Mynd vikunnar

Stígandi Hu 9 Stígandi Hu 9 á stími í land með góðan afla á línu. Bjarni Helgason skipstjóri og eigandi í brúnni. Ásmundur Bjarni Helgason fæddist 30. nóvember 1903 að Eyri í Norður Ísafjarðarsýslu og dó 30. desember 1983. Hann var sjómaður allt sitt líf og lengst af skipstjóri. Hann flutti til Skagastrandar 1947 og gerði Stíganda, sem var 22 tonn að stærð, út þaðan í 30 ár. Eftir að hann seldi Stíganda gerði hann svo út á grásleppu á lítilli trillu. Margir sjómenn á Skagaströnd byrjuðu sína sjómennsku sem hásetar hjá Bjarna. Hann þótti afburða sjómaður og vílaði ekki fyrir sér að leggja einn í langferðir á Stíganda sínum. Þannig fór hann einn á honum frá Skagaströnd til Vestmannaeyja í febrúarmánuði (1960?) til að róa þar á vetrarvertíð. Kom hann við á Ísafirði og Reykjavík til að sofa. Bjarni var giftur Lilju Ásmundsdóttur (d. 2.4.1990) og gerðu þau sér heimili að Eyri (Holti) á Skagaströnd. Saman áttu þau fimm börn: Maríu, Helga, Skúla, Kjartan og Birnu. María og Helgi eru nú látin. Margar sögur eru sagðar af Bjarna á Stíganda en sennilega lýsir honum best það sem einn af hásetunum hans sagði um hann: " Bjarni er alltaf bestur þegar veðrið er verst". (Heimild: Skipstjórnarmenn 1. bindi eftir Þorstein Jónsson)

Gestanemi í Rannsóknarsetrinu í júní

Dagana 9. til 22. júní dvelur Sean Lawing á Skagaströnd með fjölskyldu sinni og vinnur að rannsóknum sínum á bókasafni Halldórs Bjarnasonar hjá Rannsóknasetrinu. Sean er doktorsnemi við Íslenskudeild Háskóla Íslands og í ritgerð sinni: "Disfigurement in Old Norse-Icelandic Law and Literature", fjallar hann um ofbeldislýsingar í Íslenskum miðaldasögum og samsvarandi framsetningu þeirra í íslenskum og norskum lögum frá sama tíma. Rannsóknarefnið sem hann vinnur að nú um stundir kallar hann: "Plotting against their Lives: fjörráð and álótsráð in Sturlunga saga". Meðfram doktorsnámi sínu starfar Sean Lawing nú sem fyrirlesari í sögu og ritun við Bryn Athyn College, PA USA.

Sveitarfélagið Skagaströnd – Leikskólinn Barnaból

Leikskólanum Barnabóli 10. júní 2013 Leikskólakennari óskast í 100% starf að leikskólanum Barnabóli Skagaströnd frá og með 15. ágúst 2013 Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum leikskólakennara sem er tilbúinn að koma í góðan starfsmannahóp leikskólans Barnabóls. Leikskólinn er tveggja deilda með um 32 nemendur. Berist ekki umsóknir frá leikskólakennurum eða fólki með sambærilega menntun sem uppfylla hæfniskröfur er heimilt að ráða leiðbeinanda tímabundið til eins árs. Vakin er athygli á að skv. lögum um leikskóla frá 2008 getur leikskólastjóri farið fram á sakavottorð hjá umsækjanda. Leitast er við að jafna kynjamun og karlmenn jafnt sem konur hvött til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 24. júní 2013 Upplýsingar og móttaka umsókna er hjá leikskólastjóra Þórunni Bernódusdóttur Netfang: barnabol@skagastrond.is Sími 452-2706 Heimsíða: leikskolinn.is /barnabol

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður á Skagaströnd á morgun.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður á Skagaströnd á morgun, 8.juni. Farið frá Íþróttahúsinu kl. 11, hægt að skrá sig á staðnum. Tvær hlaupaleiðir í boði, 2,5 km og 5 km. Endilega komdu og vertu með, hægt er að kaupa boli í forsölu í Olís á Skagaströnd

Vinnumálastofnun leitar eftir starfsfólki

Vinnumálastofnun Greiðslustofa leitar eftir kraftmiklu og jákvæðu starfsfólki í liðsheild sína. Fulltrúi – Símaver Um er að ræða tímabundna stöðu fulltrúa í símaveri, þarf að geta byrjað sem fyrst Starfs- og ábyrgðarsvið Símsvörun, almenn skrifstofustörf Upplýsingagjöf Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur fulltrúa Stúdentspróf er æskilegt Góð reynsla af skrifstofustörfum Góð tölvukunnátta Góð íslensku- og enskukunnátta Þekking á vinnumarkaði, stjórnsýslulögum og atvinnuleysistryggingarkerfinu er kostur Samskiptahæfni og rík þjónustulund ásamt skipulagshæfileikum, sjálfstæði og metnaði til að skila góðu starfi Fulltrúi – Afgreiðsla umsókna Um er að ræða stöðu fulltrúa til afleysinga frá 01.07.13-01.02.14 Starfs- og ábyrgðarsvið Afgreiðsla umsókna, aðstoð við útborgun, almenn skrifstofustörf Skráning upplýsinga og upplýsingagjöf Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur fulltrúa Stúdentspróf er æskilegt Góð reynsla af skrifstofustörfum Góð tölvukunnátta Góð íslensku- og enskukunnátta Þekking á vinnumarkaði, stjórnsýslulögum og atvinnuleysistryggingarkerfinu er kostur Samskiptahæfni og rík þjónustulund ásamt skipulagshæfileikum, sjálfstæði og metnaði til að skila góðu starfi Sérfræðingur Um er að ræða stöðu sérfræðings til afleysinga í fæðingarorlofi frá 15.07.13-01.02.14 Starfs- og ábyrgðarsvið Gæðastjórnun, innra eftirlit og önnur störf. Formleg samskipti við einstaklinga og opinberar stofnanir Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur · Háskólanám sem nýtist í starfi · Góð þekking á gæðastjórnun · Góð tölvukunnátta · Góð íslensku- og enskukunnátta · Samskiptahæfni og rík þjónustulund ásamt skipulagshæfileikum, sjálfstæði og metnaði til að skila góðu starfi Umsóknarfrestur er til 17. júní 2013. Greiðslustofa á Skagastönd er staðsett á Túnbraut 1-3 og er hlutverk hennar að sjá um greiðslur atvinnuleysistrygginga fyrir allt landið. Þar starfa nú á þriðja tug starfsmanna. Um er að ræða full störf og eru laun greidd samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi Vinnumálastofnunar á heimasíðu hennar www.vinnumalastofnun.is. Nánari upplýsingar um störfin veitir Jensína Lýðsdóttir, forstöðumaður Greiðslustofu á Skagaströnd í s. 582-4900, Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist á netfang jensina.lydsdottir@vmst.is

Leikskólinn Barnaból á 36 ára afmæli 7. júní 2013

Árið 1977 opnaði leikskólinn Barnaból sem var góð þróun fyrir samfélagið. Í dag er leikskólinn 1. skólastigið í íslensku skólakerfi og hér fer fram gott og metnaðarfullt mennta- og uppeldisstarf sem byggir á aðalnámskrá leikskóla. Árin líða hratt hjá og í dag er leikskólinn okkar 36 ára og af því tilefni er heitt á könnunni yfir leikskóladaginn Verið velkomin í heimsókn. Nemendur og kennarar .

Mynd vikunnar

Sjómenn Frá vinstri á myndinni: Hallgrímur Kristmundsson, Gylfi Sigurðsson og Jón Ólafur Ívarsson (Daddi). Þeir sitja við borðið niðri í lúkarnum á Helgu Björgu Hu 7 sem þeir áttu og réru til fiskjar á í 20 ár. Hallgrímur V. Húnfjörð Kristmundsson (d. 9.10.1998) var vélstjóri um borð en hann átti þrjú börn með konu sinni Ingibjörgu Axelmu Axelsdóttur áður en þau skildu. Börnin voru: Jóhanna, Sævar Rafn og Axel Jóhann. Gylfi var stýrimaður um borð í Helgunni. Hann á þrjú börn: Hafþór, Guðbjörgu og Jóney með Guðrúnu Guðbjörnsdóttur konu sinni. Lengst til hægri er Jón Ólafur eða Daddi eins og hann er alltaf kallaður. Daddi var skipstjóri á Helgu Björgu og hann á fjögur börn með konu sinni Guðrúnu Sigurðardóttur - sem er reyndar systir Gylfa. Börn þeirra Dadda og Guðrúnar eru: Þórey, Hallbjörg, Sigrún og Ingvar Þór. Þessir þrír menn voru ákaflega samhentir um að láta hlutina ganga í útgerðinni og þrátt fyrir titlatogið hér að ofan gengu þeir allir í öll störf um borð Í Helgu Björgu, enda gekk útgerðin vel hjá þeim félögum.

Tilboð opnað í endurbyggingu Skagavegar

Vegagerðin opnaði tilboð 4. júní sl. í endurbyggingar Skagavegar frá gatnamótum Skagastrandarvegar að Harrastöðum. Um er að að ræða 3,68 km kafla sem verða lagðir bundnu slitlagi og skal útlögn klæðningar lokið fyrir 1. september 2013. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var 47,3 milljónir en eini bjóðandi í verkið, Skagfirskir verktakar ehf.,bauð 44,8 milljónir sem er 94,8% af áætlun.

Æfingatafla fyrir sameiginlegar fótboltaæfingar

Fótboltaæfingar fyrir 5- 6 bekk. Farið frá Fellsborg kl.09:20 og heimkoma 11:30 <> SunnudagurMánudagurÞriðjudagurMiðvikudagurFimmtudagurFöstudagurLaugardagur 1 2 Sjómannadagurinn34 Fótboltaæfing Blönduósi 5 – 6 bekk 09:45 – 11:005 Fótboltaæfing Blönduósi 5 – 6 bekk 09:45 – 11:006 Fótboltaæfing Skagaströnd 5 – 6 bekk 09:45 – 11:0078 91011 Fótboltaæfing Blönduósi 5 – 6 bekk 09:45 – 11:0012 Fótboltaæfing Skagaströnd 5 – 6 bekk 09:45 – 11:0013 Fótboltaæfing Blönduósi 5 – 6 bekk 09:45 – 11:001415 161718 Fótboltaæfing Skagaströnd 5 – 6 bekk 09:45 – 11:0019 Fótboltaæfing Blönduósi 5 – 6 bekk 09:45 – 11:0020 Fótboltaæfing Blönduósi 5 – 6 bekk 09:45 – 11:002122 Smábæjaleikar Blönduósi 23 Smábæjaleikar Blönduósi242526272829 30 Fótboltaæfing 7 – 10 bekk. Farið frá Fellsborg kl. 17:00 og komið heim kl. 19:30 <> SunnudagurMánudagurÞriðjudagurMiðvikudagurFimmtudagurFöstudagurLaugardagur 1 2 Sjómannadagurinn34 Fótboltaæfing Blönduósi 7 - 10 bekkur 17:30-19:005 Fótboltaæfing Blönduósi 7 - 10 bekkur 17:30-19:006 Fótboltaæfing Skagaströnd 7 - 10 bekkur 17:30-19:0078 91011 Fótboltaæfing Blönduósi 7 – 10 bekkur 17:30-19:0012 Fótboltaæfing Skagaströnd 7 – 10 bekkur 17:30-19:0013 Fótboltaæfing Blönduósi 7 – 10 bekkur 17:30-19:001415 161718 Fótboltaæfing Skagaströnd 7 – 10 bekkur 17:30-19:0019 Fótboltaæfing Blönduósi 7 – 10 bekkur 17:30-19:0020 Fótboltaæfing Blönduósi 7 – 10 bekkur 17:30-19:002122 Smábæjaleikar Blönduósi 23 Smábæjaleikar Blönduósi242526272829 30 Fótboltaæfingar fyrir 1 - 4 bekk. Farið frá Fellsborg kl.10:30 og heimkoma 12:30 <> SunnudagurMánudagurÞriðjudagurMiðvikudagurFimmtudagurFöstudagurLaugardagur 1 2 Sjómannadagurinn34 Fótboltaæfing Blönduósi 1-4 bekkur 11:00-12:005 Fótboltaæfing Blönduósi 1-4 bekkur 11:00-12:006 Fótboltaæfing Skagaströnd 1-4 bekkur 11:00-12:0078 91011 Fótboltaæfing Blönduósi 1-4 bekkur 11:00-12:0012 Fótboltaæfing Skagaströnd 1-4 bekkur 11:00-12:0013 Fótboltaæfing Blönduósi 1-4 bekkur 11:00-12:001415 161718 Fótboltaæfing Skagaströnd 1-4 bekkur 11:00-12:0019 Fótboltaæfing Blönduósi 1-4 bekkur 11:00-12:0020 Fótboltaæfing Blönduósi 1-4 bekkur 11:00-12:002122 Smábæjaleikar Blönduósi 23 Smábæjaleikar Blönduósi242526272829 30

Hlaupanámskeið

Ef næg þátttaka fæst ætlar hann Torfi H. Leifsson hjá hlaup.is að koma og vera með hlaupanámskeið á Blönduósi sunnudaginn 9. Júní 2013. Þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl og þeir sem hafa tekið þátt verið mjög ánægðir. Áætlað er að byrja um kl 9:30 að morgni og enda um kl 18:30. Námskeiðið er að mestu byggt upp á fyrirlestrum en verklegar æfingar verða í lok dags. Farið í ýmis praktísk atriði eins og útbúnað, mataræði, styrktaræfingar, teygjur og fleira. Hægt að lesa nánar um námskeiði á vefnum hlaup.is. Námskeiðið er ætlað bæði byrjendum og þeim sem hafa verið að hlaupa en vilja fá ráðleggingar. Skráning í síðasta lagi mánudaginn 3. júní hjá Ásdísi Arinbjarnardóttur í síma 6903243 eða á facebook . Síðan heitir Nafnlausi skokkhópurinn. Vonandi vilja sem flestir vera með svo við getum gert úr þessu skemmtilegan og fræðandi dag.