Kofasmíðin gengur vel hjá krökkunum

Það var mikið um að vera í kofahverfinu hjá krökkunum á Skagaströnd þegar þau fengu málningu til að mála nýju húsin sín. Krakkarnir hafa í sumar verið á námskeiði á vegum ungmennafélagsins og Höfðahrepps þar sem settir voru upp skólagarðar, unnið við kofasmíði og farið í íþróttir og leiki. Í skólagörðunum sem eru rétt við kofana hafa verið settar niður matjurtir og kennd umhriða matjurtagarða. Um daginn var farið í vettvangsferð upp í Hrafndal þar sem m.a. var haldinn fleytikeppni á ánni og keppt í hver ætti hraðskreiðustu fleytuna. Krakkarnir mættu með alls kyns leikföng sem hægt var að láta fljóta og nýttu sér strauminn til að koma þeim í mark. Umsjónarmenn með námskeiðinu eru Birna Sveinsdóttir og Elva Þórisdóttir. Námskeiðið hefur verið tvo tíma á dag þrjá daga í viku fyrir börn á aldrinum 6-13 ára. (Ljósm. Herdís J.)

Gamlir kunningjar koma í Kántrýbæ

Nú ætlar Hljómsveitin Janus að ríða í hlað og koma í Kántrýbæ á Föstudagskvöldið 21. júlí og leika nokkur létt lög og rifja upp gömlu taktana. - Síðast þegar Hljómsveitin lék í Kántrýbæ var alveg kjaftfullt hús af fólki á öllum aldri og ætlaði allt um koll að keyra og það verður það vafalaust einnig,á Föstudaginn kemur. Við drengirnir í hljómsveitinni Janus erum núna þessir: Gummi Jóns aðalsprautan,Hjörtur Guðbjarts,Fannar Viggós,Þórarinn Grétars,Þorvaldur Skafta og Kristján Blöndal, en fyrir svo sem tuttugu árum þá spiluðum við á nokkrum dansleikjum á Skagaströnd og tókst það ágætlega því Gummi lét okkur æfa svolítið og myndaðist þá þessi skemmtilega kemestría svokallaða þegar menn ná almennt vel saman í samspili jafnt tóna sem og í húmor og samræðum. Því er gaman að að tala um það að nú erum við að koma saman aftur eftir langan tíma fyrst á Kántrýhátíðinni 2001 á útisviðinu sem var feykilega gaman og svo næst í Kántrýbæ í Okt.2004 og svo núna síðast í Kántrý í Nóv.2005. Það er tilvalið fyrir ferðamenn að skjótast á Skagaströnd og tjalda á frábæru tjaldstæði og mæta svo í Kántrýbæ á Föstudagskvöldið. Það eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Bestu þakkir. Kristján Blöndal.

Afmælishátíð Landsbankans

Laugardaginn 1.júlí 2006 hélt Landsbankinn veislu vegna 120 ára afmælis bankans. Haldið var upp á afmælið í útibúum bankans um allt land. Fjöldi fólks tók þátt í gleðinni með okkur á Skagaströnd í góðu veðri. Hugrún og Jón Ólafur spiluðu fyrir okkur og Eygló söng. Farið var í leiki, sem Calle sá um og Adolf Hjörvar stjórnaði minigolf-móti. Laufey Inga og Silfá máluðu krakkana. Gunnar og Ómar Ingi grilluðu pylsur og inni í banka var boðið upp á afmælistertu og kaffi. Við þökkum öllum sem komu og nutu dagsins með okkur. Starfsfólk Landsbanka Íslands hf Skagaströnd

Flutningur meginstarfsemi Fæðingarorlofssjóðs og umsýslu atvinnuleysistrygginga

Fréttatilkynning Meginstarfsemi Fæðingarorlofssjóðs flutt til Hvammstanga Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að meginstarfsemi Fæðingarorlofssjóðs verði staðsett á Hvammstanga. Frá 1. janúar 2007 flyst starfsemi sjóðsins til Vinnumálastofnunar og hefur ráðherra við þessa ákvörðun falið forstjóra Vinnumálastofnunar og starfsmönnum hans að undirbúa flutninginn. Gert er ráð fyrir að um 10 stöðugildi verði við starfsemi sjóðsins á Hvammstanga. Á fjárlögum fyrir árið 2006 er gert ráð fyrir 7 milljörðum króna til greiðslu fæðingarorlofs og eru viðskiptavinir sjóðsins á milli sjö og átta þúsund á ári hverju. Umsýsla atvinnuleysistrygginga flutt til Skagastrandar Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að umsýsla atvinnuleysistrygginga fari fram og verði staðsett á Skagaströnd. Með gildistöku nýrra laga þann 1. júlí næstkomandi um atvinnuleysistryggingar mun Vinnumálastofnun annast alla stjórnsýslu og umsýslu atvinnuleysistrygginga samkvæmt sérstökum samningi við stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs, sbr. 3. mgr. 6. gr. laganna. Með þessum breytingum er ætlunin að tryggja enn betur hagræði, samræmi og faglegri vinnubrögð við ákvörðun um rétt innan atvinnuleysistryggingakerfisins og umsýsla fari fram á einum stað fyrir landið allt í stað margra áður. Gert er ráð fyrir að um 6–8 stöðugildi verði við starfsemi í reiknistofu atvinnuleysistrygginga. Heimild: Fréttavefur Félagsmálaráðuneytis

Næsti fundur hreppsnefndar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í hreppsnefnd Höfðahrepps miðvikudaginn 28. júní 2006 á skrifstofu hreppsins kl 1600. Dagskrá: 1. Kosning oddvita og varaoddvita 2. Tillaga um ráðningu sveitarstjóra 3. Breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp hreppsnefndar 4. Kosning í nefndir, ráð og stjórnir 5. Önnur mál Sveitarstjóri

Kofasmíði/skólagarðar/leikja og íþóttanámskeið

Í morgun, 20 júní hófst frístundastarf á vegum UMF Fram og Höfðahrepps. Námseiðið mun standa í 8 vikur eða fram til 17. ágúst og verður á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl: 10:00 - 12:00. Starfið er opið fyrir börn fædd á árunum 1993 - 2000. Það verða meðal annars gróðursettar matjutir, smíðaðir kofar, farið í íþróttir og leiki ásamt ýmis konar vettvangsferðum. Starfsemin mun fara fram á íþróttavellinum og sunnan hans. Fyrstu vikuna er mest hugað að undirbúningi á matjurtagörðum og gróðursetningu svo að stígvél og hlífðarfatnaður kemur sér vel. P.S. Ágætu foreldrar, ömmur, afar, frænkur, frændur og aðrir bæjarbúar Börnin hafa mjög gaman af því að hafa fullorðna með í leik og starfi. Því þætti okkur vænt um að þið gæfuð ykkur tíma til að koma og starfa með okkur og börnunum stund og stund eða dag og dag. Sérstaklega væri gaman að fá fólk með "græna fingur" núna fyrstu dagana, börnunum til aðstoðar.

Farsímasamband boðið út - Samband kemst á um Þverárfjall

Í gær var kynnt á Evrópska efnahagssvæðinu forval vegna framkvæmda við áframhaldandi uppbyggingu á GSM farsímakerfinu á hringveginum og fimm fjallvegum. Eru þessir vegarkaflar samanlagt um 500 km. Meðal kafla þar sem sambandið verður bætt má nefna Norðurárdalur, Öxnadalsheiði, Möðrudalsöræfi, Jökuldalur, Skriðdalur og Breiðdalur, Hvalnesskriður, Öræfi og Sólheimasandur. Auk þessara kafla á hringveginum verður GSM-samband bætt á fimm fjallvegum: Fróðárheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þverárfjalli, Fjarðarheiði og Fagradal. Þessir fjallvegir eru meðal annars valdir út frá slysatíðni og meðalumferð á sólarhring. Auk þessara svæða sem þarna eru nefnd eru í útboðinu nokkur svæðum í Húnaþingi sem eru sambandslaus eins og t.d. við Bólastaðarhlíð, kaflinn frá Hólabaki að Stóru Giljá svo og dauðir kaflar Húnaþingi vestra. 2,5 milljörðum króna, sem er hluti af söluandvirði Símans, verður varið til að hrinda fjarskiptaáætluninni í framkvæmd og er GSM-útboðið fyrsta verkefnið sem fjarskiptasjóður ýtir úr vör. Fjarskiptaáætlunin gerir ráð fyrir að GSM-farsímanetið verði þétt þar sem það gegni mikilvægu hlutverki sem öryggistæki fyrir almenning, ekki síst á fáförnum köflum á þjóðvegum landsins. Í næsta áfanga verður hugað að því að bæta sambandið víðar á stofnvegum landsins og við helstu ferðamannastaði. Forvalið verður auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og þeir sem áhuga hafa á þátttöku skulu skila tilkynningu sinni til Ríkiskaupa. Þar sem gera verður ráð fyrir rúmum tíma fyrir allt útboðsferlið er áætlað að verksamningur verði undirritaður í byrjun næsta árs. Meðfylgjandi kort (pdf) sýnir svæðin þar sem boðin verða út. Heimild: www.stjr.is Frétt af www.huni.is

AFMÆLISHÁTÍÐ - VÍÐAVANGSHLAUP

AFMÆLISÁR 2006 UMF FRAM, 80 ÁRA, 1926-2006 AFMÆLISHÁTÍÐ - VÍÐAVANGSHLAUP Sunnudaginn næstkomandi 18. júní ætlar U.M.F. Fram að halda víðavangshlaup og í framhaldi af því að stofna til afmælishátíðar. Víðavangshlaupið hefst kl 16:00 og eiga keppendur og stuðningsfólk að mæta við gamla pósthúsið. Eftir að hlaupinu lýkur höldum við afmælishátíð þar sem verður grillað og farið í leiki. KOMUM SAMAN OG HÖFUM GAMAN. Stjórn U.M.F. Fram

Stórtónleikar í íþróttahúsinu á Skagaströnd

Föstudaginn 16. júní kl 17.00 verða stórtónleikar norrænna karlakóra í íþróttahúsinu á Skagaströnd. Þá munu karlakórar frá vinabæjum Skagastrandar í Ringerike, Växjö og Lohja syngja ásamt Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Dagskráin er þannig upp byggð að kórarnir syngja bæði hver fyrir sig og allir saman. Okkur býðst því einstakt tækifæri til að heyra skemmtilegan söng frá öðrum norðurlöndum og jafnframt hlýða á stærsta karlakór sem sungið hefur í Húnaþingi. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangseyrir 1000 kr. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Höfðahreppur.

Dagskrá sjómannadagsins

Dagskrá sjómannadagsins á Skagaströnd helgina 9.-10. júní 2006 Föstudagurinn 9.júní 2006. 21:00-24:00 Unglingadansleikur. Hljómsveitin Ulrik leikur fyrir dansi í Fellsborg Aldurstakmark 11-16 ára (árg.1990-1995).Meðferð áfengis er bönnuð. Laugardagur 10.júní 2006. KL. 09:00 Skemmtisigling með Örvari HU 2 KL. 10:30 Skrúðganga frá höfninni til kirkju undir forystu lögreglumanna. KL. 11:00 Sjómannadagsmessa í Hólaneskirkju. Að messu lokinni verður lagður blómakrans við minnismerki drukknaðra sjómanna til að heiðra minningu þeirra. KL. 13:30 Skemmtun á hafnarhúsplani. Kappróður - leikir - skemmtikraftar. KL. 15:30 Kaffisala og listsýning í Höfðaskóla. Rósa Björk Blöndal Einarsdóttir sýnir blýantsteikningar. KL. 17:00 Bíó í Fellsborg. Sýnd verður myndin Ace Age 2, miðaverð 500 kr. KL. 23:00 Stórdansleikur í Fellsborg. Hljómsveitnin Ulrik leikur fyrir dansi til kl.03:00 Góða Skemmtun. Björgunarsveitin Strönd