01.06.2015			
	
	Íbúafundur um umhverfismál
verður haldinn mánudaginn 1. júní nk.
kl. 17.30 í félagsheimilinu Fellsborg.
Efni fundarins er umhverfismál bæði almennt og með tilliti til Skagastrandar sérstaklega.
Kynningar- og umræðuefni á fundinum:
Plastmengun í hafi
James Kennedy, sérfræðingur hjá BioPol/Hafró
Flokkun og endurvinnsla úrgangs
Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar ehf
Umhverfis- og úrgangsmál á Skagaströnd
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri.
Sveitarstjóri
 
					
		
		
		
			
					29.05.2015			
	
	Sumar.
Verðlaunamynd  úr ljósmyndakeppni 2010  tekin af
Guðlaugu Grétarsdóttur.
Myndin sýnir börn að sulla í sjónum í víkinni neðan við
Lækjarbakka á góðum sumardegi.
Vissan fyrir því að sumarið mun koma, hjálpar okkur að þrauka
leiðinlegt tíðarfar í maí og gerir okkur enn ákveðnari í að njóta
sumarsins - þegar það loksins kemur.
 
					
		
		
			
					28.05.2015			
	
	Ágætu Skagstrendingar!
Nú vorar sem óðast og senn líður að sjómannadegi. Það er því kominn tími til að taka til hendinni og þrífa eftir veturinn.
Laugardaginn 30. maí er skorað á íbúa að taka sig til og hreinsa bæði hjá sér og í sínu nánasta umhverfi.
Endurvinnslustöðin verður opin kl 13.00 -17.00 og ekkert gjald tekið fyrir þann úrgang sem berst þennan dag.
Fulltrúar í sveitarstjórn munu taka á móti þeim sem koma á endurvinnslustöðina kl 15.00-17.00 og bjóða upp á grillaðar pylsur eða annað góðgæti.
Þeir sem ekki hafa búnað til flutninga geta óskað eftir kerruþjónustu hjá áhaldahúsi í síma 774 5427.
Mánudaginn 1. júní verður haldinn íbúafundur um umhverfismál – Hann verður auglýstur sérstaklega.
Sveitarstjóri
 
					
		
		
		
			
					22.05.2015			
	
	Hafnargerð
Þessi mynd var tekin af framkvæmdum við Skagastrandarhöfn 1934. Búið er að leggja veg á uppfyllingu út í Spákonufellsey en hún hefur verið brotin niður að hluta.
Grjótið í uppfyllinguna var sprengt úr Höfðanum eins og þekkt er. Á myndinni er verið að vinna við að steypa varnarvegg vestan við veginn út á fyrirhugað hafnarsvæði.
Það er áhugavert að bera þessa mynd saman við hvernig höfnin lítur út í dag. Myndin hefur líklega verið tekin af Einbúanum.
 
					
		
		
			
					21.05.2015			
	
	Skólaslit Höfðaskóla verða á morgun föstudaginn 22. maí
og hefjast kl. 18:00.
Með góðri kveðju
Vera Ósk Valgarðsdóttir, skólastjóri
 
					
		
		
			
					21.05.2015			
	
	Götusópun á Skagaströnd hefst í dag fimmtudaginn 21. maí og mun sópbíll vera við hreinsun gatna næstu 1-2 daga. Bíleigendur sem lagt hafa bílum sínum úti í götu eru beðnir að færa þá svo sópunin gagni betur og ekki verði eftir ósópaðir blettir.
Sveitarstjóri
 
					
		
		
			
					18.05.2015			
	
	Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir sumarstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun. Störfin eru við ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins m.a. við skógrækt, umhverfismál og umsjón með golfvelli.
Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur vegna sumarstarfa námsmanna er til 22. maí n.k.
Skráning í Vinnuskóla Skagastrandar fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins.
Sérstök athygli er vakin á að störf í vinnuskóla verða einungis fyrir nemendur sem eru að ljúka 8., 9. og 10. bekk.
Með tilvísun í reglugerð um vinnu barna og unglinga er einungis heimilt að ráða 13 ára og eldri til starfa í vinnuskólum. Því takmarkast ráðning í vinnuskóla við fyrrgreind aldursmörk.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.
Sveitarstjóri
 
					
		
		
		
			
					15.05.2015			
	
	Fragtskipið Ísafold í ís norðan við Höfðann í júní 1915. Á þessum árum var komu fragtskipanna beðið með eftirvæntingu því með þeim barst vara til landsins sem beðið var eftir. Þess má geta að Eimskipafélag Íslands -"’Óskabarn þjóðarinnar" - var stofnað 1915 og var af mörgum talið risaskref fyrir Íslendinga í átt að sjálfstæði. Þessa mynd tók Evald Hemmert sem var kaupmaður á Skagaströnd og átti því hagsmuna að gæta í sambandi við es Ísafold sem flutti m.a. vörur í verslunina.
 
					
		
		
			
					11.05.2015			
	
	FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 13. maí 2015
kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Dagskrá:
Ársreikningur 2014 (seinni umræða)
Félags- og skólaþjónusta
Fundargerð stjórnar 5. maí 2015
Ársreikningur 2014
Fræðslumál
Umhverfismál
Bréf:
Verkefnisstjórnar um svæðisáætlun, 26. mars 2015
Sóknarnefndar Hólaneskirkju, 24. apríl 2015
Kvenfélagsins Einingar, 14. apríl 2015
Fundargerðir:
Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 12.03.2015
Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 29.04.2015
Stjórnar Hafnasambands Íslands, 10.04.2015
Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 13.04.2015
Önnur mál
Sveitarstjóri
 
					
		
		
		
			
					08.05.2015			
	
	Skagaströnd 1906.
Myndin er  tekin árið 1906 uppeftir bryggjustúf sem stóð austan við Einbúann.
Upp af bryggjunni eru verslunarhús Höphnersverslunar og Assistantastofa sem var heimili verslunarstjórans.
Mennirnir sem eru við vinnu á bryggjunni eru óþekktir.