07.08.2013
Loka þarf fyrir vatn á ofanverðri Bogabraut og
í Skeifunni eitthvað fram eftir degi,
vegna viðgerða á vatnslögn sem fór í sundur.
Bæjarverkstjóri
01.08.2013
Skrifstofa Sveitarfélagsins Skagastrandar verður lokuð föstudaginn 02.08.2013 vegna sumarleyfa
Sveitarstjóri
29.07.2013
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
þriðjudaginn 30. júlí 2013 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 1600.
Dagskrá:
1. Leiga á Bjarmanesi
2. Óveruleg breyting á aðalskipulagi
3. Önnur mál
Sveitarstjóri
23.07.2013
Þriðjudagur 23.07.213
Vegna óhapps við hitaveitulagnir fór vatnsleiðsla í sundur í Mýrinni.
Viðgerð verður hraðað eins og unt er, en gæti tekið 2-3 klst.
Bæjarverkstjóri
19.07.2013
Fimmtudaginn 18. júlí 2013 voru opnuð tilboð í verkið “Skagaströnd – Lenging Miðgarðs, harðviðarbryggja”.
Þrjú tilboð bárust í verkið:
1. Guðmundur Guðlaugsson kr. 35.802.000,-
2. Knekti ehf kr. 47.275.900,-
3. Ísar ehf kr. 45.871.000,-
Kostnaðaráætlun kr. 35.152.760,-
Spurt var um athugasemdir fyrir og eftir opnun en engar gerðar.
10.07.2013
Fimmtudagskvöldið 11. júlí 2013 verða gróðursettar
trjáplöntur í skógræktarreitinn ofan við
tjaldsvæðið á Skagaströnd.
Mæting kl. 20:00; allir velkomnir ,
Skógræktarfélag Skagastrandar
04.07.2013
Lionsfélagar í veislu
Lionklúbbur Skagastrandar var lagður niður fyrir allmörgum árum eftir að hafa starfað með myndarbrag í mörg ár. Var hann þá eini Lionklúbbur landsins sem lagður var niður.
Klúbburinn var síðan endurreistur fyrir nokkrum árum með nýjum félögum, enda margir félagar úr eldri klúbbnum látnir. Þessi mynd er af einhverri samkomu hjá eldri Lionklúbbi Skagastrandar. Sennilega var myndin tekin á heimili Valdimars Núma Valdimarssonar, sem líklega var formaður á þeim tíma, því konan hans og dóttir eru með á myndinni en eins og vitað er þá eru Lionklúbbar karlaklúbbar.
Tilefni veislunnar var gestakoma því á myndinni eru tveir ókunnir gestir að öllum líkindum hátt settir menn innan Lionhreyfingarinnar á Íslandi. Aðrir á myndinni eru félagar í Lionklúbbnum.
Frá vinstri: Páll Jónsson (d. 19.7.1979) skólastjóri frá Breiðabliki. Þorfinnur Bjarnason (d. 16.11.2005) oddviti Höfðahrepps og starfaði sem framkvæmdastjóri hreppsins. Ingvar Jónsson (d. 29.7.1978) hreppstjóri Höfðahrepps frá Brúarlandi (bjó í Norður Skála). Séra Pétur Þ. Ingjaldsson (d. 1.6.1996) sóknarprestur á Skagaströnd sem hann þjónaði í 40 ár. Ókunnur gestur. Margét Valdimarsdóttir (dóttir V. Núma). Valdimar Númi Guðmundsson (d. 14.3. 1972) flutningabílstjóri með áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Skagastrandar í mörg ár. Ókunnur gestur. Unnur Ingvarsdóttir eiginkona V. Núma. Jón Pálsson kennari, sem seinna fór í fótspor föður síns og gerðist skólastjóri Höfðaskóla. Ástmar Ingvarsson (d. 10.10.1977) bifreiðastjóri og umboðsmaður fyrir Shell olíufélagið lengi. Þá starfaði hann líka sem ómenntaður rakari og klippti fólk. Björgvin Jónsson (d. ?) framkvæmdastjóri og eigandi saumastofunnar Violu, sem var til húsa á efstu hæðinni í gamla kaupfélaginu. Sveinn S. Ingólfsson kennari og seinna oddviti Höfðahrepps og fyrsti framkvæmdastjóri Skagstrendings hf til fjölda ára. Lengst til hægri er svo Páll Þorfinnsson (d. 1.9.1993) rafvirki .
01.07.2013
Hafnarsjóður sveitarfélagsins Skagastrandar óskar eftir tilboðum í lengingu Miðgarðs, harðviðarbryggju.
Helstu magntölur:
Jarðvinna, gröftur, fylling og grjótvörn
Steypa landvegg bryggju um 41 m.
Rekstur brygjustaura, 28 stk.
Byggja harðviðarbryggju um 320 m²
Lagnir fyrir vatn og rafmagn
Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. desember 2013.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Siglingastofnunar Íslands, Vesturvör 2 í Kópavogi og hjá sveitarfélaginu Skagaströnd, Túnbraut 1-3 á Skagaströnd frá og með þriðjudeginum 2. júlí 2013, gegn 5.000 kr. greiðslu.
Tilboð verða opnuð á sömu stöðum fimmtudaginn 18. júlí 2013 kl. 11.00.
28.06.2013
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir
breyttan opnunartíma vegna sumarfría.
Í júlí verður skrifstofa sveitarfélagsins opin
frá 10:00-14:00 alla virka daga
Sveitarstjóri
27.06.2013
Marska setur heimsmet
Á heimilissýningu 1986 í Laugardalshöll settu starfsmenn Marska
á Skagaströnd heimsmet. Þeir bökuðu stærstu sjávarréttapizzu í
heimi og var metið staðfest af Örnólfi Thorlacius fulltrúa Heimsmetabókar
Guinnes á Íslandi. Pizzan var um 10 fermetrar og eftir að hún
hafði verið bökuð smökkuðu á henni um 6.800 manns.
Steindór R. Haraldsson, sem var framleiðslustjóri Marska,
áætlar að hægt hefði verið að gefa 20.000 manns að smakka því
skammtarnir sem gefnir voru tóku um þriðjung af bökunni allri.
Á þessarri mynd sér í bakið á Ragnari frá Ragnarsbakaríi en hann
bjó til botninn í pizzuna og forbakaði hann.
Steindór fylgist með aðstoðarmönnum sínum úr kokkalandsliðinu
dreifa álegginu jafnt yfir botninn.
Rækja og skelfiskur voru uppistaðan í álegginu ásamt sósu og
fleiru sem Steindór útbjó.
Eftir því sem best er vitað er þetta eina heimsmetið sem
Skagstrendingar eiga.