Kynningarfundur um nýtingu húsa

Almennur kynningarfundur á loftinu í Gamla Kaupfélaginu miðvikudaginn 24. október nk. kl 17.00 Boðið er til kynningarfundar með Guðjóni Bjarnasyni arkitekt og listamanni sem mun fjalla um nýtingu húsanna Fjörubrautar 6-8 og ýmsar aðrar hugmyndir sem hann hefur um skipulag og nýtingu húsa og byggðar á Skagaströnd. Guðjón dvaldi í sumar á Skagaströnd á vegum Nes listamiðstöðvar og Salthússins og tók þá til skoðunar hvernig mætti nýta umrædd rými. Fundurinn er öllum opinn. Sveitarstjóri

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar fimmtudaginn 25. október 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00. Dagskrá: Forsendur fjárhagsáætlunar 2019 Lögreglusamþykkt í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra Ársreikningur Snorrabergs ehf 2017 Greinargerð um gamla húsið á Litla Felli Málefni fatlaðra Slit Róta bs Rekstraryfirlit jan – ágúst 2018 ásamt skýringum Starfsmannahald Bréf Persónuverndar, dags. 10. október 2018 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 2. október 2018 Slysavarnafélagsins Landsbjargar, dags. 10. október 2018 Fundargerðir Stjórnar Tónlistarskóla A-Hún, 29.08.2018 Ársreikningur Tónlistarskólans 2017 Stjórnar Byggðasamlags um menningu og atvinnumál, 31.08.2018 Stjórnar Norðurár bs, 4.07.2018 Aðalfundar Norðurár bs. 10.09.2018 Ársreikningur Norðurár bs 2017 Stjórnar SSNV, 2.10.2018 Stjórnar HNV, 9.10.2018 Skólanefndar FNV, 9.10.2018 Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 10.10.2018 Önnur mál Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Við Brautarholt Brautarholt stóð utan í hólnum sem er á milli Fellsbrautar 9 og 13. Á þessari mynd er Ólafur Guðmundsson (d. 6.10.1985), íbúi þar til hægri. Konan er líklega Aðalbjörg Hafsteinsdóttir frá Reykholti. Ólafur eða Óli í Braut eins og hann var oft kallaður, bjó þarna alla tíð barnlaus ásamt konu sinni Þuríði Jakobsdóttur (d.19.7.1965) og móður Elísabetu Ferdinantsdóttur (d.11.12.1958). Ólafur var fróðleiksfús og hneigðari til bókar og skriftar en erfiðisvinnu. Varð læs bæði á ensku og dönsku, sem ekki var algengt með fátæka verkamenn á hans tíð og las mikið. Honum var einnig létt um mál og tók gjarnan til máls á mál- og framboðsfundum. Ólafur var blindur síðustu æviár sín og naut þá aðstoðar Aðalbjargar meðal annarra. Húsið sem sér í lengst til hægri er Röðulfell. Þegar Ólafur dó var Brautarholt eina torfhúsið á Skagaströnd og hafði þá staðið af sér allar nýsköpun. Senda upplýsingar um myndina

Mynd vikunnar

Óhapp í dráttarbrautinni Óhapp varð í dráttarbrautinni haustið 1989 þegar búkki undir síðunni á Arnarborginni Hu 11 gaf sig þegar verið var að sjósetja bátinn. Nokkur sjór komst í bátinn við óhappið og á myndinni er verið að dæla úr lestinni. Enginn slasaðist við óhappið og vel gekk að koma bátnum á flot aftur - á réttum kili. Arnarborgin endaði svo ævi sína á áramótabrennu á Skagaströnd 1993. Myndina tók Ingibergur Guðmundsson.

Hefurðu áhuga á að virkja lækinn þinn?

Smávirkjanasjóður SSNV Tilgangur sjóðsins er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum á Norðurlandi vestra sem eru undir 10 MW að stærð. Miðað er við fyrirliggjandi yfirlit á mögulegum rennslisvirkjunum sem upp eru taldir í skýrslu Mannvits 2018: Frumúttekt á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Þó er heimilt að bæta við fleiri virkjunarkostum með samþykki SSNV. Sjóðurinn veitir styrki til annars vegar: Skref 1: Frummat smávirkjana og hins vegar: Skref 2: Mat á virkjanlegu rennsli, frummati hönnunar og byggingarkostnaðar. Öll gögn varðandi umsóknarferlið og skýrsla Mannvits er að finna á heimasíðu SSNV: www.ssnv.is Að þessu sinni er auglýst eftir umsóknum í Skref 1: Frummat smávirkjana. Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember 2018. Verkefninu verður lokið fyrir 31. maí 2019. Hámarksfjöldi verkefna sem styrkt verða er 8. Auglýst verður eftir umsóknum í Skref 2 í júní 2019. Samið hefur verið við Verkfræðistofuna Mannvit um úttekt á þeim virkjunarkostum sem styrktir verða og sér SSNV um samningsgerð við fyrirtækið. Mótframlag umsækjanda er 100.000 kr. en SSNV greiðir annan kostnað við úttektina. Umsóknir skulu sendar á netfangið: ssnv@ssnv.is. Nánari upplýsingar veitir Ingibergur Guðmundsson, ingibergur@ssnv.is, s. 892 3080.

Skrifstofan lokuð 11. og 12. okt 2018

Af óviðráðanlegum ástæðum verður skrifstofa Sveitarfélagsins Skagastrandar lokuð fimmtudaginn 11. okt. og föstudaginn 12. okt. 2018 Sveitarstjóri

Mynd vikunnar.

Í Landsendarétt. Landsendarétt var skilarétt á Skagaströnd áður en Spákonfellsrétt var byggð. Landsendarétt var byggð úr öflugum grjóthleðslum en grjótið var tekið úr fjörunni fyrir neðan hana. Hún stóð á sjávarbakkanum á flatlendinu austan við Landsenda (nyrsta enda Höfðans) og norðan við Réttarholt. Nú eru ummerki um réttina nánast öll horfin vegna sjávarrofs. Torfhúsin uppi í brekkunni í baksýn voru skepnuhús. Ekki er vitað hvenær þessi mynd var tekin en hana tók Evald Hemmert (1886 - 1943) verslunarmaður á Skagaströnd og Blönduósi þannig að líklega hefur það verið kringum 1930. Senda upplýsingar um myndina

Drew Krasner -today only

Boston, USA 40 piece Jazz band Live recording: ’Apartment sessions’ Today only, Drew Krasner (Nes Alumni 2014) continues an amazing musical journey, and brings his collaborators of 40 to Skagaströnd, for live recordings in Hólaneskirkja kl 1400 - 1800 // mið 3 okt All welcome to listen and enjoy, and please enter & exit quietly for recording purposes. From 1800 all locals are welcome to come and jam, play with the big band before they leave at 1900. If you love music, jazz and a great atmosphere of ’big band’ culture, today is your day to "get yourself to church!"

Rafmagnstruflanir

Rafmagnstruflanir verða í milli Skagastrandar og Syðra Hóls 02.10.2018 frá kl 14:30 til kl 14:45 vegna bilunar í kerfi RARIK, . Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690.