Mynd vikunnar

Signý Magnúsdóttir. Hringrás lífsins hefst með því að við fæðumst. Síðan tekur lífið við með þeim hlutverkum sem okkur er ætlað að leika og svo, þegar við höfum leikið þau til enda, þá deyjum við. Nýlega lauk Signý Magnúsdóttir hlutverki sínu, eftir að hafa leikið það með sóma, og hvarf af leiksviði lífsins. Síðasta hlutverk hennar hafði verið að berjast við sjúkdóm sem ekki lætur laust, eftir að hafa náð tökum sínum. Hugur okkar og samúð er hjá aðstandendum Signýjar. Signý Magnúsdóttir lést 7. apríl og verður jarðsungin frá Hólaneskirkju mánudaginn 18. apríl klukkan 14:00 .

Tónleikar í Hólaneskirkju 19. apríl nk

Kvennakórinn Sóldís heldur tónleika Í Hólaneskirkju, Skagaströnd 19. apríl kl. 20:00 Söngstjóri: Helga Rós Indriðadóttir Undirleikari: Rögnvaldur Valbergsson Einsöngvarar: Íris Olga Lúðvíksdóttir og Ólöf Ólafsdóttir Hlökkum til að sjá ykkur! Aðgangseyrir kr. 3.000

Starfsfólk í sumarafleysingu

Við leitum eftir sumarafleysingafólki í liðsheild okkar hjá Greiðslustofu Vinnumálastofnunar á Skagaströnd. Í boði eru fjölbreytt verkefni með jákvæðum og uppbyggilegum samstarfshópi. Reynt verður að ráða í gegnum sumarátaksstörf námsmanna. Hvetjum alla sem hafa áhuga að sækja um – öllum umsóknum verður svarað Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi stofnunarinnar á heimasíðu hennar www.vinnumalastofnun.is. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist til Jensínu Lýðsdóttur, forstöðumanns Vinnumálastofnunar Norðurlandi vestra - Greiðslustofu, Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd eða á netfangið jensina.lydsdottir@vmst.is fyrir 20. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar hjá Jensínu í síma 582 4900.

Mynd vikunnar: Heyskapur

Heyskapur við Syðra Hól. Á myndinni sést glöggt sú tækni sem notuð var við heyskap á sínum tíma þegar hesturinn var enn þarfasti þjónninn í sveitum landsins. Svona vélar, eins og sú á myndinni, gjörbreyttu heyskap til sveita sem fram að því hafði nánast eingöngu notast við orf, ljá og hrífur. Maðurinn á myndinni er líklega Sveinbjörn Albert Magnússon (Atli)(d. 13.11.1987) frá Syðra Hóli. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin.

Reiðnámskeið í sumar

Reiðskólinn Eðalhestar verða með sumarnámskeið á Skagaströnd, þessar vikur er í boði: 30. maí - 3. júní 2016 6. júní - 10. júní 2016 Skráning er hafin í síma 867 1180 eða á FB. www.facebook.com/Edalhestar Kveðja Halla og Maggi

FÉLAGSVIST - FÉLAGSVIST

Kvenfélagið Eining verður með þriggja kvölda félagsvist í félagsheimilinu Fellsborg. Spilað verður mánudagskvöldin 11., 18. og 25. apríl. Byrjað verður að spila stundvíslega klukkan 20:00 Aðgangseyrir 1.000 kr. hvert kvöld en ef keypt er á öll þrjú kvöldin kosta öll kvöldin 2.400 kr. Kaffiveitingar eru innifaldar í verði. Vinningar eru í boði fyrir hvert kvöld, hæsti karl og hæsta kona og svo að sjálfsögðu skammarverðlaunin. Tekin verður heildarsumma allra kvölda og sá stigahæsti fær veglegan vinning síðasta kvöldið. Vonumst til að sjá sem flesta. Kvenfélagið Eining

Mynd vikunnar

Hnúfubakur. Í ágúst 1998 komu Ólafur Bernódusson og Guðmundur J. Björnsson í land á trillu sinni, Benna Ólafs, með hnúfubak í eftirdragi. Hvalinn höfðu þeir fundið dauðan á reki norður með landi. Hnúfubakurinn var ungkálfur - tarfur - um 10 metra langur. Hvalurinn var dreginn upp í fjöru til að rannsóknamenn frá Hafrannsóknastofnun gætu skoðað hann og tekið úr honum sýni. Eftir sýnatöku og skoðun margra bæjarbúa var hvalurinn dreginn aftur út á haf og fargað þar. Á myndinni er Hafró fólkið, íklætt hlífðarbuxum, að undirbúa sýnatöku. Guðmundur J. Björnsson stendur við sporðinn í blárri peysu, aðrir eru óþekktir. Til gamans má geta þess að reður hvalsins var sendur til Reðursafns Íslands að ósk eiganda safnsins en hann ætlaði að hafa reðurinn þar til sýnis með öðrum slíkum líffærum af hinum ýmsu spendýrum. Myndina tók Magnús B. Jónsson.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi auglýsir

Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi fimmtudaginn 14.apríl 2016. Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.

Ráðgjafi á sviði ferðamála

Davíð Jóhannsson, starfsmaður SSNV, verður á skrifstofu SSNV að Einbúastíg 2 á Skagaströnd á morgun, miðvikudaginn 30. mars, kl. 10:00-12:00. Fólk er hvatt til þess að nota sér þessa tíma og til að auðvelda skipulagningu er mælt með að bóka tíma með tölvupósti á david@ssnv.is eða símleiðis í 8422080.

Mynd vikunnar

Þessi mynd er úr safni hjónanna séra Péturs Þ. Ingjaldssonar (d.1.6.1996) og Dómhildar Jónsdóttur (d.18.10.2012). Á myndinni sér heim að Höskuldsstöðum í Vindhælishreppi. Bærinn og gamla kirkjan til hægri eru bæði horfin en nýja kirkjan, sem byrjað er að mála, var vígð 13. mars 1963 og er enn í notkun. Á hlaðinu hjá Höskuldsstöðum sér í prestsbílinn sem var af Austin gerð. Myndin var tekin 13. júlí 1959. Á sínum tíma var á Höskuldsstöðum höfuðkirkja og prestsetur en kirkjan á Spákonufelli var útkirkja eða annexía (reyndar frá kirkjunni á Hofi) þannig að presturinn á Höskuldsstöðum þjónaði í Spákonufellskirkju öfugt við það sem er í dag. Séra Pétur Ingjaldsson var settur prestur á Höskuldsstöðum en prestsetrið var ekki flutt til Skagastrandar fyrr en árið 1963 þegar séra Pétur og Dómhildur kona hans keyptu Höfða á Skagaströnd og fluttu þangað. Tilfærslan frá Höskuldsstöðum á Skagaströnd hafði reyndar verið samþykkt 10 árum áður eða 1953 eftir að málið hafði verið að velkjast í kerfinu allt frá árinu 1936. ( heimild "Ágrip af sögu Spákonufells- og Hólaneskirkna 1300 - 2012" eftir Lárus Ægi Guðmundsson