Opið hús hjá Nes Listamiðstöð

Komdu í kaffi og hitta september listamennina okkar Miðvikudagur 28th kl 16.00 - 18.30

Mynd vikunnar

Baldvin og Magnús - Bræðurnir Baldvin Hjaltason til vinstri og Magnús Hjaltason (d. 16.6.2014) frá Skeggjastöðum á leið að smala heimahagana haustið 1959. Myndin var tekin á hlaðinu á gamla bænum á Bakka.

Sigraði í myndakeppni UMFÍ

Ástríður Helga Magnúsdóttir á Skagaströnd bar sigur úr býtum í myndakeppni Ungmennafélags Íslands á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Ástríður Helga fékk afhentan glæsilegan iPhone 6S Plus síma frá versluninni Epli í síðustu viku. Hún tók sigurmyndina á síðasta degi mótsins og sýnir hún tvær vinkonur horfa saman á flugeldasýninguna að lokinni síðustu kvöldvökunni. Myndin endurspeglar þá vináttu sem einkennir mótið, að mati dómnefndar. Sagt er frá þessu á vef UMFÍ. Á meðfylgjandi mynd er Ástríður með Ómari Braga Stefánssyni, landsfulltrúa UMFÍ og framkvæmdastjóra landsmóta UMFÍ. Frétt af www.huni.is

Árleg inflúensubólusetning haustið 2016

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi auglýsir Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Blönduósi Mánudaginn 19/9 kl: 13:00-15:00 Þriðjudaginn 20/9 kl: 11:00-13:00 Föstudaginn 23/9 kl: 10:00-12:00 Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd Fimmtudaginn 22/9 kl: 9:00-11:00 Sérstaklega er mælt með að einstaklingar 60 ára og eldri, einstaklingar með langvinna sjúkdóma, heilbrigðisstarfsfólk og þungaðar konur láti bólusetja sig. Þessir hópar fá bóluefnið frítt en þurfa að greiða komugjald. Einnig er mælt með því að sömu einstaklingar séu bólusettir á 10 ára fresti gegn lungnabólgu.

Gróðursetning trjáplantna

Skógræktarfélag Skagastrandar stendur fyrir gróðursetningu trjáplantna mánudaginn 19.sept. næstkomandi. Í sumar hefur Skógræktarfélagið gróðursett um 2000 plöntur, en enn er talsvert eftir sem þyrfti að komast í jörð. Eins og alltaf er öllum velkomið að vera með, mæting er kl.17:00 við áhaldahúsið. Skógræktarfélag Skagastrandar

Potluck Dinner 15. september

Komið og deilið máltíð með listamönnunum okkar. Allir velkomnir!

Alþjóðleg vinnustofa hjá BioPol ehf á Skagaströnd

Í næstu viku mun BioPol ehf í samstarfi við Háskólann á Akureyri halda alþjóðlega vinnustofu á Skagaströnd þar sem þátttakendur verða þörungasérfræðinga alls staðar að úr heiminum. Dr. Bettina Scholz starfsmaður BioPol ehf og Háskólans á Akureyri hefur haft frumkvæði að því að kalla saman 25 vísindamenn frá 11 þjóðlöndum til þess að sækja vinnustofuna sem ber yfirskriftina 2nd Plankton Chytridiomycosis Workshop 15th – 17th September 2016. Umfjöllunarefni fundarins verður samspil þörunga og sýkingarvalda sem herja á þá í náttúrunni. Þekking á þessu sviði hefur verið takmörkuð fram til þessa og talið mikilvægt að bæta þar úr enda smáþörungar grunnur að öllu lífi sem þrífst í vatni og sjó. Meginmarkmið vinnustofunnar er að miðla upplýsingum á milli einstaka vísindamanna og undirbyggja sameiginlega styrkumsókn til Evrópusambandisins sem félli undir Horizon 2020. Vinnustofan er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri. Frekari upplýsingar um rannsóknarefnið, sem styrkt er af RANNÍS, má finna undir eftirfarandi hlekk: Scholz et al. (2016) Zoosporic parasites infecting marine diatoms – A black box that needs to be opened.FungalEcologydoi:10.1016/j.funeco.2015.09.002. http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1754504815001154

Húsaleigubætur – námsmenn

Sveitarfélagið Skagaströnd vekur athygli á að námsmenn þurfa að sækja um húsaleigubætur vegna leiguhúsnæðis á námstíma. Umsóknir vegna húsaleigubóta skulu hafa borist eigi síðar en 15 dögum fyrir mánaðarmót fyrsta mánaðar sem bæturnar ná til. Umsókn þarf að fylgja: • Útfyllt umsóknareyðublað • Þinglýstur húsaleigusamningur til a.m.k 6 mánaða • Launaseðlar þeirra sem í íbúðinni búa fyrir þrjá síðustu mánuði • Staðfesting skóla um nám • Staðfest skattframtal Húsaleigubætur greiðast mánaðarlega fyrir síðastliðin mánuð. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sveitarfélagsins og þær má einnig finna á vefnum www.velferdarraduneyti.is/malaflokkar/husnaedismal/husaleigubaetur/ og þar er einnig hægt að nálgast umsóknareyðublað fyrir húsaleigubætur. Sveitarstjóri

Göngur og réttir

Gangnaseðill í Spákonufellsborg. Fyrri haustgöngur fara fram föstudaginn 9. september 2016. Seinni haustgöngur fara fram föstudaginn 16.september 2016. Eftirleitir verða 23.september 2016. Gangnaforingi er Jón Heiðar Jónsson Réttarstjóri í báðum réttum er Hrönn Árnadóttir Farið fram Hrafndal og fram í Ármót, vestur Brandaskarð með hreppagirðingu að norðan. Spákonufellsborg að sunnanverðu að Hrafná að Fellsrétt. Undanskilin er skógræktargirðing. Í borgina leggi eftirtaldir til menn: Fyrri göngur Seinni göngur Jón Heiðar Jónsson 2 1 Hallgrímur Hjaltason 2 2 Magnús Guðmannsson 1 1 Guðjón Ingimarsson 1 Jóhann Ásgeirsson 1 1 Vignir Sveinsson 1 1 Rúnar og Hrönn 1 1 Árni Halldór 1 1 Í eftirleit fara fjórir menn. Þær annast Jón Heiðar Jónsson. Með vísan til 20. greinar fjallskilareglugerðar „Hafi búfjáreigandi engan hæfan mann til fjallskila og getur eigi útvegað hann, skal hann tilkynna hreppsnefnd eða fjallskilastjóra það skriflega fjórum dögum áður en fjallskilin eiga að vinnast, en þessir aðilar útvega mann eða annað sem vantar, svo sem hesta eða fæði, og borgar þá búfjáreigandi allan kostnað, sem af fjallskilum leiðir, án tillits til mats á þeim“ Að öðru leyti en hér greinir fer um skyldur og réttindi manna eftir fjallskilasamþykkt fyrir Austur-Húnavatnssýslu. Fjallskilanefnd Skagabyggðar, Skagabúð 30.ágúst 2016 FJALLSKILABOÐ Skagamanna Fjallskilanefnd Skagabyggðar hefur ákveðið að hinar venjulegu haustgöngur árið 2016 skuli fara fram laugardaginn 10. sept. en þær síðari laugardaginn 17. sept. sé gott leitarveður en annars næsta leitarfæran dag þar á eftir. Í fyrri göngum skal smala sauðfé úr afrétt og heimahögum eftir venju, en í síðari göngum bæði sauðfé og hrossum. Skal fénaður allur rekinn til Fossárréttar og dreginn þar sundur undir stjórn réttarstjóra sem verði í báðum réttum Vignir Sveinsson. Útheiðargöngur Norðan frá og þar fram sem sýslumörk ráða fram um Höfðavötn. Að vestan með sjó fram að Fossá að undanskildum afgirtum svæðum eftir venju. Í fyrri og síðari göngur leggi þessir til menn: Félagsbúið Víkum 1 mann Sigurlaug Tjörn 1 mann Vignir Höfnum 4 menn Baldvin Tjörn 2 menn Árni Króksseli 1 mann Félagsbúið Víkum leggi til ökutæki að Skjaldbreið til að flytja latrækar kindur til réttar. Gangnaforingi í báðum göngum verði Vignir Sveinsson. Miðheiðargöngur Auk hefðbundinna gangna í Miðheiðinni smali gangnamenn þar, land Skagstrendinga frá Greiðir á Refshala austur um Þverfell á sýslumörk og út um Hraunvatn. Í fyrri og síðari göngur leggi þessir til menn: Steinar Steinnýjarstöðum 3 menn Rafn Örlygsstöðum 3 menn Gangnaforingi í báðum göngum verði Steinar Kristjánsson. Fjallagöngur Úr Brandaskarði vestan fjalla meðfram girðingum eftir venju norður um Moldás. Austan fjalla verði smalað úr Brandaskarði eftir venju norður um Moldás. Einnig smali fjallamenn land Skagstrendinga fyrir neðan Stallabrúnir niður í dalbotn. Í fyrri göngur leggi þessir til menn: Jens Brandaskarði 1 mann Steingrímur og Elín Kurfi 1 mann Jónatan Bakka 1 mann Hallgrímur Skeggjastöðum 3 menn Guðjón Hofi 4 menn Ingimar Gísli Hofi 1 mann Í síðari göngum smali sömu menn. Gangnaforingi í báðum göngum verði Guðjón Ingimarsson. Ásagöngur Frá Hofsá að sunnan ofan girðinga út Brekku og Króksbjarg að Fossá en að framan samsíða fjallamönnum til Fossárréttar. Í fyrri og síðari göngur leggi þessir til menn: Ingimar Gísli 1 mann Steingrímur og Elín Kurfi 2 menn Hallgrímur Skeggjastöðum 2 menn Gangnaforingi í báðum göngum verði Steingrímur Benediktsson Kurfi. Selnesrétt Í fyrri og seinni Selnesrétt hirði fyrir Skagabyggð Steinn Rögnvaldsson Hrauni. Fellsrétt Í fyrri og seinni Fellsrétt hirði fyrir Skagabyggð Guðjón Ingimarsson Hofi. Kjalarlandsrétt Í fyrri og seinni Kjalarlandsrétt hirði fyrir fjallskiladeild Skagamanna Magnús á Vindhæli. Skrapatungurétt Í fyrri og síðari Skrapatungurétt hirði fyrir fjallskiladeild Skagamanna, Magnús á Vindhæli og komi hann sauðfé og hrossum til réttra viðtakenda. Eftirleit Laugardaginn 24. sept. fari fram eftirleit. Í útheiðinni skal þá smala frá Selvatni að norðan um Selfell, austur um sýslumörk fram að Höfðavötnum. Að vestan um Svínafell og Stóru-Skjaldbreið. Þessir leggi til menn: Baldvin Tjörn 1 mann Árni Króksseli 1 mann Vignir Höfnum 3 menn Leitarstjóri verði Vignir Sveinsson. Smalað verður sama landsvæði og í fyrri göngum. Í Miðheiðina leggi þessir til menn: Rafn Örlygsstöðum 2 menn Steinar Steinnýjarstöðum 2 menn Steinar verði leitarstjóri. Þennan sama dag smali fjöllin úr Brandaskarði norður fyrir Öxl þessir menn: Steingrímur og Elín Kurfi 1 mann Guðjón Hofi 2 menn Hallgrímur Skeggjastöðum 2 menn Ingimar Gísli 1 mann Hallgrímur verði leitarstjóri. Guðjón á Hofi leggi til ökutæki að Langavatni í báðum göngum til að flytja latrækar kindur til réttar. Fjárskil fara fram á Tjörn mánudaginn 3.október Baldvin á Tjörn hirði fyrir Skagabyggð á fjárskilum Skeflunga. Innansveitarfé sem finnst í eftirleit og við smölun heimalanda gangi til réttra umráðamanna en utansveitarfé verði komið til Baldvins á Tjörn ef það er af Skaganum austanverðum en annars til Guðjóns á Hofi. Ætlast er til að umráðamenn landa hreinsi lönd sín af ókunnugum fénaði fyrir seinni réttir og fjárskil og komi þeim fénaði til Fossárréttar eða þá til Baldvins eða Guðjóns eftir því sem við á. Komi ókunnugur fénaður fyrir á öðrum tímum eiga umráðamenn landa að ráðstafa þeim fénaði í samráði við eigendur fjárins. Ekki er gert ráð fyrir að fénaður verði látinn í réttarhólfið eftir réttir. Marklýsingu í Fossárrétt og á fjárskilum annist Hallgrímur Hjaltason og Guðjón Ingimarsson. Gangnaforingjar eru minntir á að gæta þess vandlega að sjúkar kindur séu einangraðar svo fljótt sem við verður komið. Skal fjallskilastjóri sjá um að þær verði skoðaðar af dýralækni sé talin þörf á því. Gangnaforingjar hafi samráð um tímasetningar milli gangnaflokka svo fénaður renni ekki inn á smalað land. Einnig eru gangnaforingar hvattir til að hafa samráð um talstöðvarrásir á milli svæða. Með vísan til 20 greinar fjallskilareglugerðar „Hafi búfjáreigandi engan hæfan mann til fjallskila og getur eigi útvegað hann, skal hann tilkynna hreppsnefnd eða fjallskilastjóra það skriflega fjórum dögum áður en fjallskilin eiga að vinnast, en þessir aðilar útvega mann eða annað sem vantar, svo sem hesta eða fæði, og borgar þá búfjáreigandi allan kostnað, sem af fjallskilum leiðir, án tillits til mats á þeim“. Með vísan til 10 greinar fjallskilareglugerðar heimilar fjallskilastjórn smölun ógirtra heimalanda fyrir sitt leiti allt að 10 dögum fyrir göngur svo menn geti nýtt sér slátrun vegna hærra afurðaverðs, og til að létta á smalamennsku. Úrtíningur sem úr slíkum smölunum kemur, sem ekki er sóttur af eigendum, skal settur í nátthaga við réttir sveitarfélagsins, ellegar aftur á afrétt. Að öðru leyti en hér greinir fer um skyldur og réttindi manna eftir fjallskilasamþykkt fyrir Austur-Húnavatnssýslu nr. 299/2009. Fjallskilastjóri er Baldvin Sveinsson. Kind er ein eining en hross er 5 einingar Gjald á einingu er 265 kr. Gangnadagsverk er 8.500 kr. Fjallskilanefnd Skagabyggðar Skagabúð 30.ágúst 2016 Gangnaseðill Vindhælinga Fjallskilanefnd Skagabyggðar hefur ákveðið að hinar venjulegu haustgöngur skuli fara fram haustið 2016 eftir því sem greinir í gangnaseðli þessum. Fyrri göngur fari fram laugardaginn 10. sept. Síðari göngur fari fram laugardaginn 17. sept. að undanskildu Hvammshlíðarlandi, Lækjum, Mjóadal og Urðum sem verði smalað föstudaginn 16. sept. Laugardaginn 24. september fari fram eftirleit. Verði slæmt leitarveður þessa daga verði smalað næsta leitarfæran dag þar á eftir. Í fyrri göngum skal smalað sauðfé úr afrétti og heimalöndum eftir venju en í síðari göngum bæði sauðfé og hrossum. Fyrri Skrapatungurétt verður sunnudaginn 11. sept. en síðari rétt verður sunnudaginn 18. september. Fyrri Kjalarlandsrétt verður laugardaginn 10. sept. og síðari laugardaginn 17. sept. Núps-, Mánaskálar-, Balaskarðs-, og Skrapatungulönd, Mjóidalur og Urðir verði smalað af eftirtöldum mönnum og fénaði komið til Skrapatunguréttar: Fyrri göngur Seinni göngur Eftirleit Magnús Syðra-Hóli 5 5 2 Ólafur Höskuldsstöðum 3 2 Kolbrún Mánaskál 1 1 1 Gangnastjóri verður Magnús Björnsson. Hvammshlíðarland og Læki smali eftirtaldir menn og komi fénaði til Skrapatunguréttar: Fyrri göngur Seinni göngur Eftirleit Bragi Þverá 1 1 1 Stefán Njálsstöðum 3 3 2 Skarphéðinn Neðstabæ 2 2 Soffía Líndal Eggertsdóttir 1 1 Caroline Kerstin Mende 1 1 Gangnastjóri verður Stefán Berndssen. Eftirtaldir menn smali: Fé frá Pokafelli um Vaglabungur og svæðið milli Norðurár og Hallár og reki fénað að Kjalarlandsrétt. Fé úr Norðurárdal smalist í hólf við Neðstabæ. Síðan verður fé úr Dynfjalli og Núpum rekið niður á veg hjá Ytra­ Hóli og út veg til Kjalarlandsréttar. Fyrri göngur Seinni göngur Eftirleit Daníel Syðri-Ey 5 5 3 Stefán Ytri-Ey 1 Jóhann og Erla Kambakoti 4 3 2 Björn Ytra-Hóli 1 2 2 1 Björg Ytra-Hóli 3 1 1 Gangnastjóri verður Daníel Magnússon. Björn Ytra-Hóli hefur umsjón með rekstri eftir vegi frá Ytra Hóli til Kjalarlandsréttar. Björn á Ytra Hóli sjái um að koma fé úr hólfi við Neðstabæ saman við rekstur frá Þverá. Eftirtaldir menn smali frá Sandfelli norður um sýslumörk, að Þverfelli og svæðið milli Hrafnár og Hallár. Fyrri göngur Seinni göngur Eftirleit Magnús Vindhæli 6 6 4 Þröstur Kjalarlandi 2 2 1 Jakob Árbakka 2 1 Stefán Ytri-Ey 1 1 Frá Skagaströnd 4 4 2 Gangnamenn frá Skagaströnd smali frá Greiðir austur á sýslumörk, suður Urðir og Tungufell, austan Hrafnár niður Hrafndal að sunnan, að Kjalarlandsrétt. Magnús Guðmannson leggi til ökutæki á Hallárdal. Gangnastjóri verður Magnús Guðmannsson. Réttarstjóri í fyrri og seinni Kjalarlandsrétt verður Magnús Guðmannsson Vindhæli. Selnesrétt Í fyrri og seinni Selnesrétt hirði fyrir Skagabyggð Steinn Rögnvaldsson Hrauni. Fellsrétt Í Fellsrétt hirði fyrir Skagabyggð Guðjón Ingimarsson Hofi. Fossárrétt Í fyrri og seinni Fossárrétt hirði fyrir fjallskiladeild Vindhælinga Hallgrímur á Skeggjastöðum. Marklýsingarmenn Fyrri rétt Síðari rétt Björn Ytra-Hóli 1 1 Daníel Syðri-Ey 1 Magnús Björnsson 1 ------------------------------------- Innansveitarfé sem finnst í eftirleit og við smölun heimalanda gangi til réttra umráðamanna. Fénaður sem ekki er úr fjallskiladeild Vindhælinga gangi til Skrapatunguréttar og honum verður síðan komið til réttra umráðamanna eftir fyrirmælum fjallskilastjóra. Ætlast er til að umráðamenn landa hreinsi lönd sín af ókunnugum fénaði fyrir seinni réttir og fjárskil og komi þeim fénaði til eigenda eða réttar. Komi ókunnugur fénaður fyrir á öðrum tímum eiga umráðamenn landa að ráðstafa þeim fénaði í samráði við eigendur fjárins. Fjárskil Vindhælinga fara fram mánudaginn 3.október í Skrapatungurétt kl. 13.00 Á fjárskil Enghlíðinga mæti Magnús Guðmannsson fyrir Skagabyggð. Gangnaforingjar eru minntir á að gæta þess vandlega að sjúkar kindur séu einangraðar svo fljótt sem við verður komið. Skal fjallskilastjóri sjá um að þær verði skoðaðar af dýralækni sé talin þörf á því. Gangnaforingjar hafi samráð um tímasetningar milli gangnaflokka svo fénaður renni ekki inn á smalað land. Með vísan til 20. greinar fjallskilareglugerðar „Hafi búfjáreigandi engan hæfan mann til fjallskila og getur eigi útvegað hann, skal hann tilkynna hreppsnefnd eða fjallskilastjóra það skriflega fjórum dögum áður en fjallskilin eiga að vinnast, en þessir aðilar útvega mann eða annað sem vantar, svo sem hesta eða fæði, og borgar þá búfjáreigandi allan kostnað, sem af fjallskilum leiðir, án tillits til mats á þeim“. Með vísan til 10 greinar fjallskilareglugerðar heimilar fjallskilastjórn smölun ógirtra heimalanda fyrir sitt leiti allt að 10 dögum fyrir göngur svo menn geti nýtt sér slátrun vegna hærra afurðaverðs, og til að létta á smalamennsku. Úrtíningur sem úr slíkum smölunum kemur,sem ekki er sóttur af eigendum, skal settur í nátthaga við réttir sveitarfélagsins, ellegar aftur á afrétt. Að öðru leyti en hér greinir fer um skyldur og réttindi manna eftir fjallskilasamþykkt fyrir Austur-Húnavatnssýslu nr. 299/2009. Fjallskilastjóri er Magnús Guðmannsson. Kind er ein eining en hross er 5 einingar. Gjald á einingu er 265 kr. Gangnadagsverk er 8.500 kr. Fjallskilanefnd Skagabyggðar Skagabúð 30. ágúst 2016.

Frá hitaveitu RARIK:

Viðskiptavinir hitaveitu á Blönduósi, Skagaströnd, Húnavatnshreppi og í Skagabyggð ! Verið er að taka í notkun nýjan afloftunartank að Reykjum. Búast má við lofti í lögnum hitaveitunnar af þessum sökum í dag 24. ágúst. Með kveðju