Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar þriðjudaginn 18. desember 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 17.00. Dagskrá: Álagningastuðlar útsvars og fasteignagjalda 2019 Fjárhagsáætlun 2019 (seinni umræða) Félags- og skólaþjónusta A-Hún Fundargerð stjórnar Fjárhagsáætlun 2019 Kjarasamningsumboð Bréf Sambands Austur Húnvetnskra kvenna, 16. nóvember 2018 Stofnunar Árna Magnússonar, dags. 27. nóvember 2018 Fundargerðir Stjórnar SSNV, 4.12.2018 Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 30.11.2018 Sveitarstjóraskipti Önnur mál Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Stefanía í ofninum Í stressinu í jólaundirbúningnum getur verið gott að kunna að slaka á en til þess eru margar aðferðir. Á myndinni er Stefanía Hrund Stefánsdóttir í Leikskólanum Barnabóli 19. desember 2008. Á henni hefur hún skriðið inn í bakaraofninn á eldavélinni til að slaka á - eða ef til vill var leikurinn upp úr sögunni um Hans og Grétu?

Einar Mikael törfamaður í heimsókn

Sýning í kvöld í Fellsborg kl. 20:00 Miðaverð er 1500 kr, miðar seldir við innganginn.   Einar Mikael töframaður hefur notið ómældra vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar. Jólasýning Einars Mikaels er ný sýning sem er troðfull af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Einar leyfir áhorfendum að taka virkan þátt í sýningunni og velur hann oftar en ekki unga áhorfendur úr sal til að aðstoða hann í töfrabrögðunum nú er um að gera að nýta tækifærið og sjá Einar Mikael með öll sín bestu atriði í síðasta sinn ásamt því verður leynigestur með Einari.   Beint eftir sýningarnar er gestum boðið uppá myndatöku með Einari og hægt er að kaupa ýmsan töfravarning eftir sýningarnar galdrabækur og töfradót.   Hér er hægt að sjá myndbrot frá sýningu með Einari Mikael https://www.youtube.com/watch?v=EZoOaK6S_ik

Mynd vikunnar

Gleðibankinn stendur árlega fyrir upplestrarkvöldi úr nýjum bókum einhverntíma á aðventunni. Á þessari mynd frá 11. desember 2013 er María Ösp Ómarsdóttir að lesa upp á slíku kvöldi í Bjarmanesi. Ávallt hafa verið fengnir lesarar sem eiga heima á Skagaströnd og reynt að fá nýja á hverju ári. Á þessum notalegu aðventukvöldum hefur margur lagt ríflega inn í Gleðibankann því innleggin felast í brosum, hlátri og góðri samveru.

Jólabókakvöld Gleðibankans

Jólabókakvöld Gleðibankans í Bjarmanesi miðvikudaginn 12. desember kl. 20.00 Heimamenn lesa úr eftirtöldum bókum: Geðveikt með köflum Sagnaseiður Kaupthinking Útkall Hvítabirnir Rassfar á steini Villimaður í París Dauðinn í veiðarfæraskúrnum Tónlistarflutningur Ingeborg Knøsen

Jólasveinalestur

Jólasveinalestur er skemmtilegt verkefni fyrir börn í 1.-7. bekk en markmið þess er að stuðla að yndislestri í jólafríinu ásamt því að hafa áhrif á lestrarmenningu almennt. Jólasveinalestur er samstarfsverkefni Menntamálastofnunar, Félags fagfólks á skólasöfnum, Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna, Heimilis og skóla og KrakkaRÚV. Bókasafn Skagastrandar hefur ákveðið að vera með lítið hliðarverkefni þessu tengdu og hvetur börn og ungmenni til að taka þátt í verkefninu. Hliðarverkefni Bókasafnsins felst einfaldlega í því að þú sendir einnig póst á bokasafn@skagastrond.is og þá ertu komin í tvo lukkupotta, senda þarf póstinn fyrir 15. janúar 2019. Dregið verður úr innsendum jólasveinaspjöldum og fá 5 heppnir þátttakendur bókavinninga. Allar upplýsingar um jólasveinalestur má finna á slóðinni: www.krakkaruv.is/sogur/lestu Allar nánari upplýsingar má einnig fá á bókasafninu og þar er einnig hægt að fá þátttökuseðla. Með bestu kveðju Guðlaug á bókasafninu

Yfirlýsing frá Gámaþjónustunni

05.12.2018 Yfirlýsing frá Gámaþjónustunni hf vegna umfjöllunar um plast í fjölmiðlum. Vegna umfjöllunar á þriðjudagskvöldið 4. desember í þættinum Kveik á RUV, þá vill Gámaþjónustan hf koma því á framfæri að fyrirtækið er að senda plastefni til endurvinnslu í Hollandi og Þýskalandi. Það á við um allar starfsstöðvar Gámaþjónustunnar hér á landi. Markaður til endurvinnslu á plasti hefur vissulega verið erfiður undanfarin ár en það er kominn aukinn kraftur í starfsemi endurvinnsluaðila fyrir plastefni í Evrópu og þessi starfsemi mun eflast á næstunni. Allt filmuplast sem viðskiptavinir okkar safna í sérsöfnun, ólitað og litað, er baggað hjá Gámaþjónustunni í stóra bagga og sent erlendis til endurvinnslu. Við sendum plastið til umboðsmanns í Hollandi sem sendir plastið áfram til endurvinnslu. Plastfilma er nokkuð eftirsótt til endurvinnslu og það hafa ekki verið vandamál undanfarin misseri að afsetja plastfilmu til endurvinnslu þar sem plastfilman er notuð aftur sem plastefni. Það eru síðan mjög margir flokkar af öðru umbúðaplasti, t.d. plastpokum, smærri plastfilmu, plastbökkum, samsettri plastfilmu (t.d. áleggsbréf), skyrdósum, stórum og litlum plastflöskum og brúsum, sem við tökum saman í einn flokk og böggum saman. Þetta plastefni er núna sent til Þýskalands þar sem það fer í flokkun. Gámaþjónustan er í beinu sambandi við þennan aðila sem flokkar plastefnið og hefur séð þá vinnslu sem þar fer fram. Stór hluti af plastinu er endurunnið. Hluti þess er ekki nothæft til endurvinnslu, t.d. vegna óhreininda eða samsetningu umbúða. Það plast, sem ekki er hæft til endurvinnslu, fer til orkuvinnslu í brennslustöð. Það efni nýtist til að búa til hita og rafmagn en það er kostnaðarsamara að plastið fari til orkuvinnslu en til endurvinnslu. Það er því hagur Gámaþjónustunnar hf og viðskiptavina fyrirtækisins, að sem allra mest af plastefnum sem berast til fyrirtækisins sé af þeim gæðum að plastið sé hæft til endurvinnslu aftur í nýjar vörur. Þar skiptir m.a. miklu máli að plastið sem safnað er sé þokkalega hreint. Gunnar Bragason, forstjóri.

Saman gegn ofbeldi

Átaksverkefni félagsþjónustu Austur Húnavatnssýslu, Húnaþings vestra, Skagafjarðar og Lögreglunnar á Norðurlandi vestra var ýtt úr vör 4. desember 2018. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldismálum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og vernda börn sem búa við heimilisofbeldi.   Það að Lögreglan og félagsmálayfirvöld á Norðurlandi vestra taki höndum saman gefur skýr skilaboð út í samfélagið “um að ofbeldi á heimilum sé ekki liðið” og gerir okkur sterkari í að takast á við þetta verkefni þannig að það skili meiri árangri.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi auglýsir

Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi fimmtudaginn 13/12 2018. Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.