Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar mánudaginn 19. maí 2014 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: Kjörskrá v. sveitarstjórnarkosninga 2014 Samþykkt um kostnaðarþátttöku vegna hitaveituvæðingar Atvinnuþróunarsjóður Stofnsamningur um félag vegna ferðaþjónustu Bréf Margrétar Pálu Ólafsdóttur, dags. 16. maí 2014 Fræðsluskrifstofa Skagafjarðar og A-Hún, dags. 5. maí 2014 Djásn & Dúllerís, dags. 15. maí 2014 Fundargerðir: Stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitafélaga, 12.05.2014 Önnur mál Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Fjölskyldan á Jaðri . Hjónin Björn Sigurðsson (d. 5.10.1999) og Elísabet Frímannsdóttir (Beta) (d. 1.9.1990) með börnin sín fyrir utan heimili þeirra að Jaðri (Neðra Jaðri). Börnin eru frá vinstri: Kristín Björnsdóttir (Dídí), Guðmundur Jón Björnsson, Hallbjörn Björnsson og Sigurður Björnsson.

Innritun fyrri tónlistarskólann á Skagaströnd

Innritun fyrri tónlistarskólann á Skagaströnd fer fram í dag fimmtudaginn 15. maí kl.16-18. Viljið þið vera svo væn að deila þessu svo þetta berist sem víðast. Þeir foreldrar sem innrituðu börnin sín í foreldraviðtölum þurfa ekki að gera það aftur. Tónlistarskóli A-Hún.

Nýr fiskibátur til Skagastrandar

Vík ehf útgerð hefur endurnýjað fiskiskipið Öldu HU 112 með kaupum á Kristni II SH 712 sem er 13 m langur og 14,92 tonna yfirbyggður plastbátur. Kristinn II er smíðaður hjá Trefjum ehf 2006 og í alla staði mjög vel útbúinn. Báturinn kom til heimahafnar á Skagaströnd í gær en hann er reyndar ekki ókunnugur í höfninni því hann hefur verið gerður út frá Skagaströnd hluta úr árinu undanfarin ár. Báturinn mun hljóta nafnið Alda og verður með skráningarnúmerið HU 112. Skipstjóri á bátnum verður Jóhann Sigurjónsson.

Nýtt framboð Ð-listinn - Við öll

Nýtt framboð Ð-listinn, fékk samþykktan framboðslista tíu frambjóðenda laugardaginn 10. maí, til sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014. Einkennisorð listans og heiti hans er Við öll. Í fréttatilkynningu frá Ð-listanum segir að um sé að ræða hóp fólks sem vill tryggja öllum íbúum Skagastrandar raunverulegan valkost á því að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að ganga til kosninga í vor. „Ljóst má vera að framtíð bæjarins er í höndum bæjarbúa allra og því er áhersla framboðsins að samfélagið skuli byggja á algeru gagnsæi stjórnsýslunnar, góðu siðferði og stóraukinni þátttöku íbúa Skagastrandar í stjórnsýslu sveitafélagsins,“ segir í tilkynningunni. Framboðslisti Ð-listans er skipaður eftirtöldum einstaklingum: 1. Steindór Haraldsson, framleiðslustjóri 2. Inga Rós Sævarsdóttir, fulltrúi 3. Kristín Björk Leifsdóttir, háskólanemi 4. Guðlaug Grétarsdóttir, leikskólakennari 5. Eygló Amelía Valdimarsdóttir, snyrtifræðingur 6. Súsanna Þórhallsdóttir, húsmóðir 7. Kristín Birna Guðmundsdóttir, fulltrúi. 8. Þröstur Líndal, bóndi 9. Sigríður Þórunn Gestsdóttir, húsmóðir. 10. Hallbjörn Björnsson, rafvirkjameistari

Breyttur fundartími sveitarstjórnarfundar

Fundur sem boðaður hefur verið verður í sveitarstjórn Skagastrandar kl 8.00 mánudaginn 12. maí verður á skrifstofu sveitarfélagsins kl 1100.

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar mánudaginn 12. maí 2014 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: Ársreikningur Endurskoðunarbréf Ársreikningur 2013 seinni umræða Þjónustusamningur sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks Fræðslumál: Kennslukvóti í grunnskóla Ráðning skólastjóra Skýrsla um ytra mat á Höfðaskóla Bréf Tækifæris hf., dags. 29. apríl 2014 Rögnvaldar Ottóssonar, dags. 23. apríl 2014 Stjórnar SSNV, dags. 10. apríl 2014 Oddnýjar M. Gunnarsdóttur, dags. 15. apríl 2014 Katrínar Maríu Andrésdóttur, dags. 29. apríl 2014 Fundargerðir: Stjórnar Félags og skólaþjónustu A-Hún, 22.04.2014 Önnur mál Sveitarstjóri

Dægurlagamessa í Hólaneskirkju á Skagaströnd

Dægurlagamessa í Hólaneskirkju á Skagaströnd sunnudagskvöldið 11. maí kl. 20:30. Flutt verða falleg og þekkt dægurlög eftir Guðmund Jónsson, Bubba Morthens, Geirmund Valtýsson, Magnús Kjartansson og fleiri. Kór Hólaneskirkju syngur við undirleik hljómsveitar kirkjunnar. Hugrún Sif Hallgrímsdóttir organisti fer fyrir hljómsveitinni en auk hennar er hún skipuð Skarphéðni H. Einarssyni, Benedikt Blöndal og Valgerði Guðnýju Ingvarsdóttur. Aðrir liðir messunnar eru meðal annars bæn, ritningarlestur og hugleiðing sem er í höndum séra Bryndísar Valbjarnardóttur. Verið hjartanlega velkomin að eiga ljúfa kvöldstund í Hólaneskirkju.

Aðalsafnaðarfundur.

Aðalsafnaðarfundur Hólaneskirkju verður haldinn á kirkjuloftinu mánudaginn 12. maí 2014 kl. 18:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir til að ræða málefni kirkju og kirkjugarðs. Sóknarnefndin

Mynd vikunnar

Pétur Ólafsson og fjölskylda Þessi mynd var tekin 1905 af Pétri Ólafssyni og fjölskyldu hans. Pétur var sonur Ólafs Jónssonar sem var veitingamaður í Viðvík á árunum 1868 - 1883 þegar hann flutti með fjölskyldu sína til Akureyrar. Pétur Ólafsson fæddist 1.maí 1870 og dó 11.maí 1949 og var því unglingur þegar fjölskyldan flutti til Akureyrar. Pétur var við nám og verslunarstörf á Eskifirði en flutti til Kaupmannahafnar og var þar 1890 - 92 og lauk þar námi í verslunarfræðum ásamt því að stunda frönskunám hjá Jóni Sveinssyni - Nonna, enskunám og nám í Íslensku hjá Bjarna frá Vogi. Eftir að hafa unnið við verslun í Flatey og í Kaupmannahöfn settist hann að á Patreksfirði og varð þar yfirmaður yfir öflugu verslunar - og útgerðarfyrirtæki - IHF. Pétur var forstjóri Síldareinkasölunar, sat í stjórn Eimskipafélagsins sem formaður um tíma, starfaði fyrir ríkisstjórnina við gerð viðskiptasamninga erlendis og við markaðsleit víða um heim. Hann var norskur konsúll og einnig barsilískur konsúll á Íslandi, stundaði hvalveiðar í fimm ár með tveimur bátum frá Tálknafirði, rak selveiðiskip og togara. Þá var Pétur frumkvöðull í ljósmyndun og kvikmyndagerð. Kona Péturs, sem er með honum á myndinni, var Marie Kristine Arnesen. Saman eignuðust þau sex börn auk tveggja uppeldisbarna. (Heimild: http://www.borgarskjalasafn.is/desktopdefault.aspx/tabid-4242/6667_read-1552/start-p/6630_view-2789/)