25.11.2015
Dimension of sound bíður uppá fræsiþjónustu á Skagaströnd, Hægt er að fræsa í allskonar timbur sem og léttari málma eins og t.d ál.
Fræsum eftir teikningum, ásamt því bjóðum við uppá teikniþjónustu þannig að það eina sem þú þarft að koma með eru hugmyndir og við sjáum um restina.
Vélin getur fræst í hluti sem eru allt að 124cm X 249cm X 15cm
Vélin fræsir í 2D og 3D.
Verð;
1Klst teiknivinna er 2.500kr
1klst vél+maður á vél er 10.000kr
Hægt er að hafa samband í síma 868 8257 eða senda póst á fraesing@gmail.com með fyrirspurnir.
https://www.facebook.com/Fr%C3%A6si%C3%BEj%C3%B3nusta-Nor%C3%B0urlands-Vestra-1634827400112658/timeline
20.11.2015
Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2015/2016
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 605/2015 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016
Grundarfjarðarbær (Grundarfjörður)
Vesturbyggð (Patreksfjörður)
Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 1043/2015 í Stjórnartíðindum
Árborg (Stokkseyri, Eyrarbakki)
Garður
Vogar
Vesturbyggð (Brjánslækur/Barðaströnd)
Ísafjarðarbær (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdalur, Ísafjörður)
Strandabyggð (Hólmavík)
Húnaþing vestra (Hvammstangi)
Blönduósbær (Blönduós)
Sveitarfélagið Skagaströnd
Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður)
Dalvíkurbyggð (Dalvík, Árskógssandur, Hauganes)
Breiðdalshreppur (Breiðdalsvík)
Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér. Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á eyðublaði sem er að finna hér.
Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.
Umsóknarfrestur er til og með 7. desember 2015.
Fiskistofa 20. nóvember 2015
20.11.2015
Grjótnám í Höfðanum.
Á þessari mynd eru verkamenn við grjótnám í Höfðanum
vegna hafnargerðar á Skagaströnd 1934.
Milli 40 og 60 verkamenn unnu við hafnargerðina þetta sumar.
Grjótið var sprengt úr Höfðanum og komið upp á vörubíl,
oftast með handafli, og síðan flutt í uppfyllingu frá landi og út í
Spákonufellsey, sem einnig var brotin niður að hluta og notuð í
uppfyllinguna.
Strax sumarið 1935 var svo söltuð síld á tréplani í höfninni,
sem gjörbreytti allri aðstöðu fyrir báta og fiskmóttöku.
Húsin í baksýn voru Melstaður (nær) og Laufás lengst til vinstri.
13.11.2015
Kántrýhátíð 2001.
Margt var um manninn á Kántrýhátíðinni um
verslunarmannahelgina 2001 og margt í boði fyrir hátíðagesti.
Meðal annars var hægt að leigja þennan glæsilega tveggja
hestafla hestvagn til að koma sér á milli staða í góða veðrinu.
Myndina tók Árni Geir Ingvarsson.
12.11.2015
Framhaldsaðalfundur Foreldrafélags Höfðaskóla verður haldinn í íþróttahúsinu miðvikudaginn 18. nóv. og hefst kl. 18.
Fundarefni:
- Kosning stjórnar. Ath. að tillaga að stjórn er komin
- Önnur mál s.s.
o starfið í vetur
Spjaldtölvuvæðing
Lestrarátak/lestrarömmur/afar
Viðhorf til skólastarfs
Jólaföndur – af eða á?
Grímuball á öskudegi
Annað sem kemur upp í hugann og fólk vill ræða.
Endilega mætið sem flest því þannig getið þið haft áhrif.
Foreldrafélag Höfðaskóla
12.11.2015
Fatamarkaður
Fatamarkaður Rauða krossins á Skagaströnd verður haldinn fimmtudaginn 19. nóvember frá kl. 17:00-19:00 í húsnæði deildarinnar að Vallarbraut. Fullur poki af fötum á 2000 kr.
Rauði krossinn á Skagaströnd
12.11.2015
Elínborgardagurinn
menningar- og hátíðardagskrá í Fellsborg
mánudaginn 16. nóvember 2015 kl. 18:00
Skv. hefð er Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Í Höfðaskóla er dagurinn einnig helgaður minningu Elínborgar Jónsdóttur fyrrverandi kennara við skólann. Höfðaskóli mun því standa fyrir menningar- og hátíðardagskrá í Fellsborg mánudagskvöldið 16. nóvember n.k.
Eins og undanfarin ár mun nemendafélagið Rán, með dyggri aðstoð foreldra, bjóða upp á kökuhlaðborð að lokinni dagskrá.
Aðgangseyrir á dagskrána er:
1000 kr. fyrir eldri en grunnskólanemendur
500 kr. fyrir grunnskólanemendur
frítt fyrir þriðja barn frá heimili
frítt fyrir leikskólanemendur
Innifalið er aðgangur að kökuhlaðborðinu.
Vonumst við til þess að sjá sem flesta í hátíðarskapi.
Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla.
Vonumst við til þess að sjá sem flesta í hátíðarskapi.
Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla
10.11.2015
Nes Listamiðstöð boðar til opins fundar fimmtudaginn 12. nóvember á veitingastaðnum Borginni. Fundurinn hefst kl 18:00 og er áætlað að standi til 21:00 með hléi þar sem boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi.
Markmið fundarins er að gefa fólki úr nærsamfélagi listamiðstöðvarinnar tækifæri á að taka þátt í að marka félaginu stefnu til næstu 5-10 ára.
Hvað er vel gert, hvað má betur fara? Hvar liggja tækifærin og hverjar eru ógnanirnar?
Fundinum stjórnar Njörður Sigurjónsson dósent frá Háskólanum í Bifröst.
Bæjarbúar og nærsveitamenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í skemmtilegu verkefni.
Stjórn Nes Listamiðstöðvar
06.11.2015
Síldarsöltun.
Síldarsöltun á Skagaströnd 1935 - 1940.
Söltunarplanið var fullgert fyrir síldarvertíð 1935 og hófst þá þegar söltun
þar. Hafnarhúsið sem sér í til vinstri á myndinni var byggt sumarið
1935 en seinna (1943 - 1945) flutt á núverandi stað til að rýma fyrir
verksmiðjubyggingunni.
Bryggjan skemmdist um veturinn 1936 þannig að hún gekk upp um
miðbikið (allt að 1 metra) og var hún því rifin niður og endurbyggð vorið
1937.
Húsin í baksýn eru frá hægri: Lækjarbakki (gamli bærinn),
Jaðar (Efri Jaðar), Lækur og Karlsskáli.
Á bak við staur sem er á planinu má sjá Brúarland og lengst
til vinstri er Gamla búðin.
Önnur hús eru óþekkt.
03.11.2015
Laugardaginn 7. nóvember næstkomandi efna Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og sagnfræðideild Háskóla Íslands til málstofu um byggð og samfélag í Húnavatnssýslu á 18. öld. Málstofan er hluti af námskeiði í sagnfræði og gera sjö sagnfræðinemar grein fyrir rannsóknum sínum um efnið. Kennari námskeiðsins er Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur.
Fundarstjóri er Harpa Ásmundsdóttir sagnfræðinemi.
Málstofan fer fram í Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra að Einbúastíg 2 á Skagaströnd. Hún hefst kl. 14 og eru allir velkomnir og frítt inn.
Átjándu aldar kökur í kaffihléinu.
DAGSSKRÁ
í Rannsóknasetri Háskólans, Skagaströnd 7. nóvember kl. 14.
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og sagnfræðideild Háskóla Íslands efna til málstofu um byggð og samfélag í Húnavatnssýslu á 18. öld. Málstofan er hluti af námskeiði í sagn-fræði og gera sjö sagnfræðinemar frá rannsóknum sínum um efnið. Kennari námskeiðsins er Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur. Fundarstjóri er Harpa Ásmundsdóttir sagnfræðinemi.
Málstofan hefst kl. 14 og eru allir velkomnir og frítt inn.
Átjándu aldar kökur í kaffihléinu.
14:00: Setning
14:10-14:30
Baldur Þór Finnsson: Ríkidæmi Þingeyraklausturs. Óánægður almúgi og innheimta yfirvalda
14:30-14:50
Þórður Vilberg Guðmundsson: Hungurdauði og hallæri í Húnavatnssýslu 1755 -1756
14:50-15:10
Brynhildur L. Ragnarsdóttir: Dauðamein Húnvetninga í Tjarnarsókn 1785 til 1815
Kaffihlé 15:10-15:40
15:40-16:00
Bjarni Þ. Hallfreðsson: Fólk á Vatnsnesi.
Hvernig þróaðist byggð og félagsgerð byggðarinnar á norðanverðu Vatnsnesi á 18.öld?
16:00-16:20
Hafdís Líndal: Byggð og búfé í Vatnsdal
16:20-16:40
Linda Ösp Grétarsdóttir: Sakamál í Húnavatnssýslu á árunum 1756-1760.
Framkvæmd refsinga
16:40-17:00
Þórdís Lilja Þórsdóttir: Blóðskömm í Húnavatnssýslu 1720 – 1806.
Dómar og refsingar fyrir blóðskömm í Húnavatnsýslu
Vinsamlegast,
Vilhelm Vilhelmsson