Breyttur fundartími sveitarstjórnarfundar

Fundur sem boðaður hefur verið verður í sveitarstjórn Skagastrandar kl 8.00 mánudaginn 12. maí verður á skrifstofu sveitarfélagsins kl 1100.

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar mánudaginn 12. maí 2014 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: Ársreikningur Endurskoðunarbréf Ársreikningur 2013 seinni umræða Þjónustusamningur sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks Fræðslumál: Kennslukvóti í grunnskóla Ráðning skólastjóra Skýrsla um ytra mat á Höfðaskóla Bréf Tækifæris hf., dags. 29. apríl 2014 Rögnvaldar Ottóssonar, dags. 23. apríl 2014 Stjórnar SSNV, dags. 10. apríl 2014 Oddnýjar M. Gunnarsdóttur, dags. 15. apríl 2014 Katrínar Maríu Andrésdóttur, dags. 29. apríl 2014 Fundargerðir: Stjórnar Félags og skólaþjónustu A-Hún, 22.04.2014 Önnur mál Sveitarstjóri

Dægurlagamessa í Hólaneskirkju á Skagaströnd

Dægurlagamessa í Hólaneskirkju á Skagaströnd sunnudagskvöldið 11. maí kl. 20:30. Flutt verða falleg og þekkt dægurlög eftir Guðmund Jónsson, Bubba Morthens, Geirmund Valtýsson, Magnús Kjartansson og fleiri. Kór Hólaneskirkju syngur við undirleik hljómsveitar kirkjunnar. Hugrún Sif Hallgrímsdóttir organisti fer fyrir hljómsveitinni en auk hennar er hún skipuð Skarphéðni H. Einarssyni, Benedikt Blöndal og Valgerði Guðnýju Ingvarsdóttur. Aðrir liðir messunnar eru meðal annars bæn, ritningarlestur og hugleiðing sem er í höndum séra Bryndísar Valbjarnardóttur. Verið hjartanlega velkomin að eiga ljúfa kvöldstund í Hólaneskirkju.

Aðalsafnaðarfundur.

Aðalsafnaðarfundur Hólaneskirkju verður haldinn á kirkjuloftinu mánudaginn 12. maí 2014 kl. 18:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir til að ræða málefni kirkju og kirkjugarðs. Sóknarnefndin

Mynd vikunnar

Pétur Ólafsson og fjölskylda Þessi mynd var tekin 1905 af Pétri Ólafssyni og fjölskyldu hans. Pétur var sonur Ólafs Jónssonar sem var veitingamaður í Viðvík á árunum 1868 - 1883 þegar hann flutti með fjölskyldu sína til Akureyrar. Pétur Ólafsson fæddist 1.maí 1870 og dó 11.maí 1949 og var því unglingur þegar fjölskyldan flutti til Akureyrar. Pétur var við nám og verslunarstörf á Eskifirði en flutti til Kaupmannahafnar og var þar 1890 - 92 og lauk þar námi í verslunarfræðum ásamt því að stunda frönskunám hjá Jóni Sveinssyni - Nonna, enskunám og nám í Íslensku hjá Bjarna frá Vogi. Eftir að hafa unnið við verslun í Flatey og í Kaupmannahöfn settist hann að á Patreksfirði og varð þar yfirmaður yfir öflugu verslunar - og útgerðarfyrirtæki - IHF. Pétur var forstjóri Síldareinkasölunar, sat í stjórn Eimskipafélagsins sem formaður um tíma, starfaði fyrir ríkisstjórnina við gerð viðskiptasamninga erlendis og við markaðsleit víða um heim. Hann var norskur konsúll og einnig barsilískur konsúll á Íslandi, stundaði hvalveiðar í fimm ár með tveimur bátum frá Tálknafirði, rak selveiðiskip og togara. Þá var Pétur frumkvöðull í ljósmyndun og kvikmyndagerð. Kona Péturs, sem er með honum á myndinni, var Marie Kristine Arnesen. Saman eignuðust þau sex börn auk tveggja uppeldisbarna. (Heimild: http://www.borgarskjalasafn.is/desktopdefault.aspx/tabid-4242/6667_read-1552/start-p/6630_view-2789/)

Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði syngur í Hólaneskirkju

Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði heldur söngskemmtun í Hólaneskirkju á Skagaströnd, sunnudaginn 11. maí og hefst skemmtunin kl. 15:00. Fjölbreytt söngskrá verður en söngstjóri og undirleikari er Jóhanna Marín Óskarsdóttir, um einsöng sér Þorbergur Skagfjörð Jósefsson og Hermann Jónsson leikur á harmonikku. Aðgangur ókeypis.

Framboð til sveitarstjórnar

Á fundi Skagastrandarlistans, miðvikudaginn 7. maí sl. var uppstilling listans staðfest. Fyrstu 5 sætum hans hafði áður verið stillt upp á opnum fundi þar sem fundarmenn röðuðu í sæti úr hópi 10 frambjóðenda. Framboðslisti Skagastrandarlistans (H –listi) Adolf H. Berndsen framkv.stjóri Halldór G. Ólafsson framkv.stjóri Róbert Kristjánsson verslunarstjóri Gunnar S. Halldórsson matreiðslumaður Jón Ólafur Sigurjónsson iðnaðarmaður Péturína L. Jakobsdóttir skrifstofustjóri Árný S. Gísladóttir fulltrúi Hrefna D .Þorsteinsdóttir stuðningsfulltrúi Sigurlaug Lára Ingimundardóttir þjónustufulltrúi Hafdís H. Ásgeirsdóttir hársnyrtir

Frá Tónlistarskóla A-Hún

Vortónleikar Tónlistarskólans verða: Skagaströnd: Í Hólaneskirkju fimmtudaginn 8. maí kl: 1700 Blönduósi: Í Blönduósskirkju miðvikudaginn 7. maí kl: 1700 Allir velkomnir Innritun fyrir næsta skólaár verður á Skagaströnd fimmtudaginn 15.maí frá kl. 16-18 að Bogabraut 10 á Blönduósi í Tónlistarskólanum Húnabraut 26 föstudaginn 16.maí frá kl. 16-18 Skólastjóri

Úrslit úr Stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar

Föstudaginn 2. maí fór fram stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar, en keppnin hefur nú verið haldin árlega í 17 ár. Í fyrsta sæti var Björn Vilhelm Ólafsson, Grunnskóla Fjallabyggðar, í öðru sæti var Páll Halldórsson, Höfðaskóla og í þriðja sæti var Guðjón Alex Flosason, Grunnskólanum á Hólmavík. Undankeppni stærðfræðikeppninnar fór fram í mars og tóku 170 nemendur frá Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni. Að þessu sinni komust 15 nemendur í úrslitakeppnina. Af þeim voru tveir frá Árskóla, tveir frá Varmahlíðarskóla, einn frá Grunnskólanum austan Vatna, einn frá Grunnskólanum á Hólmavík, einn frá Húnavallaskóla, tveir frá Höfðaskóla, einn frá Blönduskóla, þrír frá Grunnskóla Fjallabyggðar og tveir frá Dalvíkurskóla. Stærðfræðikeppnin er samstarfsverkefni FNV, grunnskóla, stofnana og fyrirtækja á Norðurlandi vestra auk þess sem fyrirtæki utan kjördæmisins koma að verkefninu. Kennarar í stærðfræði við FNV báru hitann og þungann af samningu og yfirferð keppnisgagna, en grunnskólarnir sáu um fyrirlögn dæmanna í undankeppninni. Heimild: FNV

Mynd vikunnar

Öflugt skátastarf var á vegum skátafélagsins Sigurfara á Skagaströnd í allmörg ár á sjötta og sjöunda áratugnum undir stjórn Þórðar Jónssonar félagsforingja. Eitt af verkefnum skátanna var að koma sér upp skála í Brandaskarði. Skálinn var því miður aldrei fullgerður heldur var einungis steyptar undirstöður og botnplata. Nokkrum árum seinna byggðu svo skátarnir skála í suðurhlíðum Spákonufells. Á þessari mynd eru galvaskir skátar í vinnuferð í Brandaskarði. Frá vinstri: Þórður Jónsson (d. 25.12.2010), Hallbjörn Björnsson Jaðri, Gissur Jóhannsson Lækjarbakka, Kristinn Lúðvíksson Steinholti, Ísleifur Haraldsson Jaðri, Þórunn Bernódusdóttir Stórholti, Guðrún Þórbjarnardóttir Flankastöðum, Birgir Júlíusson Höfðabergi, Jóhann Ingibjörnsson, Frímann Lúðvíksson Steinholti, Lárus Ægir Guðmundsson og Helgi Jónatansson Höfðabrekku