Sumarstörf fyrir nema hjá BioPol á Skagaströnd
07.05.2020
Sumarstörf fyrir tvo nema í raunvísindum eru í boði hjá BioPol á Skagaströnd. Samstarfsaðili er Náttúrustofa Norðurlands vestra sem hefur höfuðstöðvar á Sauðárkróki.
Störfin fela í sér talsverða forritun og þrívíddarprentun. Markmiðið er að smíða mælitæki fyrir sjómælingar (CTD; selta hitastig og dýpi) með innbyggðri dýptarstýringu og sendi fyrir gögn.