Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar fimmtudaginn 15. mars 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00. Dagskrá: Gjaldskrá sveitarfélagsins Framkvæmdir 2018 Fyrirspurn um matsskyldu Samningur við Hjallastefnu Umsagnir um gisti- og veitingaleyfi Bréf Styrktarsjóðs EBÍ, dags. 21. febrúar 2018 Samtaka sveitarfélaga á Nl. vestra, dags. 23. febrúar 2018 Ámundakinnar ehf, dags. 13. febrúar 2018 Ungmennafélags Íslands, dags. 30. janúar 2018 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 8. febrúar 2018 Jóns H. Daníelssonar og Ernu L.Kjartansdóttur. dags. 3. mars 2018 Fundargerðir: Tómstunda- og menningarmálanefndar, 7.03 2018 Hafnar- og skipulagsnefndar, dags. 21.02.2018 Stjórnar SSNV, 20.02.2018 Stjórnar Hafnasambands Íslands, 26.02.2018 Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 23.02.2017 Önnur mál Sveitarstjóri

Fiskibollur...Fiskibollur í dag

Foreldrar 9. bekkinga í Höfðaskóla munu steikja fiskibollur í Vörusmiðju BioPol ehf í dag. Bjóðum ykkur að koma þangað og versla heitar fiskibollur milli kl. 18:30 og 19:00. Gengið inn að ofan (um iðnaðarhurð). Fólk er hvatt til að koma með ílát að heiman til að setja fiskibollurnar í. Verð: 500 gr: 1,500, 1 Kg: 2,500, 1,5 kg: 4,000, 2 kg: 5,000. Krakkarnir munu svo ganga í hús á næstunni og selja frosnar vakumpakkaðar bollur, en það verður nánar auglýst síðar. Endilega látið orðið berast 😊 Ath. Erum ekki með posa. 9. bekkur Höfðaskóla

Mynd vikunnar

Við fjárhúsin Hér hefur fólkið stillt sér upp til myndatöku framan við óþekkt fjárhús árið 1961. Þá var algengt að skepnuhús væru byggð úr asbesti á trégrind, eins og sést bak við fólkið, enda vissu menn þá ekki um hve heilsuspillandi efni asbest er. Fólkið á myndinni er, frá vinstri: Ingvar Jónsson (d. 29.7.1978) frá Brúarlandi, Edda Guðmundsdóttir, Jóhanna Valdimarsdóttir (Valdimars Núma Guðmundssonar), Þórey Jónsdóttir (d.29.12.1966) frá Brúarlandi, Inga Þorvaldsdóttir (d.14.12.2012) í Straumnesi dóttir hennar og Margrét Guðbrandsdóttir (d.30.3.2004), móðir Eddu á myndinni. Senda upplýsingar um myndina

Bókasafnið lokað 07.03.2018

Af óviðráðanlegum orsökum verður Bókasafn Skagastrandar lokað í dag, miðvikudaginn 07.03.2018 Bókavörður

Lokað á skrifstofu í dag

Í dag 6.mars er lokað á skrifstofu sveitarfélagsins vegna námskeiðs starfsmanna.

Nýr sorptroðari í Stekkjarvík

Norðurá bs sem rekur urðunarstaðinn Stekkjarvík við Blönduós fékk afhentan nýjan sorptroðara núna í lok febrúarmánaðar. Troðarinn er af gerðinni Bomag BC772 RS-4 og er tæp 40 tonn að þyngd. Í honum er mótor af gerðinni Mercedes Benz, OM471LA. 340kw. Hann er með sérstökum troðarahjólum með ásoðnum göddum og skóflugálga eins og á hjólaskólfum með hleðsluhæð 3,25 m og 4,5 rúmmetra skóflu. Innkaupsverð á troðaranum er tæpar 52 milljónir án vsk. Tækið er keypt í gegnum Vélafl ehf sem er umboðsaðili fyrir Bomag á Íslandi. Með nýjum sorptroðara aukast afköst við móttöku á sorpi og betri þjöppun næst á urðunarreinar.

Rafbókasafn.

Bókasafn Skagastrandar hefur opnað aðgang að Rafbókasafninu. Með þessari nýjung geta notendur bókasafnsins nálgast fjölda titla af hljóð- og rafbókum á auðveldan hátt. Rafbókasafnið er langþráð viðbót í bókasafnsflóruna. Líkt og á öðrum bókasöfnum er safnkosturinn fjölbreyttur, en þar má finna skáldverk, fræðirit og rit almenns efnis, bæði nýtt og eldra efni. Meginhluti efnisins er á formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört stækkandi. Rafbækurnar má ýmist lesa á vef safnsins, rafbokasafnid.is, eða á snjalltækjum í gegnum Overdrive-appið (finnst í App store og Play Store). Þannig geta lesendur notað hvert tækifæri til að lesa sínar bækur, í síma eða á spjaldtölvu, hvar sem er og hvenær sem er. Í raun þýðir þetta að lesendur hafa heilt bókasafn í vasanum. Rafbókasafnið er alltaf opið og þar eru engar sektir, því kerfið sér sjálft um að skila bókum þegar lánstími er útrunninn. Aðgangur að Rafbókasafninu er innifalinn í árgjaldi til Bókasafns Skagastrandar sem er 2.050 krónur. Aldraðir og öryrkjar fá frí skírteini, öryrkjar eru beðnir um að framvísa örorkuskírteini hjá bókaverði. Börn og ungmenni 18 ára og yngri fá einnig frí bókasafnsskírteini. Til að virkja aðgang að rafbókasafninu þarf að koma við á bókasafninu og fá bókasafnsskírteini. Opnunartími bókasafnsins er: Mánudagar kl. 16-19 Miðvikudagar kl. 15-17 Fimmtudagar kl. 15-17

Aðalfundur Rauða krossins á Skagaströnd

Aðalfundur Rauða kross Skagastrandar verður haldinn fimmtudaginn 8.mars kl. 19:30 í húsnæði Rauða krossins að Vallabraut 4. Allir velkomnir, sjálfboðaliðar og aðrir áhugasamir. Léttar veitingar í boði. Kveðja - stjórnin

Mynd vikunnar

Árni Guðbjartsson. Eftir snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm hefur Árni nú lagt inn árarnar og er kominn í skjól í þeirri höfn sem bíður okkar allra. Þaðan mun hann væntanlega róa á ný og önnur mið en þau sem hann sótti af svo mikilli elju hér á jörðinni. Hann barst ekki mikið á en vann störf sín af dugnaði og trúmennsku, léttur í skapi og fullviss um þann kúrs sem hann tók hverju sinni. Vinsæll, ráðagóður og hjálpsamur eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann þegar Árna er minnst. Hugur okkar og samúð er hjá aðstandendum hans sem nú sjá eftir góðum dreng inn í heim ljóssins. Árni Guðbjartsson lést 20. febrúar síðastliðinn en útför hans verður frá Hólaneskirkju föstudaginn 2. mars klukkan 14:00