Jólakveðja frá Sveitarfélaginu Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd óskar íbúum, velunnurum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir samstarfið og samstöðuna á árinu sem er að líða og vonum að jólin færi ykkur frið, hlýju og gleði í góðra vina og fjölskyldu hópi.

Tilkynning frá Terra - sorphreinsun 22. des

Verkefnastjóri FORNOR á Norðurlandi vestra

Forvarnaráætlun FORNOR er verkefni á Norðurlandi vestra sem miðar að því að efla heilsu og vellíðan um 2000 barna og ungmenna á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í framhaldsskóla.

Jólalokun skrifstofu sveitarfélagsins

Tvítenging ljósleiðara á Skagaströnd hefur nú verið tryggð!

Kveikt var á jólaljósum á Hnappstaðatúni í gær

Mætingin var góð og nutu gestir á öllum aldri samverunnar. Elsti bekkurinn á Barnabóli aðstoðaði sveitarstjóra við að kveikja ljósin á trénu og stóðu þau sig með prýði. Sem fyrr reyndist erfitt að bíða eftir niðurtalningunni - spennan var svo mikil!

Fundarboð sveitarstjórnar 10. desember 2025

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar kl. 8:30 miðvikudaginn 10. desember 2025 á skrifstofu sveitarfélagsins að Túnbraut 1-3.

Ljósin tendruð á jólatrénu við Hnappstaðatún

Mánudaginn 8. desember kl. 17:00 verða ljósin tendruð á jólatrénu á Hnappstaðatúni.

Samantekt frá íbúafundi 5. nóvember 2025

Samantekt frá íbúafundi 5. nóvember 2025