01.09.2017
Athugið breyttan opnunartíma Lyfja útibú Skagaströnd
Lyfja útibú Skagaströnd verður framvegis opin virka daga frá 10-13
31.08.2017
Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Sensus slf. undirrituðu 2ja ára samning þann 31. ágúst sl. Samningurinn lýtur að sálfræðiþjónustu í skólum og leikskólum sveitarfélaganna. Ester Ingvarsdóttir hefur starfað fyrir sveitarfélögin síðustu tvö ár og hefur hún haft fasta viðveru á svæðinu einn til þrjá daga í mánuði. Markmiðið með nýjum samningi er að auka við sálfræðiþjónustuna og mun Ester nú vera fjóra daga í mánuði á svæðinu.
Hér sjást Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri Austur-Húnavatnssýslu og Ester Ingvarsdóttir eigandi Sensus slf. við undirritun samningsins.
30.08.2017
Örn Sveinsson augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslunni á Blönduósi dagana 12., 13. og 14. september næstkomandi.
Byrjað verður að taka við tímapöntunum fimmtudaginn
31. ágúst í síma 455-4100
28.08.2017
Skólasetning Höfðaskóla verður í Hólaneskirkju miðvikudaginn 30. ágúst n.k. og hefst kl. 10.
Eftir formlega skólasetningu fara nemendur með umsjónarkennurum í sínar stofur og fá þar stundatöflur sínar.
Kennsla hefst skv. stundaskrá (sund) fimmtudaginn 31. ágúst. Nánari upplýsingar á skólasetningu.
Skólastjórnendur.
28.08.2017
Vegna bilunar í vatnsveitu má búast við tímabundnu vatnsleysi í dag. Unnið er að viðgerð og standa vonir til að veitan verði komin í samt lag í dag. Bilunin er dælum á vatnstökusvæði og þar sem vatnsforði í jöfnunartanki er takmarkaður er fólk beðið um að fara sparlega með vatn og láta ekki renna að óþörfu.
Sveitarstjóri
24.08.2017
Sveitarstjórnir í A-Hún héldu sameiginlegan fund í Fellsborg á Skagaströnd fimmtudaginn 24. ágúst til að ræða sameiningarmál sveitarfélaga. Á fundinum kynnti Oddur G. Jónsson verkefnastjóri hjá KPMG hvernig hefur verið staðið að undirbúningi í öðrum sveitafélögum þar sem sameiningaviðræður hafa staðið yfir. Oddvitar sveitarstjórna í Skagabyggð, Húnavatnshreppi, Skagaströnd og Blönduósi gerðu grein fyrir afstöðu sinni og sinna sveitarstjórna.
Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem því er beint til sveitarstjórna að þær taki afstöðu til þess hver fyrir sig hvort þær vilji hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur Húnavatnssýslu og tilnefni jafnframt fulltrúa í sameiningarnefnd ef vilji er til að hefja það ferli.
22.08.2017
Kynningarfundir vegna starfsemi Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd munu verða haldnir í næstu viku. Vörusmiðjan mun hafa öll tilskilin leyfi til matvælaframleiðslu og því verður mögulegt fyrir frumkvöðla og smáframleiðendur að taka fyrstu skrefin í þróun á vörum sínum eða stunda eiginlega framleiðslu. Einnig verður aðstaða til að undirbúa veislur og bakstur fyrir stór tilefni. Hægt verður að leigja aðstöðuna undir námskeiðahald.
Leigugjaldi verður stillt í hóf þar sem markmiðið er að styðja smáframleiðendur í að koma vöru sinni á markað og stuðla þannig að aukinni verðmætasköpun í heimabyggð.
Fundirnir verða sem hér segir:
Laugarbakki: Félagsheimilið Ásbyrgiþriðjudaginn 22. ágúst kl. 15.00
Skagafjörður: Kakalaskálimiðvikudaginn 23. ágúst kl. 15.00
Skagaströnd: Gamla Kaupfélagið, efrihæðfimmtudaginn 24. ágúst kl. 14.00
15.08.2017
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 16. ágúst 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00.
Dagskrá:
Fundarboð héraðsfundar A-Hún
Bréf Blönduósbæjar dags. 5. júlí 2017
Framkvæmdir 2017
Ársreikningur Félags og skólaþjónustu A-Hún
Ársreikningur Byggðasamlags um menningu og atvinnumál
Bréf
Íbúðalánasjóðs, dags. 28. júní 2017
Þjóðskrár Íslands, dags. 12. júlí 2017
Forsætisráðuneytisins, dags. 5. júlí 2017
Vegagerðarinnar, dags. 15. júní 2017
Fundargerðir:
Tómstunda og menningarmálanefndar, 02.07.2017
Aðalfundar Norðurár bs, 29. júní 2017
Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 30.05.2017
Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 07.06.2017
Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 30. 06.2017
Önnur mál
Sveitarstjóri
03.07.2017
Golf á Skagaströnd: Háagerðisvöllur er fínn, krefjandi og þrifalegur
Í fréttamiðlinum Miðjunni er góð og jákvæð umfjöllun um golfvöllinn á Skagaströnd. Þar segir:
Það fyrsta sem mætir fólki sem kemur á Háagerðisvöll á Skagaströnd er snyrtimennska. Þar er allt hreint og öllu er sýnilega vel viðhaldið. Það næsta sem leitar á hugann, er hvernig unnt er að hafa eins góðan golfvöll, og Háagerðisvöll, í eins fámennu sveitarfélagi og Skagaströnd er. Það er nokkuð merkilegt.
Svarið er eflaust það sama. Mikil vinna fárra manna sem greinilega telja ekki eftir sér að sinna vellinum. Þeim hefur tekist vel upp.
Golfskálinn er lítill, en hann, sem og annað, er hreinn og umgengnin er til fyrirmyndar. Völlurinn er níu holur og par 36, eða 72 þegar leiknar eru átján brautir, tveir hringir. Völlurinn er 2543 metrar, eða 5086, af gulum teigum og 2254, eða 4508, af rauðum teigum.
http://www.midjan.is/golf-skagastrond-haagerdisvollur-er-finn-krefjandi-og-thrifalegur/
03.07.2017
Skrifstofa Sveitarfélagsins Skagastrandar
Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa dagana 10. – 21. júlí 2017.
Skrifstofan opnar aftur eftir sumarleyfi 24. júlí.
Sveitarstjóri