Höfðaskóli í 3. sæti í Skólahreysti

Fimmtudaginn 8. mars s.l. fór fríður hópur frá Skagaströnd til Akureyrar. Voru þar á ferð nemendur úr 8.-10. bekk Höfðaskóla sem voru á leið í Höllina á Skólahreysti 2007. Skólahreysti er keppni milli grunnskóla landsins og fer þannig fram að 4 keppendur koma frá hverjum skóla og etja kappi í 5 greinum sem tengjast þoli, styrk og snerpu. Í hverri viku er haldin undankeppni þar sem nokkrir skólar etja kappi saman og kemst sigurvegari í úrslitakeppnina sem fram fer í Laugardalshöll í apríl. Hver undankeppni er svo sýnd á Skjá einum á þriðjudagskvöldum kl. 20:00. Í undankeppninni s.l. fimmtudag tóku alls 9 skólar víðsvegar að frá Norðurlandi þátt. Keppnin var æsispennandi allan tímann, ekki bara inni á vellinum heldur líka í áhorfendastúkunni og létu nemendur Höfðaskóla ekki sitt eftir liggja þar, frekar en í keppninni sjálfri. Keppendur Höfðaskóla, þau Ingimar Vignisson, Patrik Snær Bjarnason, Silfá Sjöfn Árnadóttir og Sólrún Ágústa stóðu sig mjög vel og hafnaði liðið í 3. sæti, á eftir Borgarhólsskóla frá Húsavík sem varð í 2. sæti og Grunnskóla Siglufjarðar sem sigraði þessa umferð. Glæsilegur árangur hjá keppendum Höfðaskóla og eiga þau og þjálfari þeirra, Helena Bjarndís Bjarnadóttir íþróttakennari hrós skilið. Liðið lagði mikið á sig og æfði vel fyrir keppnina, fór m.a. í æfingaferð í Voga á Vatnsleysuströnd þar sem finna má útihreystibraut sem hentaði vel til æfinga fyrir Skólahreystina. Að keppni lokinni var síðan haldið á pizzahlaðborð á Greifanum og tóku unglingarnir vel til matar síns enda örþreyttir og svangir eftir öll átökin og köllin í stúkunni. Heimferðin gekk vel og var vel tekið undir fm957- slögurunum í útvarpinu rútubílstjóranum, Ágústi frá Geitaskarði, til mikillar ánægju. Það voru sælir en þreyttir nemendur sem komu aftur til Skagastrandar um tíuleytið, með 3. sætið í Skólahreysti upp á vasann. Ekki síður voru kennararnir sem fóru með í ferðina ánægðir við heimkomuna enda stóðu nemendurnir sig mjög vel í einu og öllu og voru skólanum sínum til mikils sóma. Fyrir þá sem vilja kynna sér Skólahreysti nánar má benda á heimasíðuna www.skolahreysti.is og svo sjónvarpsþættina á þriðjudagskvöldum. Með kærri kveðju, Heiðrún Tryggvadóttir og Ágúst Ingi Ágústsson.

ÁRSHÁTÍÐ HÖFÐASKÓLA

ÁRSHÁTÍÐ Árshátíð Höfðaskóla verður haldin í Fellsborg föstudaginn 16. mars 2007 og hefst kl. 19:30. Dagskrá : - Skemmtiatriði - Diskótek Aðgangseyrir: Fyrir 17 ára og eldri - 1.000.- kr. Fyrir 6 - 16 ára - 600.- kr. Fyrir 5 ára og yngri - frítt Frítt fyrir 3ja barn og fleiri frá heimili. Tertuhappdrætti – aðgöngumiðarnir eru númeraðir. Boðið verður upp á gæslu fyrir yngstu börnin meðan skemmtiatriðin eru. Mætum öll og styðjum ferðasjóð nemenda. Verið velkomin. Skólafélagið Rán.

Wilson Mango í Skagastandarhöfn

Wilson Mango landar í Skagastrandarhöfn rykbindiefni fyrir Vegagerðina. Skipið er á hringferð um landið og kom hingað frá Hólmavík. Landað verður um 750 tonnum. Á myndinni má sjá starfsmenn á vegum hafnarinnar sem tóku á móti skipinu og aðstoðuðu við að binda það. Skipið er skráð á Bahamas og er 89 metra langt.

Málstofa/vinnustofa um tónlist í skólastarfi

Miðvikudaginn 7. mars var haldin, á vegum Fræðsluskrifstofunnar, málstofa um tónlist í skólastarfi. Leiðbeinandi og umsjónarmaður var Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, tónmenntakennari. Áhersla var lögð á að leiðbeina kennurum um ýmsar leiðir til að brjóta upp kennslu og gera hana líflegri og skemmtilegri með tónlist. Mikil ánægja var með námskeiðið og sagði einn þátttakandinn að þetta hefði verið skemmtilegasta námskeiðið “ever”. Myndir: þátttakendur að störfum og uppstilltir

Næsti hreppsnefndarfundur

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í hreppsnefnd Höfðahrepps fimmtudaginn 8. mars 2007 á skrifstofu hreppsins kl 1600.. Dagskrá: Þriggja ára áætlun 2008-2010. (síðari umræða) Umsögn um tillögu til þingsályktunar um Samgönguáætlanir 2007-2010 og 2007-2018. Bréf: a) Héraðsráðs, dags. 18. febrúar 2007. b) Sambands íslenskra sveitarfélaga, 8. febrúar 2007. c) Växjö kommun, 9. og 12. febrúar 2007. d) Forx, 9. febrúar 2007. Fundargerðir: a) Héraðsnefndar A-Hún, 13.12.2007 b) Héraðsráðs, 4.01.2007 c) Héraðsráðs, 10.01.2007 d) Hérðasráðs, 15.01.2007 e) Héraðsráðs, 18.01.2007 f) Héraðsráðs, 14.02.2007 g) Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 14.02.2007 Önnur mál Sveitarstjóri

SKRIFSTOFUFÓLK OG SÉRFRÆÐINGUR Á SKAGASTRÖND

Vinnumálastofnun SKRIFSTOFUFÓLK OG SÉRFRÆÐINGUR Á SKAGASTRÖND Vinnumálastofnun mun 1. apríl nk. opna þjónustuskrifstofu á Skagaströnd. Verkefni hennar er að annast afgreiðslu og útreikning atvinnuleysistrygginga ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Vinnumálastofnun auglýsir hér með laus til umsóknar störf skrifstofufólks og sérfræðings á sviði atvinnuleysistrygginga. Skrifstofufólk Starfssvið: Móttaka umsókna og útreikningur atvinnuleysistrygginga. Símsvörun og almenn skrifstofustörf. Upplýsingagjöf. Hæfniskröfur: Leikni í tölvunotkun. Framhaldsmenntun er kostur og/eða reynsla af skrifstofustörfum. Skipulagshæfileikar og sjálfstæði. Hæfni í mannlegum samskiptum. Sérfræðingur Starfssvið: Greining og afgreiðsla umsókna. Formleg samskipti við einstaklinga og opinberar stofnanir. Umsjón með greiðslum atvinnuleysistrygginga. Hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Æskileg reynsla af sambærilegum verkefnum. Skipulagshæfileikar og sjálfstæði. Hæfni í mannlegum samskiptum. Góð enskukunnátta. Leikni í tölvunotkun. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2007. Laun eru greidd samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi Vinnumálastofnunar á heimasíðu hennar www.vinnumalastofnun.is Skriflegri umsókn ásamt ferilskrá skal skila til Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra, Þverbraut 1, 540 Blönduósi.

Kynningarfundur

Nú er tækifæri til að stíga út úr biðskýlinu og taka sér far með áætlunarferðinni “Hvað vil ég?” Langar þig til að forvitnast um námskeið sem kallað er Sóknarbraut, hagnýtt námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja? Kynningarfundur um námskeiðið verður í Fellsborg miðvikudaginn 7. febrúar nk. kl 12.00. Allir sem hafa áhuga eða eru forvitnir um málið eru hvattir til að mæta á kynningarfundinn, án allra skuldbindinga um framhaldið. Atvinnumálanefnd Höfðahrepps

Ágætu Skagstrendingar

Stjórn Ungmennafélagsins vill koma þökkum til allra þeirra sem gáfu dósir í söfnuninni sem fram fór núna um daginn. Krakkarnir fengu frábærar móttökur og söfnunin gekk framar vonum. Þetta gerir okkur kleift að standa fyrir skíðaferð til Akureyrar næstkomandi laugardag. Það er aldrei að vita nema að dósasöfnun verði reynd aftur og vonandi verðið þið ekki búin að gleyma okkur þá. Þið hafið eflaust tekið eftir að stór hópur barna, ungmenna og fullorðina klæðist nú skíðafatnaði sem merktur er félaginu. Að þessu verkefni komu 2 fyrirtæki með mjög myndarlegu fjárframlagi, SJÓVÁ og ÖRVI EHF. Til þessara fyrirtækja viljum við koma sérstökum þökkum. Slíkur stuðningur er ómetanlegur. Hópurinn frá Skagaströnd mun eflaust vekja töluverða eftirtekt í Hlíðarfjalli núna um helgina. Stjórn U.M.F Fram

Gamli skólinn er til leigu.

Gamla skólahúsið, Bjarmanes er til leigu þar sem núverandi leigjendur hafa sagt samningi sínum lausum. Undanfarin þrjú sumur hefur Kaffi Viðvík rekið kaffihús og upplýsingaþjónustu í húsinu en einnig staðið fyrir ýmsum menningarviðburðum. Hreppsnefnd Höfðahrepps auglýsir því eftir áhugasömum leigjanda sem hefði góðar hugmyndir um hvernig mætti nýta húsið og væri tilbúinn að framkvæma þær. Hugmyndum / umsóknum skal skilað á skrifstofu Höfðahrepps fyrir 1. febrúar 2007. Fyrir hönd hreppsnefndar, 8. janúar 2007. Sveitarstjóri

Pistill frá formanni U.M.F. Fram

Ágætu foreldrar og forráðamenn Ég vil fyrir hönd félagsins byrja á að þakka ykkur fyrir samstarfið í haust og vetur. Það hefur að mínu mati verið einstaklega ánægjulegt að fylgjast með hvernig starf félagsins hefur þróast í haust. Þátttaka barnanna í íþróttastarfinu hefur aldrei verið betri og áhuginn verið að aukast eftir því sem að liðið hefur á. Þjálfararnir Guðmundur Þór og Ágúst Ingi hafa reynst okkur ákaflega vel og hafa náð vel til krakkanna. Takk fyrir það. Það er því með með ákveðnum trega sem ég tilkynni að Guðmundur Þór kemur ekki til með að starfa fyrir félagið á nýju ári. Persónulegar aðstæður hans leyfðu það ekki. Það er því ljóst að nokkrar breytingar verða nú á vormisseri. Í stað Guðmundar hefur verið ráðinn annar þjálfari, Ingvar Magnússon frá Sauðárkróki. Ingvar er starfandi íþróttakennari og hefur komið að margskonar þjálfun ungmenna á síðastliðnum árum. Í kjölfar þessa reyndist nauðsynlegt að gera lítilsháttar breytingar á stundartöflu sem m.a. leiddu til þess að því miður er ekki hægt að hafa íþróttaskóla á miðvikudögum. Ég bið ykkur að kynna ykkur nýju stundartöfluna. Um leið og ég þakka Guðmundi vel unnin störf vil ég bjóða Ingvar velkominn til starfa. Ég vil minna á að enn eiga nokkrir eftir að nálgast skíðafatnaðinn sinn. Hægt er að gera það hjá Róbert og Aðalheiði. Skíðaferðir í Tindastól verða settar á um leið og aðstæður leyfa. Í lokin vil ég koma þökkum til allra þeirra, einstaklinga og fyrirtækja, sem styrktu félagið með kaupum á flugeldum og eða styrktu flugeldasýningu nú fyrir áramótin. Flugeldasalan er megin fjáröflun félagsins og er okkur því gríðarlega mikilvæg. Björgunarsveitinni þakka ég gott samstarf. Kveðja Halldór G. Ólafsson form U.M.F Fram ÆFINGATAFLA U.M.F FRAM VORMISSERI 2007 KLMánud.KLÞriðjud.KLMiðvikud.KLFimmtud. 15–16 Íþróttask° 1-4 b 15–16 Íþróttask* 1-4 b 15–16 Fellur niður 15–16 Íþróttask° 1-4 b 16-17:30 Frjálsar° 5-10 b 16-17 Fótbolti* 4-6 b 16-17 Fótbolti * 4-6 b 16-17:30 Frjálsar° 5-10 b 17:30-18:30 Fótbolti* 7-10b kk 17-18 Fótbolti* 7-10b kk 17 -18 Fótbolti* 7-10b kk og kvk 17:30-18:30 Fótbolti* 4-6 b 18-19 Fótbolti* 7-10b kvk 18:30-19:30 Fótbolti* 7-10b kvk ° = Ingvar * = Ágúst Ingi