25.01.2016
Dagana 8/2-10/2 2016 verður krabbameinsleit á Heilsugæslustöðinni á Blönduósi.
Konur sem fengið hafa bréf frá leitarstöðinni eru hvattar til að panta tíma í síma 455-4100 milli kl 09:00-15:00 í síðasta lagi miðvikudaginn 3/2 2016.
Ásdís H. Arinbjarnardóttir
Yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu
Staðarumsjón Blönduósi
The Health Care Institution of North Iceland
25.01.2016
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar þriðjudaginn 26. janúar 2016 kl 800 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Dagskrá:
1. Endurskoðun samnings við Hjallastefnu
2. Þjónustusamningur um málefni fatlaðs fólks
3. Gjaldskrár sveitarfélagsins
4. Sala íbúða
5. Bréf:
a. Lohja, dags. 11. desember 2015
b. Ámundakinnar, dags. 13. janúar 2016
6. Fundargerðir:
a. Fræðslunefndar, 20.01.2016
b. Stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún18.01.2016
c. Stjórnar SSNV, 12.01.2016
d. Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 29.12.2015
e. Stjórnar Hafnasambands Íslands, 14.12.2015
f. Stjórnar Hafnasambands Íslands, 18.01.2016
g. Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 15.01.2016
h. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 30.11.2015
i. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 11.12.2015
7. Önnur mál
Sveitarstjóri
22.01.2016
Verslunin Borg
Verslunin Borg , sem var í húsinu á myndinni, var ekta krambúð
þar sem hægt var að fá keypt nánast hvað sem var til heimilisins.
Verslunina áttu og ráku hjónin Sigurður Sölvason (d. 24.9.1968)
og Margrét Konráðsdóttir (d. 17.9.1974).
Hjónin bjuggu í húsinu - í austurenda þess - en verslunin var í
meginhluta hússins.
Kjallari var undir því og var hann nýttur fyrir hluta af lager verslunarinnar.
Hinum megin við götuna var líka lagerhúsnæði, sem þau hjón
áttu, en það hús stendur enn.
Eftir að Sigurður lést var húsið selt rafmagnsfyrirtækinu Neistanum
sem þá var í eigu þeirra Jóns Inga Ingvarssonar og
Hallbjörns Björnssonar. Ráku þeir félagar saman rafverkstæði í
húsinu í allmörg ár.
Hallbjörn keypti síðan hlut Jóns Inga, þegar hann fór að starfa á
öðrum vettvangi. Hallbjörn byggði stórt húsnæði yfir starfsemi sína
ekki langt frá þessu húsi og þar hefur hann rekið
Neistann til þessa dags (janúar 2016).
Húsið á myndinni var svo rifið allnokkrum árum eftir að
Neistinn hafði flutt í sitt nýja húsnæði.
15.01.2016
Systkini.
Myndin er tekin af systkinum í 70 ára afmæli
Kára Kristjánssonar 5. desember 1984.
Standandi frá vinstri: Sigurbjörn Kristjánsson (d. 10.9.1989),
afmælisbarnið Kári Kristjánsson (d. 11.12.1990)
og Lúðvík Kristjánsson (d. 10.2.2001). Fyrir framan þá situr
systir þeirra, Lára Kristjánsdóttir (d. 6.9.1993).
Litla stúlkan til hægri er Erla María Lárusdóttir sem er langömmubarn
Láru. Myndin var tekin heima á Kárastöðum (Bankastræti 5), sem
nú eru horfnir, en þar bjuggju þeir Kári og Sigurbjörn saman
ásamt ráðskonunni Jónínu Valdimarsdóttur.
08.01.2016
Snjótittlingar
Þessi mynd á að minna okkur á gefa smáfuglunum
þegar hart er á jörð.
Það getur verið ótrúlega gaman að fylgjast með þessum varkáru
fuglum tína í sig korn eða brauðmola rétt fyrir utan gluggann.
Kattaeigendur eru líka beðnir að huga að því að halda þeim fjarri
fuglunum því veiðieðli kattanna er ekki auðvelt að temja.
Myndina tók Hjalti Viðar Reynisson og sendi í Ljósmyndakeppni sveitarfélagsins árið 2010.
30.12.2015
Ljósmyndasafn Skagastrandar óskar öllum gleði og farsældar á komandi ári um leið og það þakkar fyrir árið 2015 sem nú er að kveðja.
23.12.2015
Jólatréskemmtun
Árleg jólatréskemmtun Lionsklúbbs Skagastrandar verður haldin í Fellsborg laugardaginn 26. desember (annan í jólum).
Skemmtunin hefst kl. 15:00.
Fjölskyldur eru hvattar til að fjölmenna og eiga notalega stund með börnunum.
Enginn aðgangseyrir.
Með jólakveðju
Lionsklúbbur Skagastrandar
23.12.2015
Eins og undanfarin ár verður skötuveisla í dag Þorláksmessu og hefst kl. 11:30 -13:30.
Fisk-seafood og áhafnir togaranna
21.12.2015
Opnunartími Bókasafns Skagastrandar yfir jól og áramót
Þorláksmessa LOKAÐ
Mánudagur 28. Desember 2015 Opið klukkan 16-19
Miðvikudagur 30. Desember 2015 Opið klukkan 15-17
Við óskum ykkur öllum gleðilegra bókajóla, árs og friðar og hlökkum til að sjá ykkur öll á komandi ári.
Bókaverðir