að stundum hefði kannski verið auðveldara að beygja af leið. Jónas bjó lengst af á Skagaströnd eða Blönduósi og var einn af þessum mönnum sem setti svip á bæinn þar sem hann átti heima hverju sinni. Samúð okkar er hjá börnum hans og öðrum aðstandendum sem nú kveðja mann sem ávallt sópaði af. Útför Jónasar fer fram í kyrrþey.

Árshátíð Höfðaskóla verður 30. nóv 2017

Árshátíð Höfðaskóla 2017 fimmtudaginn, 30. nóv. n.k. Hátíðin hefst kl. 18:00 og verður í Fellsborg. Fjölbreytt skemmtiatriði að hætti skólans. MIÐAVERÐ: Fullorðnir: 1500 kr fyrir árshátíð og kaffihlaðborð 1000 kr fyrir árshátíð Börn: Frítt á árshátíð ; 500 kr kaffihlaðborð f grunnskólanemendur Frítt fyrir börn á leikskólaaldri.

Mynd vikunnar

Skarfur kemur úr kafi Í ágúst 1988 var stór kranbíll að slaka bát á sjóinn við Skúffugarðinn. Ekki fór betur en svo að stuðningsfótur kranans gaf sig og hann steyptist í sjóinn ofan á bátinn sem hann var að hífa og lenti líka á trillunni Skarfur í eigu Þorvalds Skaftasonar sem lá við garðinn. Allt fór á bólakaf, kraninn, báturinn sem verið var að hífa og Skarfur. Ung kona sem var inni í kranabílnum þegar óhappið varð slapp naumlega út um framrúðu hans eftir að hann var kominn á botninn. Á þessari mynd er síðan annar krani að hífa Skarfinn úr kafinu eftir óhappið. Senda upplýsingar um myndina

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi auglýsir

Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi fimmtudaginn 23.nóvember 2017. Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.

Mynd vikunnar

Þessi mynd, þar sem allir eru í sparifötunum sínum, var tekin í 10 ára afmæli Fjólu Jónsdóttur í Asparlundi, 10. nóvember árið 1957. í Aftari röð eru frá vinstri: Pálfríður Benjamínsdóttir í Skálholti, Ingibjörg Kristinsdóttir úr Héðinshöfða og Helga Guðmundsdóttir Hólabraut 25. Í fremri röð eru frá vinstri: Magnús B. Jónsson úr Asparlundi, bróðir Fjólu, afmælisbarnið sjálft, Fjóla Jónsdóttir, sem situr með bróður þeirra, Gunnar Jónsson. Þá kemur Guðbjörg Þorbjörnsdóttir í Akurgerði og lengst til hægri er Sóley Benjamínsdóttir systir Pálfríðar í efri röðinni. Senda upplýsingar um myndina

Mynd vikunnar

Húni Hu 1 á síldveiðum Myndin var tekin um borð í Húna Hu 1 sumarið 1964 þegar hann var á síldveiðum. Á myndinni er verið að þurrka upp úr nótinni til að hægt sé að háfa síldina um borð. Karlarnir þurftu að draga netið/nótina inn á höndum til að mynda poka á móti korkateininum sem sést hanga strekktur í bómunni að framan. Síðan var háfnum sökkt í síldarkösina og hann hífður fullur um borð og þar hleypt úr honum. Karlarnir á myndinni eru óþekktir nema Gunnlaugur Árnason (d.14.9.2016)stýrimaður sem er fremstur og næstur honum er Herbert Ólafsson (d. 25.4.2007). Myndina tók Páll J. Pálsson frá Bakka en hann var háseti á Húna á þessum tíma. Senda upplýsingar um myndina