Þórdísarganga á Spákonufell um helgina

Spákonuarfur efnir til Þórdísargöngu á Spákonufell laugardaginn 15. ágúst kl. 10:00.  Gangan er tileinkuð Þórdísi spákonu. Lagt verður af stað frá golfvellinum á Skagaströnd. Að lokinni göngu verður boðið upp á veitingar sem eru innifaldar í verði. Fararstjóri í göngunni er Ólafur Bernódusson. Á leiðinni mun hann fræða þátttakendur um Þórdísi spákonu og vísa á staði sem tengjast sögu hennar og afrekum.  Þátttökugjald er 1.500 kr. en frítt er fyrir 16 ára og yngri. Upplýsingar í síma 861-5089.

Heilsugæslan fær veggteppi

Ellefu bútasaumskonur á Skagaströnd og Blönduósi afhentu heilsugæslunni á Skagaströnd veggteppi. Þærr hafa hist regluleg í um sex til sjö ár og unnið að bútasaumi. Meðal annars hafa þær gefið veggteppi á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi og leikskólann. Við hátíðlega athöfn á fimmtudaginn var veggteppið afhent Heilsugæslunni og því fundið veglegur staður.  Listamennirnir hafa saumað inn í teppið tilvísanir til umhverfisins. Í miðjunni er t.d. Árnes, elsta húsið á Skagaströnd og ísbjarnarhúnar eru vísun til nafns sýslunnar. Meðfylgjandi mynd tók Ólafur Bernódusson.

Sýningar, listsköpun og námskeið í Nes listamiðstöðinni

Í Nesi listamiðstöð á Skagastönd dvelja nú fimmtán listamenn. Í tilefni Kántrýdaga ætla þeir að bjóða fólki að líta inn frá kl 16:00 til 18:00 á laugardaginn og sjá hvað þeir eru að vinna að.   Á sama tíma mun Cynthia Delaney opna ljósmyndasýningu í Kælinum í listamiðstöðinni. Hún hefur undanfarið ljósmyndað víðáttuna, einangrunina og hina einstöku kúrekamenningu í norðausturhluta Nevada. Kl. 14:00 sama dag ætla þær Liz, Pat og Jess að bjóða fólki að taka þátt í listsköpun þar sem þær munu blanda saman sjónlist, hljóðlist og ljóðlist. Fólk er hvatt til að kíkja á þær og taka með sér pensla, pappír eða sögur. Sýningin SOLITUDE - Landslag í umróti verður opin á föstudaginn kl. 17:00-20:00 og á laugardag og sunnudag frá kl. 13:00-16:00 í nýja sýningarsalnum Gamla kaupfélagið á Skagaströnd.  Myndlistarsýningin, sem er sett upp af Nesi Listamiðstöð á Skagaströnd í samvinnu við Neues Kunsthaus Ahrenshoop og Kunstlerhaus Lukas, er samsýning listamanna frá Íslandi, Lettlandi og Þýskalandi. Sýningin öll er unnin útfrá ljóðum skálda frá þessum löndum og íslensku skáldin sem listamennirnir leggja út frá eru Steinunn Sigurðardóttir og Andri Snær Magnason. Fulltrúar Íslands á sýningunni eru Ragnhildur Stefánsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Jeannette Castioni. Þessi glæsilega myndlistarsýning er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra, Fisk Seafood á Sauðárkróki og Minningarsjóði um hjónin frá Garði og Vindhæli. Gleymda herbergið er samsýning tveggja listamanna sem unnið hafa ílistamiðstöðinni síðustu tvo mánuði . Þær Hanneriina Moisseinen frá Finnlandi og Kreh Mellick frá Bandaríkjunum umbreyttu kjallara, gleymdu herbergi, Gamla Kaupfélagsins yfir í hið áhugaverðasta sýningarrými og munu sýna þar verk sín alla helgina milli kl 13:00-17:00. Sýningin stendur til 23. ágúst. Mánudaginn 17. ágúst mun Ljósmyndarinn Cynthia Delaney, bjóða börnum og unglingum Skagastrandar upp á frítt ljósmyndanámskeið. Krakkarnir koma þá með sínar eigin vélar og þau fara saman um bæinn og taka myndir.

Smá breytingar á dagskrá Kántrýdaga

Vegna veikinda verður hljómsveitin Lausir og liðugir ekki á Kántrýdögum í Kántrýbæ. í þeirra stað spila hljómsveitin Fúsleg helgi á fimmtudagskvöldið frá klukkan 23 og er frítt inn. Á föstudagskvöldið sér hljómsveitin Sólun um fjörið í Kántrýbæ eftir klukkan 23. Með þessum breytingum er dagskrá Kántrýdaga þessi: Fimmtudagur 13. ágúst                                              Götur Skagastranda skreyttar 23:00    Upphitun í Kántrýbæ             Hljómsveitin Fúsleg helgi hitar upp fyrir á Kántrýdaga, frítt inn Föstudagur 14. ágúst                                  18:00                Kántrýdagar hefjast með fallbyssuskoti 18:00 - 19:00     Lokadagur á Kofavöllum                         Smábæingar bjóða alla velkomna 17:00                Ljósmyndasýning í Bjarmanesi, kjallara                         Helena Mara sýnir myndir frá Skagaströnd 17:00 - 20:00     Myndlistarsýning í Gamla kaupfélaginu                         Solitude, Samsýning listamanna frá Lettlandi, Þýskalandi og                          Íslandi 19:00 - 21:00     Hoppukastalar við hátíðarsvæði 19:00 - 20:00     Kántrýsúpa í hátíðartjald                         BioPol ehf. býður - allir velkomnir 20:00 - 22:00     Spádómar í Árnesi                         Spáð í spil, bolla og lesið í lófa 20:00 - 21:30     Dagskrá í hátíðartjaldi                          Angela og Basombrio bandið                          Valdi og Anna frá Dagsbrún                          Trúbadorinn Íris frá Búðardal ásamt félögum 21:00                Uppistand í Bjarmanesi              Madame Klingenberg með uppistand og spádóma 21:30 - 23:00     Varðeldur og söngur á Hólanesi             Allir sem eiga hljóðfæri eru hvattir til að koma með þau; gítar,              munnhörpu, trommur, flautur  o.s.frv. 23:00 -  3:00      Ball í Kántrýbæ                         Hljómsveitin Sólon heldur uppi fjörinu  24:00    Tónleikar í Bjarmanesi                         Fannar, Haffi og gestir leika af fingrum fram                                     Laugardagur 15. ágúst                                     10:00                Þórdísarganga á Spákonufell                          Lagt upp frá golfskálanum 11:00 - 13:00     Dorgveiðikeppni á höfninni, verðlaun fyrir þyngsta fiskinn 12:00                 Fallbyssuskot við Bjarmanes 12:00                 Ljósmyndasýning í Bjarmanesi, kjallara                           Helena Mara sýnir myndir frá Skagaströnd 13:00 -  16:00     Bílskúrssala á Bogabraut 13                          Kolaportsstemming, bækur, hákarl, sultur og fleira og fleira 13:00 - 17:00       Myndlistarsýning í Gamla kaupfélaginu                           Solitude, Samsýning listamanna frá Lettlandi, Þýskalandi og  Íslandi. 13:00 - 20:00        Hoppukastalar við hátíðarsvæði 13:00 - 16:00        Veltibíll Sjóvár verður á hátíðarsvæðinu 14:00 - 18:00        Árnes, elsta húsið á Skagaströnd                            Til sýnis með húsbúnaði frá fyrri hluta 19. aldar 14:00                   Sjónlist, hljóðlist og ljóðlist í Nes listamiðstöð                            Komið með pensla, sögur eða bara ykkur sjálf og takið þátt í listsköpun með Jess, Liz og Pat. 14:30 - 15:30        Hláturjóga í Bjarmanesi                            Angela Basombrio býður upp á einstakt jóga 15:00 - 17:00        Bjarmanes                          Valdi frá Dagsbrún kynnir nýja diskinn, „Ó borg mín“ 15:30 - 17:00     Barna- og fjölskylduskemmtun í hátíðartjaldi                          Töfratónar Ævintýrakistunnar                          Kántrýdansar                           Frímínútnakórinn                           Kynnir er Atli Þór Albertsson 16:00 - 18:00     Opið hús í Nes listamiðstöð                         Listamenn bjóða gestum að skoða verk sín og vinnustofur 18:00 - 20:30     Útigrill við hátíðartjald                         Heitt í kolunum og frumlegasti útbúnaðurinn við grill verðlaunaður 20:00 - 22:00     Spástofan í Árnesi og Spákonutjaldið                         Spáð í spil, bolla og lesið í lófa 20:30 -  23:00    Dagskrá í hátíðartjaldi                          Skaggastelpusveitin Snúsnúbandið og þrír stæltir dansarar                          Guðlaugur Ómar                          Tríó VB                           Hljómsveitin Earendel                           Lúgubandið                           Ingó og Veðurguðirnir                           Bróðir Svartúlfs                           Kynnir er Atli Þór Albertsson 23:00                Tónleikar í Bjarmanesi                         Angel og Basombrio bandið                         Fannar, Haffi og gestir leika af fingrum fram 23:00 - 3:00       Ball í Kántrýbæ                          Ingó og Veðurguðirnir í banastuði                               Sunnudagur 16. ágúst                                     12:00                Fallbyssuskot við Bjarmanes 12:00                 Ljósmyndasýning í Bjarmanesi, kjallara                          Helena Mara sýnir myndir frá Skagaströnd 13:00 - 17:00      Myndlistarsýning í Gamla kaupfélaginu                          Solitude, Samsýning listamanna frá Lettlandi, Þýskalandi og Íslandi. 13:30 - 14:30      Gospelmessa í hátíðartjaldi 14:00 - 17:00      Kaffihlaðborð í Bjarmanesi                           Angela syngur 15:00 - 17:00      Árnes, elsta húsið á Skagaströnd                          Til sýnis með húsbúnaði frá fyrri hluta 19. aldar  

Húsvörð vantar í Fellsborg

Starf húsvarðar félagsheimilisins Fellsborgar er laust til umsóknar.  Um er að ræða umsjón með félagsheimilinu og miðast daglegur starfstími við þau umsvif sem eru í húsinu á hverjum tíma.  Hæfniskröfur: Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum Reynsla af hliðstæðum störfum og handlagni er kostur Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst 2009 og skal umsóknum skilað á skrifstofu sveitarfélagsins Skagastrandar. Skagaströnd, 11. ágúst 2009. Sveitarstjóri

Auglýsing vegna úthlutnar byggðakvóta 2008-09

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2008/2009 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 557, 25. júní 2009 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög: Bolungarvík Langanesbyggð (Þórshöfn, Bakkafjörður)  Fyrir neðangreind byggðalög vísast auk reglugerðarinnar til sérstakra úthlutunarreglna í hlutaðeigandi byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 689/2009 í Stjórnartíðindum. Strandabyggð (Hólmavík) Stykkishólmur Tálknafjarðarhreppur Árneshreppur (Norðurfjörður) Grýtubakkahreppur (Grenivík) Dalvíkurbyggð (Dalvík, Hauganes, Árskógssandur) Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður) Sveitarfélagið Skagaströnd Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar.  Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2009. Fiskistofa, 11. ágúst 2009. 

Dagskrá Kántrýdaga

Komin er endanleg mynd á dagskrá Kántrýdaga sem haldnir verða um næstu helgi, 14 til 16. ágúst. Fjölmargt er til skemmtuna og leggjast á eitt bæjarbúar, fyrirtæki og félög til að gera hátíðina sem skemmtilegasta.  Listin hefur sína dagskrárliði, boðið er upp á böll og  ýmis konar tónlistaratriði. Börnin á öllum aldri geta fundið ýmislegt sér til ánægju, fjölskyldan getur unað sér saman sem og þeir sem eldri. Nú ætla Skagstrendingar að skemmta sér og auðvitað eru þeir boðnir velkomnir sem vilja slást í hópinn.  Fimmtudagur 13. ágúst                                              Götur Skagastranda skreyttar 23:00    Upphitun í Kántrýbæ             Hljómsveitin Fúsleg helgi hitar upp fyrir á Kántrýdaga, frítt inn Föstudagur 14. ágúst                                  18:00                Kántrýdagar hefjast með fallbyssuskoti 18:00 - 19:00     Lokadagur á Kofavöllum                         Smábæingar bjóða alla velkomna 17:00                Ljósmyndasýning í Bjarmanesi, kjallara                         Helena Mara sýnir myndir frá Skagaströnd 17:00 - 20:00     Myndlistarsýning í Gamla kaupfélaginu                         Solitude, Samsýning listamanna frá Lettlandi, Þýskalandi og                          Íslandi 19:00 - 21:00     Hoppukastalar við hátíðarsvæði 19:00 - 20:00     Kántrýsúpa í hátíðartjald                         BioPol ehf. býður - allir velkomnir 20:00 - 22:00     Spádómar í Árnesi                         Spáð í spil, bolla og lesið í lófa 20:00 - 21:30     Dagskrá í hátíðartjaldi                          Angela og Basombrio bandið                          Valdi og Anna frá Dagsbrún                          Trúbadorinn Íris frá Búðardal ásamt félögum 21:00                Uppistand í Bjarmanesi              Madame Klingenberg með uppistand og spádóma 21:30 - 23:00     Varðeldur og söngur á Hólanesi             Allir sem eiga hljóðfæri eru hvattir til að koma með þau; gítar,              munnhörpu, trommur, flautur  o.s.frv. 23:00 -  3:00      Ball í Kántrýbæ                         Hljómsveitin Sólon heldur uppi fjörinu  24:00    Tónleikar í Bjarmanesi                         Fannar, Haffi og gestir leika af fingrum fram                                     Laugardagur 15. ágúst                                     10:00                Þórdísarganga á Spákonufell                          Lagt upp frá golfskálanum 11:00 - 13:00     Dorgveiðikeppni á höfninni, verðlaun fyrir þyngsta fiskinn 12:00                 Fallbyssuskot við Bjarmanes 12:00                 Ljósmyndasýning í Bjarmanesi, kjallara                           Helena Mara sýnir myndir frá Skagaströnd 13:00 -  16:00     Bílskúrssala á Bogabraut 13                          Kolaportsstemming, bækur, hákarl, sultur og fleira og fleira 13:00 - 17:00       Myndlistarsýning í Gamla kaupfélaginu                           Solitude, Samsýning listamanna frá Lettlandi, Þýskalandi og  Íslandi. 13:00 - 20:00        Hoppukastalar við hátíðarsvæði 13:00 - 16:00        Veltibíll Sjóvár verður á hátíðarsvæðinu 14:00 - 18:00        Árnes, elsta húsið á Skagaströnd                            Til sýnis með húsbúnaði frá fyrri hluta 19. aldar 14:00                   Sjónlist, hljóðlist og ljóðlist í Nes listamiðstöð                            Komið með pensla, sögur eða bara ykkur sjálf og takið þátt í listsköpun með Jess, Liz og Pat. 14:30 - 15:30        Hláturjóga í Bjarmanesi                            Angela Basombrio býður upp á einstakt jóga 15:00 - 17:00        Bjarmanes                          Valdi frá Dagsbrún kynnir nýja diskinn, „Ó borg mín“ 15:30 - 17:00     Barna- og fjölskylduskemmtun í hátíðartjaldi                          Ævintýrakistan                          Kántrýdansar                           Frímínútnakórinn                           Kynnir er Atli Þór Albertsson 16:00 - 18:00     Opið hús í Nes listamiðstöð                         Listamenn bjóða gestum að skoða verk sín og vinnustofur 18:00 - 20:30     Útigrill við hátíðartjald                         Heitt í kolunum og frumlegasti útbúnaðurinn við grill verðlaunaður 20:00 - 22:00     Spástofan í Árnesi og Spákonutjaldið                         Spáð í spil, bolla og lesið í lófa 20:30 -  23:00    Dagskrá í hátíðartjaldi                          Skaggastelpusveitin Snúsnúbandið og þrír stæltir dansarar                          Guðlaugur Ómar                          Tríó VB                           Hljómsveitin Earendel                           Lúgubandið                           Ingó og Veðurguðirnir                           Bróðir Svartúlfs                           Kynnir er Atli Þór Albertsson 23:00                Tónleikar í Bjarmanesi                         Angel og Basombrio bandið                         Fannar, Haffi og gestir leika af fingrum fram 23:00 - 3:00       Ball í Kántrýbæ                          Ingó og Veðurguðirnir í banastuði                               Sunnudagur 16. ágúst                                     12:00                Fallbyssuskot við Bjarmanes 12:00                 Ljósmyndasýning í Bjarmanesi, kjallara                          Helena Mara sýnir myndir frá Skagaströnd 13:00 - 17:00      Myndlistarsýning í Gamla kaupfélaginu                          Solitude, Samsýning listamanna frá Lettlandi, Þýskalandi og Íslandi. 13:30 - 14:30      Gospelmessa í hátíðartjaldi 14:00 - 17:00      Kaffihlaðborð í Bjarmanesi                           Angela syngur 15:00 - 17:00      Árnes, elsta húsið á Skagaströnd                          Til sýnis með húsbúnaði frá fyrri hluta 19. aldar

Lokað fyrir vatnið

Lokað verður fyrir vatnið fimmtudaginn 30. júlí frá kl. 10 og fram eftir degi. Gildir fyrir útbæinn en þó er hugsanlegt að loka þurfi fyrir allan bæinn. Upplýsingar í síma 861 4267.

Dagskrá Kántrýdaga

Kántrýdagar verða haldnir á Skagaströnd 14. til 16. ágúst næstkomandi. Dagskráin er óðum að taka á sig rétta mynd. Mikið er spurt um hana og þess vegna er réttast að birta hana eins og hún lítur út í dag. Lesendur verða þó að muna eftir því að hún getur breyst nokkuð fram að hátíðinni. FÖSTUDAGUR 18:00  19:00 Lokadagur í Smábæ á Kofavöllum 17:00           Ljósmyndasýning Helenu, Bjarmanes 17:00  20:00 Solitude, myndlistasýning í Gamla kaup 19:00  Skotið úr fallbyssunni 19:00  21:00 Hoppukastalar við íþróttahús 19:00  20:00 Hátíðartjald, kántrýsúpa 20:00  22:00 Árnes, spáð í spil, bolla og lesið í lófa 20:00  22:00 Hátíðartjald, dagskrá 22:00  23:00 Varðeldur og söngur 23:00           Bjarmanes; Madam Klingenberg 23:00  3:00   Kántrýbær; ball Lausir og liðugir LAUGARDAGUR 10:00           Þórdísarganga á Spákonufell 11:00  13:00 Dorgveiðikeppi á hafnarbryggjunni 12:00  Skotið úr fallbyssunni 13:00  20:00 Hoppukastalar við íþróttahús 13:00  16:00 Veltibíllinn 14:00  16:00 Ljósmyndasýning Helenu, Bjarmanes 15:00  17:00 Árnes, spáð í spil, bolla og lesið í lófa 15:30  17:00 Hátíðartjald, barna og fjölskylduskemmtun 17:00  18:00 Tónlist á hátíðarsvæði 18:00  20:30 Útigrill, frumlegasti klæðnaður/útbúnaður 20:00  22:00 Spákonutjald; Spáð í spil, bolla og lófa 20:30  23:00 Hátíðartjald, skemmtidagskrá 21:00   Bjarmanes; Blústónleikar, Angela og Fannar 22:00   Bjarmanes; Úlpubandið 23:00  3:00  Kántrýbær; Dansleikur, Ingó og veðurguðir SUNNUDAGUR 12:00   Skotið úr fallbyssunni 13:30  14:30 Gospelmessa í hátíðartjaldi 14:00  16:00 Ljósmyndasýning Helenu, Bjarmanes 14:00  17:00 Bjarmanes; Kaffihlaðborð, Angela syngur

Golfvallahönnuður telur Háagerðisvöll einn af 10 bestu

Háagerðisvöllur á Skagaströnd kom mér mjög á óvart er ég sá hann fyrst árið 2002, er ég vann að bók minni, Golfhringur um Íslandi. Hér er um að ræða mjög heilsteyptan golfvöll sem var í mjög góðu ástandi síðast þegar ég sá hann. Upphaf hans er fremur óvenjulegt, par 3-hola þar sem flötin sést ekki frá teig (sjá mynd), en einhverra hluta vegna fellur hún í kramið. Þetta segir golfvallahönnuðurinn Edwin Roald Rögnvaldsson í viðtali við mbl.is. Hann er jafnframt höfundur bókarinnar Golfhringur um Ísland sem kom út árið 2002. Edwin segir að 18 holu vellir hér á landi séu um 14 talsins. Þeim hafi heldur verið að fjölga nokkuð síðustu árum, aðallega með stækkun valla sem fyrir voru. Ef litið er á velli í þessum flokki og horft til gæða eða náttúrlegs umhverfis segir hann að Vestmannaeyjavöllurinn sé alltaf í nokkrum sérflokki í sínum huga. „Umhverfið er auðvitað einstakt. Hann er líka oftast í mjög góðu standi enda fljótur til á vorin og Eyjamenn staðið sig vel í að halda honum við.“ Edwin segist þó fyrir sitt leyti ekki síður vera hrifinn af minni völlunum. „Að ýmsu leyti eru það okkar bestu golfvellir enda þótt klúbbarnir séu oft á tíðunum með litla peninga og vanti jafnvel tæki til að annast þá, en í grunninn eru þarna margir áhugaverðustu vellirnir og leynast á hinum ólíklegustu stöðum.“ Verkefnin hér á landi hafa verið af ýmsum toga, endurhönnun valla eða brauta, stækkanir og fleira af því tagi. „Golfvöllur er aldrei „tilbúinn“ í vissum skilningi því að hann er lifandi vistkerfi, ert alltaf að breytast og svo breytast forsendur, til dæmis vegna fjölgunar í klúbbunum. Þannig að það er búinn að vera rosalegur kraftur í þessu, ekki síst úti á landi. Strax eftir bankahrun auglýsti ég að ég væri tilbúinn að gefa þessum smærri klúbbum 100 vinnutíma á þessu ári og fékk mikil viðbrögð. Eitthvað um 20 aðilar sóttu um og ég hef verið mikið á ferðinni bæði vestur og norður. Marga þessara valla hafði ég ekki séð frá því að ég gaf út Golfhringinn um Íslands 2002. Það var bara mjög gaman að sjá hvað hafði gerst á þessum sjö árum og hvað mikill hugur er í mönnum. Eins og áður segir er einn af þeim tíu golfvöllum sem Edwin nefnir er Háagerðisvöllur við Skagaströnd. Það er engin tilviljun og þarf ekki heldur neina sérfræðinga til að njóta þess að leika golf á þessum skemmtilega velli.