24.09.2025
Í TTT á fimmtudaginn ætlum við að hlusta á biblíusögu og gera svo kókoskúlur. Ókeypis fyrir öll.
22.09.2025
Nú hefjum við vetrarstarfið okkar í Fellsborg aftur eftir sumarfrí.
Þórunn Elfa Einarsdóttir hefur verið ráðin sem nýr umsjónarmaður starfsins og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa.
19.09.2025
Hraðhleðslustöðina má finna í Ísorku appinu og er aðgengileg með hleðslulykli Ísorku og með Ísorku appinu.
Til hamingju Skagaströnd!
19.09.2025
Breyting á opnunartíma skrifstofu
18.09.2025
Næstkomandi sunnudag kl. 11:00 verður hægt að mæta í Kirkjuskóla Hólaneskirkju og eiga notalega stund saman.
18.09.2025
TTT hefst í dag fimmtudaginn 18. september og verður á fimmtudögum frá kl. 16:15 - 17:30. TTT stendur fyrir Tíu Til Tólf ára og eru öll börn á þeim aldri velkomin í TTT starf kirkjunnar og er þátttakan ókeypis.
17.09.2025
Það er líf og fjör á Skagaströnd þessa dagana!
Meistaraflokkur karla í körfubolta hjá Þór, Fjölni og UMF Snæfelli eru hér í æfingabúðum og leggja hart að sér í íþróttahúsinu.