17.12.2013
Stuðningsfulltrúa vantar í 20% starfshlutfall á unglingastig Höfðaskóla
Vinnutími:
mánudagar kl.10:00 – 14:20
þriðjudagar kl. 12:00 – 14:20
miðvikudagar kl. 12:00 – 14:20
Umsækjendur þurfa að hafa gaman af að vinna með börnum, vera þolinmóðir, ákveðnir og sjálfstæðir í starfi.
Umsóknir berist á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar eða á netfangið hofdaskoli@skagastrond.is
fyrir föstudaginn 3. janúar 2014. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á skrifstofu sveitarfélagsins eða heimasíðu þess.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri,
í síma 452 2800 eða gsm 8490370.
Skólastjóri
17.12.2013
Ákveðið hefur verið að takmarka hraða ökutækja á Skagaströnd við 35 km.
Í Lögbirtingablaðinu birtist svohljóðandi auglýsing þann 22. nóvember 2013:
Auglýsing um umferð - Skagaströnd
Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og fenginni tillögu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar, er með hliðsjón af 4. mgr. 37. gr. umferðarlaga, staðfest að hámarkshraði ökutækja innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins skuli framvegis vera 35 km/klst.
Auglýsing þessi tekur þegar gildi. Með auglýsingu þessri er numin úr gildi þau ákvæði eldri auglýsinga um umferð á Skagaströnd sem kunna að brjóta í bága við auglýsingu þessa.
Lögreglustjórinn á Blönduósi
20. nóvember 2013
Bjarni Stefánsson
17.12.2013
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
fimmtudaginn 19. desember 2013 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2014 (seinni umræða)
2. Þriggja ára áætlun 2015-2017 (seinni umræða)
3. Byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks
4. Skýrsla KPMG um hagkvæmni sameiningar sveitarfélaga í A-Hún
5. Bréf:
a. Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 23. október 2013
b. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 15. nóvember 2013
c. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 24. október 2013
d. Farskólans, dags. 15. október 2013
e. Landsbyggðin lifi, dags. 2. október 2013
f. USAH, dags. 30. september 2013
g. Stígamóta, dags. 20. október 2013
h. Skíðadeildar Tindastóls, dags. 21. nóvember 2013
i. Egils Bjarka Gunnarssonar, dags. 23. september 2013
j. Menningarfélagsins Spákonuarfs, dags. 13. desember 2013
6. Fundargerðir:
a. Stjórnar Hafnarsambands Íslands, 13.12.2013
7. Önnur mál
Sveitarstjóri
12.12.2013
Fjallaferð 1992.
Árið 1992 fóru þessir 14 og 15 ára krakkar í þriggja daga
gönguferð með leikfimikennaranum sínum. Ferðin hófst við Blöndulón
og gengu krkkarnir að Hveravöllum fyrsta daginn og gistu þar.
Annan daginn gengu þau upp að rótum Langjökuls og gistu í skála
sem þar er.
Síðasta daginn gengu þau svo niður í Vatnsdal. Báru þau með
sér nesti fyrir ferðina og svefnpoka en vegalengdin sem þau gengu
var um 100 kílómetrar.
Margir höfðu vantrú á að krakkarnir mundu endast ferðina, því þau
þurftu að ganga 25 - 30 km á dag, en ferðin gekk upp og var góð
lífsreynsla fyrir krakkana.
Þessi mynd var tekin fyrir utan Höfðaskóla áður en lagt var af stað
í bíl upp á Kjalveg.
Frá vinstri: Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, Jón Ólafur Sigurjónsson,
Þóra Ágústsdóttir, Gunnþór Óskar Sæþórsson, Jón Örn Stefánsson,
Magnús Helgason, Þorlákur Guðjónsson, Guðrún Björg Elísdóttir,
Viktor Pétursson, Ólína Laufey Sveinsdóttir,
Carl Erik Jakopsen kennari og leiðangursstjóri og
Árni Max Haraldsson.
11.12.2013
Spákonuhofið á Skagaströnd er opið á miðvikudagskvöldum til jóla frá klukkan 20:00- 22:00. Ýmislegt skemmtilegt til jólagjafa í litlu sölubúðinni t.d. úrval af prjónavörum, margskonar armbömd, hálsfestar, myndakerti og margt margt fleira, handverk úr heimabyggð, kaffi og kökur í boði.
Gjafabréf í Spákonuhofið er skemmtileg og spennandi gjöf , upphæð að eigin vali.
Undanfarnar vikur hefur verið mikið um draugagang í Spákonuhofinu, eða réttara sagt þar hafa verið haldin tvö draugasögukvöld, annað fyrir fullorna og hitt fyrir yngri kynslóðina. Var mæting alveg feyki góð og mættu rúmlega 60 manns á þessa viðburði sem þóttu nokkuð skelfilegir en umfram allt skemmtilegir.
Verið velkomin,
Dagný og Sigrún
>
10.12.2013
Jólabókakvöld í Bjarmanesi
miðvikudaginn 11. des., kl. 20.00
Heimamenn lesa upp úr eftirtöldum bókum:
María Ösp Ómarsdóttir; Alla mína stelpuspilatíð
Ingibjörg Kristinsdóttir; Andköf
Trostan Agnarsson; Í norðanvindi og vestanblæ
Magnús B. Jónsson; Guðni - léttur í lund
Magnús Örn Stefánsson; Útkall - lífróður
Valdimar Jón Björnsson; Árleysi alda
Bryndís Valbjarnardóttir; Sæmd
Guðrún Pálsdóttir; Við Jóhanna
Einnig taka Guðmundur og Jonni nokkur létt jólalög.
Aðgangur ókeypis. Allir hjartanlega velkomnir.
Bjarmanes verður með kakó, nýja kaffidrykki og smákökur til sölu.
Jólakveðja, Gleðibankinn
09.12.2013
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
miðvikudaginn 11. desember 2013 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Álagningarreglur útsvars og fasteignagjalda 2014
2. Fjárhagsáætlun 2014 (fyrri umræða)
3. Þriggja ára áætlun 2015-2017 (fyrri umræða)
4. Byggðasamlag um menningu og atvinnumál
a. Fundargerð stjórnar,14. nóvember 2013
b. Fundargerð stjórnar, 3. desember 2013
c. Fjárhagsáætlun byggðasamlagsins 2014
5. Félags og skólaþjónusta A-Hún:
a. Fundargerð stjórnar, 21. nóvember 2013
b. Fundargerð stjórnar, 28. nóvember 2013.
c. Fjárhagsáætlun Félags og skólaþjónustunnar 2014
6. Tónlistarskóli A-Hún:
a. Fundargerð stjórnar, 24. október 2013
b. Fjárhagsáætlun Tónlistarskólans 2014
7. Skólamál
8. Bréf:
a. Ungmennafélags Íslands, dags. 15. nóvember 2013
b. Stéttarfélaginu Samstöðu, dags. 18. nóvember 2013
c. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 18. nóvember 2013
d. Lindu B. Ævarsdóttur, dags. 11. nóvember 2013
e. Heilbrigðisstofnunar til Velferðarráðuneytisins, dags. 11. nóvember 2013
f. Landskerfis bókasafna, dags. 8. nóvember 2013
g. Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 23. október 2013
9. Fundargerðir:
a. Menningarráðs Norðurlands vestra, 27.11.2013
b. Skólanefndar FNV, 14.11.2013
c. Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 2.12.2013
d. Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 25.10.2013
e. Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 22.11.2013
10. Önnur mál
Sveitarstjóri
05.12.2013
Lokamessan.
Síðasta messan í gömlu Hólaneskirkjunni 6. október 1991.
Kirkjan var seinna afhelguð og í framhaldi af því var hún rifin.
Hafði hún þá þjónað söfnuðinum í rúmlega 63 ár
frá 17. júní 1928 þegar hún var vígð.
Á myndinni er Julian Hewlet organisti og Rosemary Hewlet
undirleikari á þverflautu.
Í kórnum eru frá vinstri: Sigurður Bjarnason frá Bjargi,
Guðrún Guðbjörnsdóttir, Karl Guðmundsson (d. 11.12.2011)
frá Vindhæli (aftast), Dagný Hannesdóttir, Hidigunnur Jóhannsdóttir
(d. 1.1.1996), Friðjón Guðmundsson (d. 7.1.2001) (gráhærður),
Kristján Hjartarson (d. 2.8.2003), Hrafnhildur Jóhannsdóttir (Abbý),
Bára Þorvaldsdóttir, óþekkt, Sigmar Jóhannesson (d. 20.4.2000),
Gylfi Sigurðsson, Hjördís Sigurðardóttir og Kristín Kristmundsdóttir.
Allir kórfélagar, sem hér eru taldir og eru enn á lífi, þjóna nú í
nýju kirkjunni nema Kristín sem hætti fyrir nokkrum árum.
Kirkjugestir sem sjást á myndinni eru frá vinstri:
feðgarnir Jóhann Guðbjartur Sigurjónsson og Sigurjón Guðbjartsson
frá Vík. Við hlið Sigurjóns situr Hildu Inga Rúnarsdóttir, sem seinna
vígðist til prests, og framan við þau þrjú sést Erla María Lárusdóttir.
03.12.2013
Skráningu fyrir vorönn lauk nú um helgina og ljóst er að nemendum Dreifnáms í A-Hún fjölgar um sex um áramót sem verður að teljast mjög góður árangur en fyrir voru nemendur alls 13 talsins. Á vorönn hefja því 19 nemendur nám að loknu jólaleyfi.
Nýnemarnir eru ólíkir innbyrðis, þeir hafa ýmist verið í öðrum skólum nú á haustönn og eru að flytja heim eða eru að byrja nám eftir langt hlé. Einnig eru dæmi um að nemendur hafi búið á heimavist FNV og nýti nú tækifærið og haldi áfram námi í heimabyggð.
Þessi tíðindi eru sérlega gleðileg og sýna svo ekki verður um villst að dreifnám í A-Hún er að festa sig í sessi og sanna gildi sitt fyrir heimamönnum.
Þessa dagana standa svo yfir skráningar í meistaranám fyrir iðnaðarmenn, almenna hluta, sem kennt verður á vor- og haustönn 2014. Nemendur A-Hún í meistaranáminu munu nýta aðstöðu dreifnámsins að Húnabraut 4 á Blönduósi. Skráningu lýkur í meistaranámið þann 12. desember. Skráning fer fram á skrifstofu FNV í síma 455-8000.
28.11.2013
Handavinnusýning.
Vorið 1987 héldu eldri borgara sýningu í
Höfðaskóla á handavinnu sinn sem þau höfðu
unnið yfir veturinn undir leiðsögn
Guðrúnar Guðmundsdóttur sem þá sá um
félagsstarf aldraðra á Skagaströnd.
Í gegnum árin hefur reynst erfitt að fá
karlmenn inni í félagsstarfið og þess
vegna eru einungis konur á myndinni.
Lengst til vinstri á myndinni er
Guðrún Guðmundsdóttir leiðbeinandi og
kaupkona þá Jóhanna Thorarensen ( d. 6.3.2004)
frá Litla Bergi, Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir (d.13.7.2003) frá Dagsbrún,
Hrefna Jóhannesdóttir (d. 9.11.2011) frá
Garði, Sigurlaug Jónsdóttir (d. 15.8.2011)
frá Ási, Laufey Sigurvinsdóttir ( 21.12.1994)
frá Litla Bergi og Sigríður Fanný Ásgeirsdóttir
(d. 11.12.2006) frá Lækjarbakka.
Allar bjuggu þessar konur á Skagaströnd
með fjölskyldum sínum mestan hluta ævinnar
og settu mark sitt á bæinn.
Hrefna var nýlega orðin 100 ára þegar hún lést.